Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 20. maí 2025 13:01 Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Kórar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Ég hef lært í gegnum tíðina að margt sem sagt er eða ritað, sé alls ekki þess virði að ljá því vængi með frekari umfjöllun eða andsvörum. Sumt af því sem fellur í þann flokk getur hins vegar verið svo yfirgengilegt, ósanngjarnt, ómaklegt og særandi að ómögulegt er að láta kyrrt liggja. Þetta á við um gagnrýni Jónasar Sen á flutninginn á Carmina Burana í Hörpu síðastliðið föstudagskvöld, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar. Í þeim flutningi tóku tveir kórar þátt, Söngfélagið og Kór Akraneskirkju. Snobb á snobb ofan Margir innan kórasamfélagsins hafa eðlilega brugðist ókvæða við þessari gagnrýni, sem ekki er til nokkurs gagns - heldur þvert á móti. Um það bil þriðjungur gagnrýnispistils Jónasar fer í það að tæta í sig áhugamannakóra og söngvara þeirra. Þar æðir Jónas áfram fullur fordóma og einhverrar undarlegrar fyrirlitningar - baðaður í snobbi þess, sem telur sig hærra settan. Ekki ætla ég að elta ólar við allt bullið sem þar kemur fram, en ég get fullvissað Jónas um það að fæstir söngvarar áhugamannakóra líta á sig sem” listamenn” og í kórferðum nútímans er ekki drukkið meira en gerist og gengur í öðrum hópferðum. Ekki er heldur drukkið úr plastglösum, né sofið á í dýnum í íþróttasölum. Ekki þar fyrir, að það væri eitthvað sérstaklega athugavert við það. Kórar bæta heilsu og auka samstöðu Á Íslandi er óvenjulega mikið af kórum miðað við höfðafjölda og eru flestir þeirra svokallaðir áhugamannakórar. Þeir leggja að sjálfögðu mismikinn metnað í sitt starf, enda geta flestir fundið sér kór við hæfi, miðað við getu og persónuleg markmið. Verkefnavalið er misjafnt, en rétt að geta þess að ekkert verk er til, sem áhugamannakórar mega ekki glíma við! Þessum kórum er flestum stjórnað af frábærum, hámenntuðum listamönnum, sem örugglega fá flestir minna greitt fyrir sín störf, en efni standa til. Þar ríður oft ástríðan ríkjum sem og meðvitund fyrir þeim töfrum sem skapast í kórstarfi. Í öllum þessum kórum má finna þverskurð samfélagsins sem við búum í. Þar leggur fólk af öllum kynjum frá sér sín daglegu störf, hver sem þau eru og syngur með félögum sínum á jafnréttisgrundvelli. Þannig eflir kórastarf beinlínis samstöðu og samvinnu og vinnur gegn þeirri skautun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Auk þess hefur það verið sannað að söngur hefur góð áhrif á heilsuna, vinnur gegn streitu og alls kyns lífsstílssjúkdómum, örvar heilastarfsemi og samhæfingu. Það hangir heldur enginn á samfélagsmiðlum á kóræfingu. Því má færa fyrir því sterk rök að kórastarf sé mikilvægt lýðheilsumál. Mikilvægt samfélagslegt hlutverk Áhugamannakórar gegna auk þess mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Þeir syngja við trúarlegar athafnir, á hátíðisdögum, á skemmtunum og víða annars staðar. Langoftast fer þessi söngur fram í sjálfboðavinnu kórfélaga. Það má því fullyrða að menningarlífið yrði víða fátæklegra ef þeirra nyti ekki við. Hilmar Örn Sjálf hef ég sungið í kórum meira en hálfa ævina, undir leiðsögn frábærra kórstjóra, sem allir hafa auðgað líf mitt. Nú er ég félagi í Kór Akraneskirkju og Kammerkórsins Rastar, undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar, sem er stórkostlegur listamaður. Hann er einstakur fagmaður með mikla reynslu, sprúðlandi af hugmyndum sem hann hefur kjark til að koma í framkvæmd. Hann býr til hvert listaverkið á fætur öðru, jafnvel þó uppistaðan í kórhópunum sé miðaldra fólk og oft rúmlega það. Enginn syngur í vondu skapi Það er sagt að það geti enginn verið syngjandi í vondu skapi. Söngurinn kallar fram jákvætt viðhorf, bros og vellíðan. Ætli Jónas Sen sé í kór? Efast reyndar um það og því ráðlegg ég honum að ganga í kór. Ég er viss um að hann hefði gott af því. Höfundur er söngvari í áhugamannakórum.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun