Besta deild karla

Fréttamynd

Langar helst að spila með liði í Danmörku

Sauðkrækingurinn Rúnar Már Sigurjónsson er nýkominn til landsins en hann hefur verið á ferð og flugi frá því Pepsi-deildinni lauk í sumar. Þessi efnilegi Valsmaður hefur vakið athygli víða um Evrópu og er eftirsóttur. Það er því afar ólíklegt að við sjáum hann í Pepsi-deildinni næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Atli Sveinn aftur heim í KA

Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði Valsmanna, hefur ákveðið að spila næsta sumar með KA í 1. deildinni en hann skrifaði undir tveggja ára samning í morgun. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Veigar Páll: Ekkert öruggt að ég fari í Stjörnuna

Veigar Páll Gunnarsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Stabæk og er á heimleið eftir farsælan níu ára feril sem atvinnumaður. Veigar var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum í morgun þar sem fram kom að ekkert væri ákveðið hvar hann léki á næsta tímabili. Líklegasti áfangastaðurinn væri Stjarnan en þó kæmu önnur lið til greina líka.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jesper Jensen sleit aftur krossband

Danski miðjumaðurinn Jesper Jensen verður ekki með Skagamönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Alexander Scholz: Lokeren virðist henta mér vel

Pepsi-deildarlið Stjörnunnar þarf að horfa á bak góðum manni því samningar hafa tekist um söluna á Dananum Alexander Scholz til Lokeren. Leikmaðurinn heldur utan til Belgíu í dag og mun væntanlega skrifa undir samning við félagið um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég var ekki að ljúga neinu

Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, neitar því að hafa logið til um samskiptin við Tryggva Guðmundsson. Stjórn Blika tók fram fyrir hendur þjálfarans og neitaði að gera Tryggva samningstilboð.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tek tvö ár með trompi

Framarar fengu flottan liðsstyrk í gær þegar hinn 37 ára gamli varnarmaður, Ólafur Örn Bjarnason, skrifaði undir samning við félagið. Hann kemur til liðsins frá Grindavík.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jóhann aftur til Þórs

Jóhann Þórhallsson er genginn í raðir Þórs á Akureyri og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla á næstu leiktíð. Hann gerði tveggja ára samning við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi fór út og ræddi við Veigar Pál

Logi Ólafsson, nýr þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann hitti meðal annars Veigar Pál Gunnarsson og ræddi við hann um að spila með Garðabæjarliðinu næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ætla að hafa liðið mitt klárt fyrir áramót

Pepsi-deildarlið Þórs frá Akureyri fékk fínan liðsstyrk í gær er tveir af betri leikmönnum 1. deildarinnar síðasta sumar sömdu við félagið. Athygli vekur að Bosníumaðurinn Edin Beslija sé farinn norður, en hann kemur frá Víkingi Ólafsvík sem einnig tryggði sér þáttökurétt í Pepsi-deildinni næsta sumar. Þar hefur þessi 25 ára leikmaður verið í algjöru lykilhlutverki síðustu ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Viktor Bjarki samdi við Fram

Viktor Bjarki Arnarsson, gekk í dag frá tveggja ára samning við Fram og mun spila með liðinu í Pepsi-deild karla næsta sumar. Viktor Bjarki hefur spilað með KR undanfarin þrjú sumur. Þetta kom fram á heimasíðu Fram.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Beslija og Tubæk í Þór

Nýliðar Þórs frá Akureyri í Pepsi-deildinni eru byrjaðir að styrkja sig fyrir komandi átök og þeir eru búnir að landa tveimur sterkum leikmönnum sem léku í 1. deildinni síðasta sumar.

Íslenski boltinn