Íslenski boltinn

Tryggvi sagður á leið í Fylki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson.
Tryggvi Guðmundsson.
Vefsíðan 433.is greinir frá því í kvöld að Tryggvi Guðmundsson muni ganga til liðs við Fylki í Pepsi-deild karla.

Tryggvi lék síðast með ÍBV en ljóst varð í haust að hann myndi ekki spila áfram í Eyjum.

Hann hefur verið orðaður við nokkur lið, nú síðast Fylki og Breiðablik. Samkvæmt 433.is munu stjórnarmenn Breiðabliks hafa komið í veg fyrir að gengið yrði frá samningum við Tryggva og því hafi legið beinast við semja við Árbæinga.

Tryggvi er markahæsti leikmaður efstu deildar hér á landi frá upphafi með 129 mörk. Hann er 38 ára gamall.

Fylkir fékk þá Sverri Garðarsson frá Haukum og Kristján Pál Jónsson frá Leikni fyrr í haust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×