Íslenski boltinn

Tryggvi segir formann Blika ljúga

Tryggvi í leik með ÍBV.
Tryggvi í leik með ÍBV.
Tryggvi Guðmundsson, leikmaður Fylkis, segir að Einar Kristján Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, segi ósatt varðandi hans mál og Blika.

Einar Kristján sagði í samtali við vefsíðuna 433 að samningar hefðu ekki náðst við Tryggva og þess vegna hefði hann farið í Fylki.

Tryggvi sagði í Boltanum á X-inu 977 nú áðan að þetta væri ekki rétt. Hann hefði aldrei farið í samningaviðræður við Blika og aldrei fengið tilboð frá félaginu.

Tryggvi hafði æft með Blikum upp á síðkastið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×