Íslenski boltinn

Jesper Jensen sleit aftur krossband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jesper Holdt Jensen.
Jesper Holdt Jensen. Mynd/Heimasíða ÍA
Danski miðjumaðurinn Jesper Jensen verður ekki með Skagamönnum í Pepsi-deild karla næsta sumar en í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net.

Jensen náði aðeins að spila fjóra leiki með ÍA síðasta sumar og fór meiddur af velli eftir aðeins hálftíma í leik á móti FH 20. september. Það var fyrsti leikur hans í byrjunarliði ÍA í Pepsi-deildinni.

„Við fyrstu skoðun var talið að þetta væri ekkert alvarlegt en síðan er hann búinn að vera að drepast í hnénu. Fyrir nokkrum dögum fór hann í myndatöku og niðurstaðan er að hann er aftur með slitin krossbönd," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA í samtali við Fótbolta.net í dag.

Þetta er í annað skiptið sem Jensen slítur krossband en hann sleit einnig krossband í leik með Stjörnunni á móti Þór 7. ágúst 2011.

Jesper Jensen gerði tveggja og hálfs árs samning við Skagamenn en það er endurskoðunarákvæði í þeim samningi í desember og afar líklegt að Skagamenn segi samningnum upp.

Það er hægt að sjá alla fréttina um Jesper Jensen á fótbolti.net með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×