Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. september 2025 11:58 Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir gjaldþrot Play koma til með að hafa áhrif. Vísir/Arnar Gjaldþrot Play er verulegt högg fyrir ferðaþjónustu hér á landi að minnsta kosti næstu mánuðina. Þetta segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar og jafnframt að því fylgi nokkur óvissa þegar kemur að bókunum hjá ferðaþjónustufyrirtækjum í vetur. Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“ Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Strax í gær þegar tilkynnt var um gjaldþrotið var tólf flugferðum Play aflýst til og frá Íslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia átti Play 12% af flugframboði í þessum og næsta mánuði frá Keflavíkurflugvelli. Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir gærdaginn hafa verið slæman fyrir ferðaþjónustu hér á landi. Þá séu margir í erfiðri stöðu sem áttu bókaðar ferðir með flugfélaginu á næstunni. „Manni verður náttúrulega fyrst hugsað til starfsfólksins og þeirra sem eru að missa vinnuna og síðan ekki síður þeirra sem eru svona strandaglópar hér og þar. Það eru verkefni sem þarf að leysa úr vonandi bara fljótt og vel.“ Gjaldþrotið hafi áhrif sér í lagi til skamms tíma. Blikur hafi verið á lofti í ferðaþjónustunni um tíma og minna bókað hjá ferðaþjónustufyrirtækjum en vonast var til. „Það er væntanlega töluvert af fólki sem átti bókanir með Play sem þarf þó annað hvort að taka ákvarðanir um hvort að það kaupi annan miða til þess að halda sig við plönin eða hvort það þarf að fara í endurgreiðslukröfu og bíði eftir því og fresti þá ferð eða eitthvað slíkt. Þannig þetta hefur vissulega óvissuáhrif og það hríslast niður ferðaþjónustukeðjuna. Það er svona ákveðin óvissa inn í veturinn nú þegar varðandi bókunarstöðu og annað. Við heyrum það á okkar félagsmönnum að fólk er ekkert allt of ánægt með það hvernig staðan er í inni í vetrarmánuðina. Við höfum verið að heyra frá stórum birgjum í Bandaríkjunum að þar er líka óvissa varðandi efnahagsástand og ferðavilja inn í næsta sumar. Þetta er eitthvað sem við verðum að reyna að fylgjast vel með og afla eins mikilla og góðar gagna um og við getum og sjá svo hvert stefnir. Það er alveg ljóst að þetta er verulegt högg inn í næstu mánuði.“
Isavia Keflavíkurflugvöllur Gjaldþrot Play Play Ferðaþjónusta Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira