Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 14:22 Reikna má með því að verð á jarðefnaeldsneytisknúnum fólksbílum hækki eftir áramót ef tillögur fjármálaráðherra um vörugjöld verður að veruleika. Vísir/Vilhelm Óvenjumargir fólksbílar voru nýskráðir í nóvember og tengir Bílgreinasamband Íslands það við boðaða hækkun á vörugjaldi á jarðefnaeldsneytisknúnar bifreiðar. Breytingin muni líklega auka hlutfall hreinorkubíla á kostnað jarðefnaeldsneytisknúinna. Rúmlega fjórtán hundruð fólksbílar voru nýskráðir í nóvember samkvæmt tölum sambandsins. Það er hátt í þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá drógust þær verulega saman frá árinu 2023, um rúmlega sextíu prósent. Nýskráningar í nóvember árin 2022 og 2023 voru tæplega 1.300. Sambandið rekur aukninguna nú mögulega til tillagna fjármálaráðherra um hækkun vörugjalda á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október. Reynslan sýni að þegar slíkar hækkanir hafi verið boðaðar færist hluti fyrirhugaðra bílakaupa fram í tíma, áður en hækkanir taka gildi. Tillaga fjármálaráðherra nú valdi verulegum hækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hefðbundna bensín- og dísil bíla og minni vörubifreiðar. Óvíst hvenær áhrifin koma fram Á hinn bóginn muni verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. „Til framtíðar má gera ráð fyrir að breytingarnar leiði til breytinga á samsetningu nýskráðra fólksbíla m.t.t. orkugjafa, með lægra hlutfalli tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hefðbundinna bensín- og dísilbíla á sama tíma og hlutfall hreinorkubíla eykst,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Óvíst sé þó hvenær þessi þróun sjáist skýrt í tölum um nýskráningar. Óljóst sé hvenær nýskraningar allra þeirra fólksbíla sem búist sé við í árslok eigi sér stað og þá sé ekki víst að tölur næsta árs verði að fullu marktæktar þar sem kaup á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti séu líkleg til að færast frá næsta ári til ársins í ár. Tæplega tveir af hverjum þremur rafbílar Einstaklingar skráðu 61 prósent fleiri fólksbíla í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Tæplega tveir af hverjum þremur þeirra voru alfarið knúnir rafmagni en tæplega fimmtungur var tengiltvinnbílar. Hlutfall bíla sem ganga að öllu leyti eða hluta fyrir rafmagni var svipað hjá almennum fyrirtækjum, öðrum en bílaleigum. Um 57 prósent nýskráðra bíla þeirra í nóvember voru hreinir rafbílar en 22 prósent tengiltvinnbílar. Sem fyrr ganga orkuskipti hægast fyrir sig hjá ökutækjaleigunum en þær stóðu fyrir 44 prósent allra nýskráninga fólksbíla í mánuðinum. Algengustu nýskráðu bílaleigubílarnir voru tvinnbílar en þar á eftir tengiltvinnbílar. Tæplega þriðjungur þeirra voru bensín- eða dísilbílar. Hlutdeild hreinna rafbíla var svipuð og dísilbíla. Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Rúmlega fjórtán hundruð fólksbílar voru nýskráðir í nóvember samkvæmt tölum sambandsins. Það er hátt í þrefalt fleiri en í sama mánuði í fyrra en þá drógust þær verulega saman frá árinu 2023, um rúmlega sextíu prósent. Nýskráningar í nóvember árin 2022 og 2023 voru tæplega 1.300. Sambandið rekur aukninguna nú mögulega til tillagna fjármálaráðherra um hækkun vörugjalda á ökutæki sem ganga að hluta eða öllu leyti fyrir jarðefnaeldsneyti sem voru kynntar í október. Reynslan sýni að þegar slíkar hækkanir hafi verið boðaðar færist hluti fyrirhugaðra bílakaupa fram í tíma, áður en hækkanir taka gildi. Tillaga fjármálaráðherra nú valdi verulegum hækkunum á tvinnbíla, tengiltvinnbíla, hefðbundna bensín- og dísil bíla og minni vörubifreiðar. Óvíst hvenær áhrifin koma fram Á hinn bóginn muni verð hreinna rafbíla ýmist hækka eða lækka eftir því hvort vegi þyngra í heildarverði þeirra, lægri rafbílastyrkur eða niðurfelling fimm prósenta vörugjalds. „Til framtíðar má gera ráð fyrir að breytingarnar leiði til breytinga á samsetningu nýskráðra fólksbíla m.t.t. orkugjafa, með lægra hlutfalli tvinnbíla, tengiltvinnbíla og hefðbundinna bensín- og dísilbíla á sama tíma og hlutfall hreinorkubíla eykst,“ segir í tilkynningu Bílgreinasambandsins. Óvíst sé þó hvenær þessi þróun sjáist skýrt í tölum um nýskráningar. Óljóst sé hvenær nýskraningar allra þeirra fólksbíla sem búist sé við í árslok eigi sér stað og þá sé ekki víst að tölur næsta árs verði að fullu marktæktar þar sem kaup á bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti séu líkleg til að færast frá næsta ári til ársins í ár. Tæplega tveir af hverjum þremur rafbílar Einstaklingar skráðu 61 prósent fleiri fólksbíla í nóvember en í sama mánuði í fyrra. Tæplega tveir af hverjum þremur þeirra voru alfarið knúnir rafmagni en tæplega fimmtungur var tengiltvinnbílar. Hlutfall bíla sem ganga að öllu leyti eða hluta fyrir rafmagni var svipað hjá almennum fyrirtækjum, öðrum en bílaleigum. Um 57 prósent nýskráðra bíla þeirra í nóvember voru hreinir rafbílar en 22 prósent tengiltvinnbílar. Sem fyrr ganga orkuskipti hægast fyrir sig hjá ökutækjaleigunum en þær stóðu fyrir 44 prósent allra nýskráninga fólksbíla í mánuðinum. Algengustu nýskráðu bílaleigubílarnir voru tvinnbílar en þar á eftir tengiltvinnbílar. Tæplega þriðjungur þeirra voru bensín- eða dísilbílar. Hlutdeild hreinna rafbíla var svipuð og dísilbíla.
Vistvænir bílar Bílar Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar, tollar og gjöld Orkuskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira