„Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. september 2025 10:05 Friðrik Einarsson skilaði inn leigubílaleyfi sínu til að einbeita sér að baráttunni gegn svikastarfsemi á leigubílamarkaði. Leigubílstjórinn Friðrik Einarsson, betur þekktur sem Taxý hönter, segir það oft á tíðum hafa verið ömurlegt hlutskipti að birta opinberlega myndbönd af því sem er að gerast á leigubílamarkaðnum á Íslandi. Friðrik er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans og ræddi þar um leigubílamenningu á Íslandi, þróun síðustu ára og samfélagsmiðlafígúruna Taxý hönter. Hann segir allt hafa farið úr böndunum á leigubílastæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. „Þarna er bara komin upp sú stemming að hnefinn ræður og leigubílastæðið fyrir framan alþjóðaflugvöllinn í ferðamannaparadísinni Íslandi er komið í hendurnar á mönnum frá Vesturströnd Afríku og Mið-Austurlöndum,“ segir Friðrik. „Það væri ekkert að því í sjálfu sér, en þarna er um að ræða viðskiptasiðferði og menningu sem er allt önnur en sú sem við þekkjum og samræmist ekki þeim gildum sem við erum vön.“ „Það ríkti algjör þögn um þetta þangað til mjög nýlega“ Friðrik hóf að vekja athygli á stöðunni á Keflavíkurflugvelli með því að birta myndbönd þaðan af öðrum leigubílstjórum á samfélagsmiðlum sem hafa ofrukkað ferðamenn eða brotið aðrar reglur. Vegna myndbandanna og æsilegrar framkomu hefur Friðrik verið umdeildur. Hann segist hafa verið tvístígandi í fyrstu með dreifingu myndbandanna í fyrstu því hann vildi ekki ala á útlendingaandúð. „Ég fór að mæta þarna fyrir miðnætti þegar það er mikið að gera og taka út hvað væri raunverulega í gangi. Þegar ég var búinn að sjá það í svolítinn tíma hve slæm staðan var fór ég að birta myndbönd á X-inu og þau fóru fljótt að vekja athygli,“ segir Friðrik. „Ég þurfti að fara í gegnum mikla glímu í hausnum á mér áður en ég ákvað að byrja að birta þessi myndbönd, af því að ég vissi að það gæti blossað upp rasismi og fordómar gagnvart erlendu fólki. En á endanum komst ég að því að það yrði að sýna hvað væri raunverulega í gangi,“ segir hann. „Ég hélt að fjölmiðlar myndu strax pikka þetta upp, en það gerðist ekki. Það ríkti algjör þögn um þetta þangað til mjög nýlega.“ Ömurlegt að heiðarlegir erlendir leigubílstjórar þjáist vegna svartra sauða Tvö ár hafi liðið þar sem honum fannst enginn sýna málinu áhuga. Það hafi verið krefjandi að taka þennan slag einn á báti. „Það hefur verið ömurlegt að vera í þessu hlutverki. Það er búið að hóta mér ofbeldi ítrekað og þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti fyrir framan ríkisstarfsmenn. Ég er ekki hræddur við það af því að ég held að þetta séu fyrst og fremst frekjuhundar,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa verið kallaður ýmsum nöfnum. Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um málið segist Friðrik hafi fengið á sig ýmsar stimplanir um rasisma og fordóma í garð útlendinga. „Ég er búinn að enda í fyrirsögnum sem eineltishrotti og fleira í þeim dúr. Mér finnst auðvitað ömurlegt að það að ég sé að benda á raunveruleg vandamál ýti undir einhvers konar fordóma og það er ömurlegt að heiðarlegir og góðir leigubílstjórar frá útlöndum séu að blæða fyrir svarta sauði sem skemma fyrir þeim,“ segir hann. „Ég er búinn að vera lengi í því að fjarlægja af samfélagsmiðlunum mínum allt sem er einhver rasismi og hef lokað fyrir kommentakerfin af því að ég vil ekki ýta undir slíkt. En á endanum er ekki hægt að þegja bara yfir hlutum sem eru raunverulega að gerast.“ „Gjörsamlega allt farið úr böndunum“ Friðrik segir allt hafa breyst á undanförnum árum á íslenskum leigubílamarkaði. Hingað hafi komið menn með allt aðrar hugmyndir um viðskiptasiðferði og hegðun gagnvart kollegum og viðskiptavinum. „Ef við tökum bara leigubílastæðið í Keflavík sem ég hef þekkt í mörg ár, þá hefur gjörsamlega allt farið úr böndunum þar á undanförnum árum. Hluti af erlendu bílstjórunum hafa gjörsamega valtað yfir okkur sem höfum verið þarna í gegnum tíðina og það er enga hjálp að fá frá Isavia sem á að vera með eftirlit þarna,“ segir Friðrik. Hann telur hlutina hafa breyst þegar ný heildarlög um leigubifreiðaakstur tóku gildi 2023 „þannig að nánast hver sem er gat farið að keyra leigubíl“. „Það eru námskeið í Mjódd sem þurfti alltaf að taka og manni fannst þetta vera hálfgert peningaplokk, en núna sér maður mikilvægi þess að það geti ekki bara hver sem er farið í þetta. Þarna voru stimplaðir inn í okkur ákveðnir hlutir varðandi viðskiptasiðferði, framkoma við kúnna og samskipti okkar á milli og fleira þar fram eftir götunum,“ segir hann. „Það er svo margt sem getur gerst í leigubílum þar sem bílstjórnarnir þurfa að kunna að eiga við aðstæðurnar. En samkvæmt nýju lögunum fengu þeir að halda þessi námskeið áfram í tvö ár á íslensku þó að 95 prósent af þeim sem sætu námskeiðin skyldu ekkert í tungumálinu. Þeir eru líkamlega til staðar, en skilja ekkert hvað þarna fer fram. Ökuskólinn í Mjódd ætti að geta kvittað undir þessar tölur,“ segir Friðrik. Friðrik segist sjálfur ekki þola rasisma en á sama tíma sé ekki hægt að þegja yfir hlutum sem raunverulega eigi sér stað. „Ég er gamall réttlætisriddari og hef alltaf stutt við það að fólk frá öðrum menningarheimum fái að koma hingað og búa á Íslandi og byrja hér nýtt líf. En við verðum að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir á réttan hátt,“ segir Friðrik. „Þegar hingað koma menn frá allt öðrum menningarheimum með allt annað viðskiptasiðferði getum við ekki verið barnaleg og látið bara hvað sem er viðgangast. Þeir eru komnir með leigubílamenninguna frá heimalandinu til Íslands án þess að aðlagast neinu. Í Keflavík er þetta oft fyrsta snerting ferðamanna við landið og þá gengur ekki að það byrji á svindli og hegðun sem fellur ekki að gildunum okkar hér,“ segir hann. Friðrik segir að fari maður upp í leigubíl sem ferðamaður í Nígeríu eða Sómalíu sé mjög líklega reynt að svindla á manni. „Við viljum ekki taka þá menningu upp hér, ekki síst þar sem ferðamannaiðnaðurinn er stærsti atvinnuvegur landsins. Fólk er oft óöruggt þegar það lendir á Íslandi og það hvernig Isavia hefur haldið á upplýsingagjöf á flugvellinum og eftirliti er algjörlega galið. Það er ekkert fólk þarna,“ segir Friðrik. „Kippt af götunni strax eftir að ég vakti athygli á þessu“ Friðrik segir allt hafa sprungið í loft upp eftir að RÚV fjallaði um kaffiskúr sem hafði verið breytt í bænahús, þó húsið sé í eigu íslenska ríkisins. „Bænahúsið er gott dæmi um það sem hefur farið úrskeiðis á flugvellinum í Keflavík. Isavia vissi ekkert hvað var í gangi þegar það kemur loksins frétt um að það sé búið að breyta kaffiskúr í eigu ríkisins í bænahús og leigubílstjórum sé bannað að fara inn í skúrinn sem þeir hafa haft aðgang að í öll þessi ár. Það sprakk allt í loft upp þegar þessi frétt fór í loftið um bænahúsið,“ segir Friðrik. Kaffiskúrinn sé ekkert í samanburði við alvarlegri brot. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæm umræða, en við vitum fyrir víst að það er búið að dæma þrjá fyrir að brjóta á kvenfólki í bílunum. Einn braut á sautján ára gamalli stúlku á Reykjanesbrautinni, fyrst var hann dæmdur í tvö ár fyrir það. En hann keyrði um í sextán mánuði með kæruna á bakinu og enginn gerði neitt,“ segir Friðrik. „Svo var annað mál þar sem bílstjóri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrir nauðgunarmál og þar kemur í ljós að það var annar maður sem tók þátt í glæpnum. Þeir rukkuðu svo konuna fyrir farið eftir að hafa brotið á henni,“ segir hann. „Það var ég sem blés þessi mál upp og þegar fólk spyr mig af hverju ég er að gera það sem ég er að gera er það meðal annars til þess að koma í veg fyrir svona hluti. Þessum mönnum var kippt af götunni strax eftir að ég vakti athygli á þessu. Það er ansi margt búið að gerast út af því að ég hef verið heltekinn af þessum málum.” Hægt er að nálgast viðtalið við Taxý Hönter inni á solvitryggva.is og horfa á það hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva Leigubílar Samfélagsmiðlar Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira
Friðrik er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans og ræddi þar um leigubílamenningu á Íslandi, þróun síðustu ára og samfélagsmiðlafígúruna Taxý hönter. Hann segir allt hafa farið úr böndunum á leigubílastæðinu á Keflavíkurflugvelli á undanförnum árum. „Þarna er bara komin upp sú stemming að hnefinn ræður og leigubílastæðið fyrir framan alþjóðaflugvöllinn í ferðamannaparadísinni Íslandi er komið í hendurnar á mönnum frá Vesturströnd Afríku og Mið-Austurlöndum,“ segir Friðrik. „Það væri ekkert að því í sjálfu sér, en þarna er um að ræða viðskiptasiðferði og menningu sem er allt önnur en sú sem við þekkjum og samræmist ekki þeim gildum sem við erum vön.“ „Það ríkti algjör þögn um þetta þangað til mjög nýlega“ Friðrik hóf að vekja athygli á stöðunni á Keflavíkurflugvelli með því að birta myndbönd þaðan af öðrum leigubílstjórum á samfélagsmiðlum sem hafa ofrukkað ferðamenn eða brotið aðrar reglur. Vegna myndbandanna og æsilegrar framkomu hefur Friðrik verið umdeildur. Hann segist hafa verið tvístígandi í fyrstu með dreifingu myndbandanna í fyrstu því hann vildi ekki ala á útlendingaandúð. „Ég fór að mæta þarna fyrir miðnætti þegar það er mikið að gera og taka út hvað væri raunverulega í gangi. Þegar ég var búinn að sjá það í svolítinn tíma hve slæm staðan var fór ég að birta myndbönd á X-inu og þau fóru fljótt að vekja athygli,“ segir Friðrik. „Ég þurfti að fara í gegnum mikla glímu í hausnum á mér áður en ég ákvað að byrja að birta þessi myndbönd, af því að ég vissi að það gæti blossað upp rasismi og fordómar gagnvart erlendu fólki. En á endanum komst ég að því að það yrði að sýna hvað væri raunverulega í gangi,“ segir hann. „Ég hélt að fjölmiðlar myndu strax pikka þetta upp, en það gerðist ekki. Það ríkti algjör þögn um þetta þangað til mjög nýlega.“ Ömurlegt að heiðarlegir erlendir leigubílstjórar þjáist vegna svartra sauða Tvö ár hafi liðið þar sem honum fannst enginn sýna málinu áhuga. Það hafi verið krefjandi að taka þennan slag einn á báti. „Það hefur verið ömurlegt að vera í þessu hlutverki. Það er búið að hóta mér ofbeldi ítrekað og þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti fyrir framan ríkisstarfsmenn. Ég er ekki hræddur við það af því að ég held að þetta séu fyrst og fremst frekjuhundar,“ segir Friðrik. Friðrik segist hafa verið kallaður ýmsum nöfnum. Eftir að fjölmiðlar hófu að fjalla um málið segist Friðrik hafi fengið á sig ýmsar stimplanir um rasisma og fordóma í garð útlendinga. „Ég er búinn að enda í fyrirsögnum sem eineltishrotti og fleira í þeim dúr. Mér finnst auðvitað ömurlegt að það að ég sé að benda á raunveruleg vandamál ýti undir einhvers konar fordóma og það er ömurlegt að heiðarlegir og góðir leigubílstjórar frá útlöndum séu að blæða fyrir svarta sauði sem skemma fyrir þeim,“ segir hann. „Ég er búinn að vera lengi í því að fjarlægja af samfélagsmiðlunum mínum allt sem er einhver rasismi og hef lokað fyrir kommentakerfin af því að ég vil ekki ýta undir slíkt. En á endanum er ekki hægt að þegja bara yfir hlutum sem eru raunverulega að gerast.“ „Gjörsamlega allt farið úr böndunum“ Friðrik segir allt hafa breyst á undanförnum árum á íslenskum leigubílamarkaði. Hingað hafi komið menn með allt aðrar hugmyndir um viðskiptasiðferði og hegðun gagnvart kollegum og viðskiptavinum. „Ef við tökum bara leigubílastæðið í Keflavík sem ég hef þekkt í mörg ár, þá hefur gjörsamlega allt farið úr böndunum þar á undanförnum árum. Hluti af erlendu bílstjórunum hafa gjörsamega valtað yfir okkur sem höfum verið þarna í gegnum tíðina og það er enga hjálp að fá frá Isavia sem á að vera með eftirlit þarna,“ segir Friðrik. Hann telur hlutina hafa breyst þegar ný heildarlög um leigubifreiðaakstur tóku gildi 2023 „þannig að nánast hver sem er gat farið að keyra leigubíl“. „Það eru námskeið í Mjódd sem þurfti alltaf að taka og manni fannst þetta vera hálfgert peningaplokk, en núna sér maður mikilvægi þess að það geti ekki bara hver sem er farið í þetta. Þarna voru stimplaðir inn í okkur ákveðnir hlutir varðandi viðskiptasiðferði, framkoma við kúnna og samskipti okkar á milli og fleira þar fram eftir götunum,“ segir hann. „Það er svo margt sem getur gerst í leigubílum þar sem bílstjórnarnir þurfa að kunna að eiga við aðstæðurnar. En samkvæmt nýju lögunum fengu þeir að halda þessi námskeið áfram í tvö ár á íslensku þó að 95 prósent af þeim sem sætu námskeiðin skyldu ekkert í tungumálinu. Þeir eru líkamlega til staðar, en skilja ekkert hvað þarna fer fram. Ökuskólinn í Mjódd ætti að geta kvittað undir þessar tölur,“ segir Friðrik. Friðrik segist sjálfur ekki þola rasisma en á sama tíma sé ekki hægt að þegja yfir hlutum sem raunverulega eigi sér stað. „Ég er gamall réttlætisriddari og hef alltaf stutt við það að fólk frá öðrum menningarheimum fái að koma hingað og búa á Íslandi og byrja hér nýtt líf. En við verðum að sjá til þess að hlutirnir séu gerðir á réttan hátt,“ segir Friðrik. „Þegar hingað koma menn frá allt öðrum menningarheimum með allt annað viðskiptasiðferði getum við ekki verið barnaleg og látið bara hvað sem er viðgangast. Þeir eru komnir með leigubílamenninguna frá heimalandinu til Íslands án þess að aðlagast neinu. Í Keflavík er þetta oft fyrsta snerting ferðamanna við landið og þá gengur ekki að það byrji á svindli og hegðun sem fellur ekki að gildunum okkar hér,“ segir hann. Friðrik segir að fari maður upp í leigubíl sem ferðamaður í Nígeríu eða Sómalíu sé mjög líklega reynt að svindla á manni. „Við viljum ekki taka þá menningu upp hér, ekki síst þar sem ferðamannaiðnaðurinn er stærsti atvinnuvegur landsins. Fólk er oft óöruggt þegar það lendir á Íslandi og það hvernig Isavia hefur haldið á upplýsingagjöf á flugvellinum og eftirliti er algjörlega galið. Það er ekkert fólk þarna,“ segir Friðrik. „Kippt af götunni strax eftir að ég vakti athygli á þessu“ Friðrik segir allt hafa sprungið í loft upp eftir að RÚV fjallaði um kaffiskúr sem hafði verið breytt í bænahús, þó húsið sé í eigu íslenska ríkisins. „Bænahúsið er gott dæmi um það sem hefur farið úrskeiðis á flugvellinum í Keflavík. Isavia vissi ekkert hvað var í gangi þegar það kemur loksins frétt um að það sé búið að breyta kaffiskúr í eigu ríkisins í bænahús og leigubílstjórum sé bannað að fara inn í skúrinn sem þeir hafa haft aðgang að í öll þessi ár. Það sprakk allt í loft upp þegar þessi frétt fór í loftið um bænahúsið,“ segir Friðrik. Kaffiskúrinn sé ekkert í samanburði við alvarlegri brot. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæm umræða, en við vitum fyrir víst að það er búið að dæma þrjá fyrir að brjóta á kvenfólki í bílunum. Einn braut á sautján ára gamalli stúlku á Reykjanesbrautinni, fyrst var hann dæmdur í tvö ár fyrir það. En hann keyrði um í sextán mánuði með kæruna á bakinu og enginn gerði neitt,“ segir Friðrik. „Svo var annað mál þar sem bílstjóri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli fyrir nauðgunarmál og þar kemur í ljós að það var annar maður sem tók þátt í glæpnum. Þeir rukkuðu svo konuna fyrir farið eftir að hafa brotið á henni,“ segir hann. „Það var ég sem blés þessi mál upp og þegar fólk spyr mig af hverju ég er að gera það sem ég er að gera er það meðal annars til þess að koma í veg fyrir svona hluti. Þessum mönnum var kippt af götunni strax eftir að ég vakti athygli á þessu. Það er ansi margt búið að gerast út af því að ég hef verið heltekinn af þessum málum.” Hægt er að nálgast viðtalið við Taxý Hönter inni á solvitryggva.is og horfa á það hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva Leigubílar Samfélagsmiðlar Isavia Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Claudia Cardinale er látin Lífið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Ógleymanlegar skíðaferðir með Bændaferðum Lífið samstarf Fleiri fréttir Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Sjá meira