Neytendur

Hopp hækkar verðið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sæ­unn Ósk Unn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hopp.
Sæ­unn Ósk Unn­steins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hopp. Vísir/Vilhelm

Hopp Ísland hækkaði í dag startgjald í fyrsta sinn síðan rafhlaupahjólaleigan var opnuð árið 2019. Þá hækkar mínútugjald einnig. Framkvæmdastjóri segir hækkunina beina afleiðingu verðbólgu.

Viðskiptavinum Hopp var tilkynnt um hækkunina í dag. Áður var startgjaldið 100 krónur og kostaði mínútan hjá Hopp 36 krónur. Nú hefur startgjaldið verið hækkað í 115 krónur og notkunargjald hverja mínútu er nú 39 krónur.

Segir hækkuninni stillt í hóf

„Hækkunin er bein afleiðing verðbólgu, hækkun á kostnaði aðfanga og launahækkana síðastliðna fjögurra ára,“ segir Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp Reykjavík í skriflegu svari til Vísis.

„Verðbólgan síðan 2019 er samkvæmt verðlagsreiknivél Hagstofunnar 27,8% en hækkun okkar á startgjaldinu því aðeins um 15%. Við ætlum að halda áfram að byggja upp samgöngur, breyta ferðahegðun fólks og gefa fólki val um fjölbreytta og umhvefisvæna ferðamáta og til að gera það þurfum við að aðlaga okkur að því verðlagsumhverfi sem er í dag.“





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×