HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi

Fréttamynd

FIFA rannsakar þjálfara HM-liðs Sambíu

Alþjóða knattspyrnusambandið hefur hafið rannsókn á framkomu þjálfara kvennalandsliðs Sambíu en liðið var meðal þátttökuliða á HM í fótbolta í Ástralíu og Nýja Sjálandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Hópsöfnun fyrir HM en eru nú komnar í 16-liða úrslit

Jamaíka gerði sér lítið fyrir og sló út Brasilíu á HM kvenna í fótbolta í dag, þegar liðin gerðu markalaust jafntefli í lokaumferð F-riðils. Stigið dugði Jamaíku til að fylgja Frakklandi sem vann riðilinn með 6-3 sigri á Panama.

Fótbolti
Fréttamynd

Bandaríkin stálheppin að fylgja Hollandi

Holland tryggði sér sigur í E-riðli á HM kvenna í fótbolta í dag, með stórsigri gegn Víetnam, en Bandaríkin voru stálheppinn að falla ekki úr keppni í viðureign sinni við Íslandsbanana í Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Japan valtaði yfir Spán og mætir Noregi

Japan rúllaði með afar sannfærandi hætti yfir Spán, 4-0, í lokaumferð C-riðils HM kvenna í fótbolta. Bæði liðin fara þó áfram í 16-liða úrslitin eins og ljóst var fyrir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Horfði á mörkin sín og komst svo á toppinn

Norska landsliðskonan Sophie Román Haug varð í gær ein af markahæstu leikmönnum HM í fótbolta í Eyjaálfu þegar hún skoraði þrennuna sína í 6-0 sigrinum gegn Filippseyjum, sem kom Noregi áfram í 16-liða úrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Komið að ögurstundu fyrir Noreg

Norska landsliðið gæti verið á heimleið af Heimsmeistaramóti kvenna eftir daginn í dag. Ekkert nema sigur gegn Filipseyjum dugar þeim mögulega til að komast áfram úr A-riðli.

Fótbolti
Fréttamynd

Jamaíka vann sinn fyrsta sigur í sögu HM

Jamaíka vann Panama með einu marki gegn engu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í dag. Þetta var fimmti leikurinn í sögunni sem kvennalið þjóðarinnar spilar á HM og sigurinn því sögulegur.

Fótbolti
Fréttamynd

Frakkar á toppi F-riðils eftir sigur gegn Brasilíu

Frakkland vann Brasilíu 2-1 í æsispennandi leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Frakkland er á toppi F-riðilsins eftir úrslitin. Með sigri hefði Brasilía getað tryggt sig í 16-liða úrslitin en nú er allt mögulegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Svíar í sextán liða úrslit eftir stórsigur á Ítölum

Svíþjóð gerði sér lítið fyrir og vann Ítalíu 5-0 á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Þær sænsku komust í þriggja marka forystu rétt fyrir hálfleik og bættu svo tveimur mörkum við í þeim síðari. Þær eru því komnar í sextán liða úrslit og mæta Bandaríkjunum, Hollandi eða Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Argentínsk endurkoma

Argentína á enn möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslit á HM í fótbolta kvenna eftir að hafa komið til baka og náð jafntefli gegn Suður-Afríku. Lokatölur 2-2.

Fótbolti