Kórar

Fréttamynd

Drengjakór Reykjavíkur með 30 ára afmælistónleika

Það stendur mikið til hjá Drengjakór Reykjavíkur því kórinn er að fara að halda upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum. Tónleikarnir áttu reyndar að vera fyrir tveimur árum en út af Covid hefur ekki verið hægt að halda þá fyrr en nú. Sextán drengir á aldrinum átta til fimmtán ára syngja með kórnum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaði 14 ára að syngja með Karlakór Hreppamanna

Jómundur Atli Bjarnason, sem var 14 ára þegar honum bauðst að syngja með Karlakór Hreppamanna var ekki lengi að slá til og segja já. Nú er hann nýorðinn 15 ára og er að að syngja á sínum fyrstu vortónleikum. 62 ár eru á milli hans og elsta kórfélagans.

Innlent
Fréttamynd

Útgáfurisinn Universal gefur út íslenska kórtónlist

Útgáfurisinn Universal hefur nýverið gefið út plötuna Vökuró í samstarfi við dömukórinn Graduale Nobili. Platan er gefin út undir formerkjum Decca plötuútgáfu Universal. Í þessu felst gríðarlega mikil útrás fyrir íslenska kórtónlist, sem sífellt er að verða vinsælli erlendis.

Albumm
Fréttamynd

Stanslaust stuð á kóranámskeiðum í Selfosskirkju

Kóranámskeið fyrir börn í fyrsta og öðrum bekk hafa slegið í gegn í Selfosskirkju en þar er verið að þjálfa börnin upp áður en þau fara í barnakór kirkjunnar næsta vetur. Námskeiðiðin byggja á tónlistarleikjum og miklum söng.

Innlent
Fréttamynd

Auður Perla Svans­dóttir er látin

Auður Perla Svansdóttir, matvælafræðingur og formaður Mótettukórsins, er látin, 52 ára að aldri. Hún lést á Landspítalanum 6. janúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Fluttu verkið við gosstöðvarnar

Óháði kórinn flutti tónverkið Drunur - Lýsingar úr Kötlugosi eftir tónskáldið og dagskrárgerðarmanninn Friðrik Margrétar Guðmundsson við gosstöðvarnar í gærkvöldi og var flutningurinn tekin upp á myndband.

Lífið
Fréttamynd

Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju

Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar.

Menning
Fréttamynd

Syngja saman á sautján einbreiðum brúm

Laugardaginn 13. júní 2020 verður merkilegur í starfi Kvennakórs Hornafjarðar en þá ætla konurnar í kórnum að syngja á sautján einbreiðum brúm í Austur Skaftafellssýslu, eða frá morgni til kvölds.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.