Nokkur orð um rafskútur Hjalti Már Björnsson skrifar 1. nóvember 2023 20:00 Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu. Við þurfum að skoða leiðir til að draga úr þessum slysum en í umræðunni þykir mér rétt að leggja áherslu á eftirfarandi: Ein helsta ástæðan fyrir því að rafskútur eru nauðsynleg viðbót við samgöngur í þéttbýli á Íslandi er hversu takmarkaðar almenningssamgöngur eru í boði. Því held ég að sú bylting sem verður með tilkomu Borgarlínu muni fækka þessum slysum. Flýta þarf uppbyggingu Borgarlínunnar og annarra almenningssamgangna. Umtalsverður hluti rafskútuslysa verða vegna ölvunar, þar er vandamálið áfengi, ekki rafskútan. Ég sé mörg sem slasa sig af því að ganga niður tröppur undir áhrifum áfengis, það er samt engin ástæða til að banna tröppur. Ólíkt ölvunarakstri á bíl valda þau sem lenda í slysum á rafskútum sjaldnast áverkum á öðrum. Því er það mín skoðun að ekki sé réttlætanlegt að láta sömu refsingu liggja við ölvunarakstri bíls og að vera ölvaður á rafskútu. Þegar fólk hefur lent í líkamstjóni vegna rangra ákvarðana undir áhrifum áfengis ætti að styðja þau, ekki bæta við refsingu. Ég er sammála því að takmarka hraða á öllum farartækjum þannig að ekki sé hægt að aka þeim hraðar en leyft er á hverjum stað. Hér yrði mesti ávinningurinn af því að hraðatakmarka bílana. Fjöldi banaslysa í umferðinni á Íslandi náði hámarki árið 1977 þegar 33 létust. Síðan þá hefur fjöldi bíla og ekinna kílómetra á ári margfaldast, þrátt fyrir það hefur banaslysum fækkað niður í brot af því sem áður var. Samfélagið lærði á bílinn og þannig náðist slysatíðnin talsvert niður þó hún sé enn há. Hið sama er líklegt að gerist með rafskútur. Samgöngumál þarf alltaf að skoða í víðu samhengi. Fyrir utan hræðilega slysatíðni vegna bíla veldur sá sem notar bíl sjálfum sér heilsutjóni með hreyfingarleysi en sjálfum sér og öðrum heilsutjóni með loftmengun. Áætlað er að tugir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu látist á hverju ári vegna loftmengunar og grípa þarf til róttækra aðgerða til að auka loftgæði, rétturinn til að anda að sér hreinu lofti á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra. Því verður að standa vörð um aðra samgöngumáta en bílinn, þar með talið rafskútur sem valda nánast engri mengun. Bílar eru nauðsynlegir í dreifbýli og þeim sem búa við hreyfiskerðingu. Í þéttbýli eru almenningssamgöngur og reiðhjól besti samgöngumátinn. Höfundur er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rafhlaupahjól Landspítalinn Umferðaröryggi Borgarlína Samgöngur Samgönguslys Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu. Við þurfum að skoða leiðir til að draga úr þessum slysum en í umræðunni þykir mér rétt að leggja áherslu á eftirfarandi: Ein helsta ástæðan fyrir því að rafskútur eru nauðsynleg viðbót við samgöngur í þéttbýli á Íslandi er hversu takmarkaðar almenningssamgöngur eru í boði. Því held ég að sú bylting sem verður með tilkomu Borgarlínu muni fækka þessum slysum. Flýta þarf uppbyggingu Borgarlínunnar og annarra almenningssamgangna. Umtalsverður hluti rafskútuslysa verða vegna ölvunar, þar er vandamálið áfengi, ekki rafskútan. Ég sé mörg sem slasa sig af því að ganga niður tröppur undir áhrifum áfengis, það er samt engin ástæða til að banna tröppur. Ólíkt ölvunarakstri á bíl valda þau sem lenda í slysum á rafskútum sjaldnast áverkum á öðrum. Því er það mín skoðun að ekki sé réttlætanlegt að láta sömu refsingu liggja við ölvunarakstri bíls og að vera ölvaður á rafskútu. Þegar fólk hefur lent í líkamstjóni vegna rangra ákvarðana undir áhrifum áfengis ætti að styðja þau, ekki bæta við refsingu. Ég er sammála því að takmarka hraða á öllum farartækjum þannig að ekki sé hægt að aka þeim hraðar en leyft er á hverjum stað. Hér yrði mesti ávinningurinn af því að hraðatakmarka bílana. Fjöldi banaslysa í umferðinni á Íslandi náði hámarki árið 1977 þegar 33 létust. Síðan þá hefur fjöldi bíla og ekinna kílómetra á ári margfaldast, þrátt fyrir það hefur banaslysum fækkað niður í brot af því sem áður var. Samfélagið lærði á bílinn og þannig náðist slysatíðnin talsvert niður þó hún sé enn há. Hið sama er líklegt að gerist með rafskútur. Samgöngumál þarf alltaf að skoða í víðu samhengi. Fyrir utan hræðilega slysatíðni vegna bíla veldur sá sem notar bíl sjálfum sér heilsutjóni með hreyfingarleysi en sjálfum sér og öðrum heilsutjóni með loftmengun. Áætlað er að tugir einstaklinga á höfuðborgarsvæðinu látist á hverju ári vegna loftmengunar og grípa þarf til róttækra aðgerða til að auka loftgæði, rétturinn til að anda að sér hreinu lofti á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra. Því verður að standa vörð um aðra samgöngumáta en bílinn, þar með talið rafskútur sem valda nánast engri mengun. Bílar eru nauðsynlegir í dreifbýli og þeim sem búa við hreyfiskerðingu. Í þéttbýli eru almenningssamgöngur og reiðhjól besti samgöngumátinn. Höfundur er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar