Orkuöryggi sagt standa tæpt gangi ný orkuspá eftir Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 11:20 Stór áform eru um landeldi á Suðurlandi, meðal annars við Þorlákshöfn. Þau gætu allt að þrefaldað jarðvarmanotkun á næstu áratugum samkvæmt nýrri orkuspá. Vísir/Arnar Halldórsson Tvísýnt er um hvort framboð á raforku mæti eftirspurn á þessum áratug ef ný orkuspá stjórnvalda gengur eftir. Orkuskipti ganga hægar en áður var gert ráð fyrir, mikil óvissa er um notkun stórnotenda og verulegri aukningu er spáð í notkun jarðvarma. Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð. Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk „Algjört siðleysi“ Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Sjá meira
Ný spá um þróun raforku, jarðvarma og orkuskipta fyrir tímabilið 2025 til 2030 var kynnt í morgun. Þar kemur meðal annars fram að óvíst sé hvort framboð raforku mæti eftirspurn til ársins 2030. Ekki sé þannig mikið svigrúm fyrir vöxt í raforkunotkun. Spáin miðar aðeins við þær virkjanir sem búið er að samþykkja. Hún tekur ekki tillit til slæmra vatnsára sem geta takmarkað framleiðslu vatnsaflsvirkjana og ekki heldur takmarkana í flutningskerfinu. Þá er töluverð óvissa um virkjanirnar vegna kærumála og leyfisveitingarmála. „Frekari ákvarðanir stjórnvalda þurfa að vera teknar til framboðar því ef að spáin raungerist stendur orkuöryggi tæpt,“ sagði Hanna Björg Konráðsdóttir, sviðsstjóri Raforkueftirlitsins, þegar spáin var kynnt í Hörpu. Stefnir ekki í að losunarmarkmið stjórnvalda náist Orkuskipti hafa gengið hægar en áður var gert ráð fyrir þótt árangur sé byrjaður að sjást í vegasamgöngum á landi. Svonefnd háspá, þar sem gert er ráð fyrir miklum aðgerðum, gerir ráð fyrir að jarðefnaeldsneyti verði fasað nær alveg út en fiskiskipaflotinn standi þá eftir. Í flugi og í skipasiglingum eru orkuskipti ekki hafin en bætt orkunýtni er sögð hafa skilað einhverjum árangri. Gert er ráð fyrir að losun í millilandaflutningum aukist á tímabili spárinnar. Þrátt fyrir afmarkaðan árangur er ekki útlit fyrir að markmið og skuldbindingar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030 náist án frekari aðgerða. Allt að sjötíu prósent vöxtur í jarðvarma Fiskeldi á landi gætu stóraukið jarðvarmanotkun á næstu árum. Uppbygging þess á Suðurlandi og Reykjanesi er talin kalla á rúmlega þreföldun í jarðvarmanotkun næstu tíu árin. Þannig gæti jarðvarmi vaxið um fjörutíu til sjötíu prósent næstu tíu árin eftir mannfjöldaþróun og hvernig ferðamannastraumurinn verður til landsins. Framleiðsla rafeldsneyti gæti aukið orkuþörfina Rafbílavæðingin er sögð kalla á hóflega aukningu í raforkuþörf, um hálfa teravattstund til ársins 2030. Til samanburðar er heildarnotkun á Íslandi um tuttugu teravattstundir. Raforkuþörfin verður hins vegar töluvert meiri ef svonefnt rafeldsneyti verður framleitt á Íslandi að einhverju marki. Hlutur álveranna í rafmagnsnotkun fer lækkandi hvort sem litið er til grunn- eða háspár. Hún gæti verið komin innan við helming notkunarinnar ef gagnavera og landeldi auka verulega við sig. Fréttin verður uppfærð.
Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Orkuskipti Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk „Algjört siðleysi“ Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Sjá meira