Rafhlaupahjól

Fréttamynd

„Ég er heppin að vera á lífi“

Framhaldsskólakennari á Akureyri höfuðkúpu-, kinnbeins- og kjálkabrotnaði þegar hún féll af rafhlaupahjóli á dögunum undir áhrifum áfengis. Hún segist sannarlega ætla að læra af asnaskap sínum.

Innlent
Fréttamynd

Raf­hlaupa­hjóla­þjófur gómaður

Það var nokkuð um þjófnað og innbrot ef marka má dagbók lögreglu fyrir gærkvöldið. Lögreglunni var tilkynnt um einstakling sem bar nokkur rafmagnshlaupahjól inn í húsnæði. Hjólin reyndust vera þýfi og voru haldlögð af lögreglunni. 

Innlent
Fréttamynd

Fær engar bætur eftir á­rekstur við barn

Reiðhjólakona fær engar bætur eftir slys þegar fimmtán ára drengur ók hana niður rafhlaupahjóli. Drengurinn var á 25 kílómetra hraða á klukkstund á gangstétt þegar hann skall saman við konuna, sem var á tíu kílómetra hraða.

Innlent
Fréttamynd

Betra er að deila en að eiga

Þótt Hopp hafi einungis starfað hér á landi í rúm þrjú ár hefur fyrirtækið gjörbreytt hugsunarhætti landsmanna þegar kemur að samgöngum.

Samstarf
Fréttamynd

Hopp komið í Mosó

Rafskútuleigan Hopp og Mosfellsbær undirrituðu í gær samkomulag um að Hopp hefji leigu á skútum í bænum. Þar með geta Mosfellingar loksins nýtt sér þjónustu leigunnar.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnshlaupahjól orsök eldsvoðans

Talið er að eldur sem kviknaði í timburhúsi við Blesugróf í Fossvogi í Reykjavík í gær hafi kviknað út frá rafmagnshlaupahjóli sem var í hleðslu. Þetta er niðurstaða tæknideildar lögreglu sem rannsakaði vettvang brunans í dag en húsið er nú gjörónýtt.

Innlent
Fréttamynd

Fjarlægði hraðatakmarkara fyrir banaslys

Hraðatakmarkari rafhlaupahjóls, sem ekið var á rafknúið bifhjól í banaslysi við Sæbraut fyrir tæpum tveimur árum, hafði verið aftengdur fyrir slysið. Bifhjólinu var ólöglega ekið á hjólastígnum.

Innlent
Fréttamynd

Allt er breytingum háð - fögnum til­komu raf­magns­hlaupa­hjólanna

Eftir því sem borgir um allan heim verða aðþrengdari af bílaumferð, og mengun orðið stöðugt meira íþyngjandi fyrir íbúa, hefur það orðið sífellt mikilvægara að finna og bjóða upp á vistvæna og skilvirka ferðamáta. Rafmagnshlaupahjól hafa komið fram sem lausn á þessu vandamáli. Þau eru vinsæl ogveitia margvíslegan ávinning fyrir samfélagið, lýðheilsu íbúa, umhverfið og dýralífið.

Skoðun
Fréttamynd

Hopp fer í leigubílarekstur

Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti

Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma.

Skoðun
Fréttamynd

Hrasaði á hlaupahjóli og hrækti á lögreglu

Karlmaður búsettur á Akureyri þarf að dúsa í níutíu daga fangelsi eftir að hann hrækti á og kleip lögreglumenn í júní 2021. Lögreglumennirnir höfðu afskipti af honum eftir að hann hafði hrasað ölvaður á rafhlaupahjóli.

Innlent
Fréttamynd

24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn

„Ég var með einn gaffal, einn hníf, einn disk og örbylgjuofn. Ég vaskaði upp þegar að ég fór í sturtu í áhaldageymslunni í kjallaranum,“ segir Eyþór Máni Steinarsson framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hopp rafhlaupahjólaleigunnar þegar hann rifjar upp fyrstu misserin sín í Reykjavík. Þá rétt að verða 16 ára, á leigumarkaði og í skóla.

Atvinnulíf
Fréttamynd

35 prósent Reykvíkinga nota rafhlaupahjól

Rúm 35 prósent Reykvíkinga, 18 ára og eldri, nota rafhlaupahjól. Sambærilegt hlutfall fyrir tveimur árum var 19 prósent. Notkun á rafhlaupahjólum er mest meðal fólks á aldrinum 18-34 ára. Þá nota karlar rafhlaupahjól í meira mæli en konur. Ríflega einn af hverjum 10 notar rafhlaupahjól vikulega eða oftar og er notkunin mest á meðal íbúa í Miðborg/Vesturbæ og Hlíðum og Laugardal.

Innlent
Fréttamynd

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Baróns­stíg

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

Innlent