Íslenski boltinn

Fjalar til liðs við Val

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Pjetur
Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson er genginn í raðir Vals frá erkifjendunum í KR. Fjalar gerði þriggja ára samning við Hlíðarendaliðið.

Fjalar kom við sögu í nokkrum leikjum með KR í sumar en þar var hann varamarkvörður fyrir Hannes Þór Halldórsson. Þar áður lék hann lengi með Fylki og Þrótti en einnig með Fram til skamms tíma.

Magnús Gylfason var ráðinn þjálfari Vals nú á haustmánuðunum og hefur hann gert nokkrar breytingar á leikmannahópi liðsins.

Fréttatilkynning Vals:

„Fjalar Þorgeirsson hefur gengið til liðs við Val. Fjalar sem gerir þriggja ára samning við Val er einn allra besti markmaður á Íslandi í dag og kemur með mikla reynslu inn í leikmannahóp Vals. Hann kemur til Vals frá KR en hefur einnig leikið með Þrótti, Fram og Fylki. Fjalar hefur leikið 241 leik í deild og bikar og á eina fimmtán landsleiki að baki með landsliðum Íslands.

"Þegar sá möguleiki opnaðist að Valur hefði áhuga og síðan eftir fund með Magga Gylfa - var aldrei spurning um að ganga til liðs við Val. Ekki skemmir það heldur að ég á mjög góðar tengingar inn í félagið, en Málfríður konan mín hefur alla tíð spilað fyrir Val," sagði Fjalar Þorgeirsson."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×