Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. september 2025 13:20 Gestur Pétursson er forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar sem yfirfer nú rannsóknargögn frá því síðast var leitað að olíu á Drekasvæðinu. Veitur/Getty Forstjóri umhverfis- og orkustofnunar segir best að stofnunin klári að yfirfara gögn frá því síðast var leitað að olíu á drekasvæðinu áður en ákvarðanir verði teknar um frekari leit. Viðskiptaráð hefur hvatt stjórnvöld til að bjóða út leyfi, þar sem möguleiki sé á miklum ávinningi fyrir ríkissjóð. Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands birti í gær nýja úttekt þar sem stjórnvöld eru hvött til að bjóða út sérleyfi til olíuleitar og vinnslu á Drekasvæðinu. Þar kemur fram að olíufundur geti haft í för með sér ríkulegan ávinning og að skatttekjur gætu numið 51 til 102 milljónum á hvern íslenskan ríkisborgara. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagráðherra hefur sagt að umræða um olíuleit þurfi að byggjast á gögnum staðreyndum í stað getgáta. Áhugasamir geti sent umsókn um leit til Umhverfis- og orkustofnunar, án þess að ríkið ráðist í sérstakt útboð. Enn að meta gögnin Forstjóri Umhverfis- og orkustofnunar segir úttektina aðeins eitt af fjölmörgum gögnum sem undir séu í vinnu stofnunarinnar. „Okkar hlutverk er í sjálfu sér að leggja mat á faglegu gögnin sem liggja til grundvallar. Hitt er meira svona skoðun hagsmunaaðila,“ segir Gestur Pétursson, forstjóri umhverfis- og orkustofnunar. Verið sé að yfirfara faglegu gögnin frá því síðast var leitað að olíu, en síðasti aðilinn af þremur sem hlutu sérleyfi til rannsókna á Drekasvæðinu árið 2012 skilaði inn leyfinu árið 2018. Síðan þá hefur ekki verið leitað á svæðinu. Faglegu gögnin eru rannsóknargögn sem leyfishafar afhentu í sjálfu ferlinu. Lögin séu skýr Gestur segir að sérstakst útboðs sé ekki þörf, þrátt fyrir hvatningu Viðskiptaráðs, þar sem hægt sé að sækja um leyfi. „Lögin í dag eru mjög skýr, og mér vitanlega hefur ekkert breyst í langan tíma hvað þau varðar.“ Gestur telur fara best á því að stofnunin klári sína faglegu vinnu áður en næstu skref verði ákveðin. „Eins og hefur komið fram þá óskaði ráðherra og ráðuneytið eftir því að við myndum fara yfir öll gögn og birta síðan niðurstöðu úr þeim gögnum.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Orkumál Umhverfismál Loftslagsmál Orkuskipti Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Sjá meira