Orkuskipti

Fréttamynd

Hafa á­hyggjur af fjár­mögnun lofts­lagsað­gerða stjórn­valda

Nauðsynlegt er að ráðast í ítarlega greiningu á áhrifum loftslagsaðgerða stjórnvalda til þess að hægt sé að forgangsraða þeim, að mati verkefnisstjórnar stjórnvalda sem lýsir áhyggjum af fjármögnun aðgerðanna. Forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eiga að draga úr losun um ríflega hálfa milljón tonna koltvísýrings næsta hálfa áratuginn.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land sagt meðal ríkja sem mót­mæla út­vatnaðri á­lyktun COP30

Ágreiningur ríkir nú um orðalag lokaályktunar loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Brasilíu þar sem svo virðist að hvergi verði minnst á nauðsyn þess að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Tæplega þrjátíu ríki mótmæltu áformum gestgjafanna harðlega í gærkvöldi, Ísland þeirra á meðal.

Erlent
Fréttamynd

Feta ein­stigi milli metnaðar og raun­sæis í lofts­lags­mark­miði

Markmið íslenskra stjórnvalda um samdrátt í losun er krefjandi en þau reyna að finna jafnvægi á milli raunsæis og metnaðar, að sögn loftslagsráðherra. Samningamenn Íslands á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna hafi farið að heiman með þau skilaboð að krefjast afgerandi samdráttar í losun.

Innlent
Fréttamynd

Tæki­færin í orku­skiptunum

Íslenskt samfélag er, og hefur verið, á miklu vaxtar- og framfaraskeiði undangengin ár og áratugi. Þær hröðu breytingar sem hafa verið á samfélaginu og gerð þess, auk þeirra stóru hnattrænu áskorana sem við stöndum frammi fyrir, kalla á nýja hugsun og stóraukið samstarf samfélagslegra stoðeininga.

Skoðun
Fréttamynd

Hár flutnings­kostnaður raf­orku „mesta ógnin“ við sam­keppnis­hæfni Ís­lands

Sá rammi sem Landsneti er settur samkvæmt lögum er „orðinn skakkur“ með þeim afleiðingum að flutningskostnaður raforku hefur nærri tvöfaldast á fáeinum árum og er núna, að mati forstjóra Landsvirkjunar, sennilega „mesta ógnin“ við samkeppnishæfni Íslands. Hann kallar eftir breytingum á þeim forsendum sem ákvarða leyfða arðsemi Landsnets og varar við því að óvissa um þróun flutningskostnaðar ásamt spám um áframhaldandi verðhækkanir á komandi árum muni hafa „mjög neikvæð áhrif“ á vilja áhugasamra viðskiptavina að gera raforkusamninga.

Innherji
Fréttamynd

Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra

Fjármálaráðherra leggur til að vörugjald á nýjum bílum sem ganga fyrir hreinni íslenskri orku verði fellt niður á næsta ári. Niðurfellingin nær þá til raf-, metan- og vetnisbíla. Samhliða á að hækka vörugjald sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Eru Ís­lendingar feigir? Olíu­vinnsla!

Undanfarna daga hafa Viðskiptaráð og fleiri aðilar hvatt til olíuleitar á Drekasvæðinu. Alltaf stingur sá draugur upp kollinum þegar maður loksins heldur að það sé endanlega búið að kveða hann í kútinn.

Skoðun
Fréttamynd

Leitin skili tekjum í ríkis­sjóð þó það finnist ekki olía

Viðskiptaráð segir að olíuleit á Drekasvæðinu geti skilað gífurlegum verðmætum ef olía finnst á svæðinu. Óháð því hvort olía finnst í vinnanlegu magni geti leitin skilað tekjum í ríkissjóð fyrir leyfisgjöld sérleyfishafa. Gert er ráð fyrir í útreikningum Viðskiptaráðs að vinnsla olíu geti hafist eftir 16 til 18 ár, það er 2041-2043.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rafmagnsflugvél reynd í á­ætlunar­flugi í Noregi

Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum.

Erlent
Fréttamynd

Olíu­leit á teikni­borðinu og býst við tíðindum í vetur

Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stærsti olíu- og gas­fundur olíurisa í 25 ár

Breska orkufyrirtækið BP, þriðja stærsta orkufyrirtæki heims, hefur tilkynnt um stærsta olíu- og gasfund þeirra á þessari öld við austurströnd Brasilíu. Fundurinn er sá stærsti hjá fyrirtækinu síðan gaslindir við Shah Deniz í Kaspíahafi voru uppgötvaðar 1999.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fyrsta raf­knúna flug­vélin í dönsku innan­lands­flugi

Flug lítillar rafmagnsflugvélar í gær frá Sønderborg á sunnanverðu Jótlandi til Kaupmannahafnar þykir marka þáttaskil í dönsku flugsögunni. Fullyrt er að þetta teljist fyrsta græna innanlandsflugið í Danmörku á flugvél sem eingöngu er rafknúin.

Erlent
Fréttamynd

Ætla að knýja Flat­ey með sólar­orku

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra og forstjóri Orkubús Vestfjarða undirrituðu í gær samning um orkuskipti í Flatey á Breiðafirði. Samningurinn leggur grunninn að nýtingu fjölbreyttra endurnýjanlegra orkugjafa í raforkukerfi eyjarinnar og mun um leið draga verulega úr notkun jarðefnaeldsneytis við framleiðslu raforku.

Innlent
Fréttamynd

Raf­bíllinn er ekki bara um­hverfis­vænn – hann er líka hag­kvæmari

Umræðan um orkuskipti í samgöngum snýst oft um umhverfisáhrif, losun gróðurhúsalofttegunda og loftgæði. Allt eru þetta mjög mikilvæg sjónarmið en stundum gleymist hversu stórt hlutverk kostnaður spilar þegar fólk íhugar að skipta úr brunabíl (eins og ég vil kalla bensín- og díselbíla) í rafbíl.

Skoðun
Fréttamynd

Olíumjólk

Mjólk er góð og verður á endanum að ótal mismunandi gæðavörum. Grunnvaran sem allir þekkja er mjólkurferna sem innheldur einn lítra af næringarríkum prótínvökva.

Skoðun
Fréttamynd

Er garðurinn þinn al­veg grænn?

Til að standast skuldbindingar Íslands varðandi útblástur gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030, þarf hreinlega að snarminnka brennslu á olíu á öllum sviðum. Þó að vegasamgöngur vegi mest í þessari brennslu þá leynast smábrunar víða sem auðvelt er að minnka.

Skoðun
Fréttamynd

Yfir­gefa Sví­þjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar

Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug.

Erlent