Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 26. janúar 2026 21:40 vísir/vilhelm Keflavík vann frábæran sautján stiga sigur á liði Tindastóls 98-81 þegar liðin mættust í frestuðum leik í Blue höllinni í Keflavík nú í kvöld. Leiknum hafði verið frestað sökum þáttöku Tindastóls í Evrópukeppni. Leikurinn fór fjörlega af stað og skoraði Keflavík fyrstu stig leiksins og setti ákveðin tón fyrir það sem koma skyldi í leikhlutanum. Heimamenn í Keflavík mættu mun grimmari til leiks og ber helst að nefna Craig Moller sem héldu enginn bönd en hann setti 13 stig í fyrsta leikhluta. Varnarleikur Keflavíkur var einnig öflugur en þeir héldu Tindastól í níu stigum í fyrsta leikhluta og leiddu 26-9 þegar fyrsta leikhluta lauk. Tindastóll mætti af miklu meiri krafti út í annan leikhluta eftir að hafa ekki verið sjón að sjá í fyrsta leikhluta. Stólarnir settu fyrstu átta stig leikhlutans og söxuðu á gott forskot Keflavíkur. Sóknarleikur Keflavíkur stóð svolítið á sér í byrjun leikhlutans en um leið og þeir komust í gang varð strax mun meira jafnræði á liðunum. Tindastóll vann leikhlutann með sjö stigum en það voru þó Keflvíkingar sem fóru með tíu stiga forskot inn í hálfleikinn 47-37. Keflavík opnaði seinni hálfleikinn með löngum þrist frá Egor Koulechov. Tindastóll svaraði því með litlu áhlaupi og skiptust liðin á því að keyra á hvort annað með litlum áhlaupum. Um miðjan leikhlutann sótti Taiwo Badmus sína fjórðu villu og var kominn í villuvandræði. Stólarnir voru ekki parsáttir með þessa villu og vildu meina að rangur maður væri að fá villuna en dómarar leiksins héldu sig við sína ákvörðun. Stóru skotin fóru að detta fyrir Keflavík og þeir fóru inn í fjórða leikhluta með fjórtán stiga forskot 75-61. Remy Martin er virkilega vinsæll meðal stuðningsmanna Keflavíkur en hann fékk mikil fagnaðarlæti við hvert stig sem hann skoraði í leiknum. Eftir að hafa verið einbeittur á stoðsendingar lungað úr leiknum fór hann að skjóta sjálfur meira í fjórða leikhluta. Tindastóll hótaði endurkomu og náði að saxa á forskot Keflavíkur niður í tíu stig en þá tók Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur leikhlé og fékk sína menn til þess að róa aðeins. Það fór svo að Keflavík fór að lokum með sautján stiga sigur 98-81 eftir flottan leik. Atvik leiksins Craig Moller lagði grunnin af þessum sigri með frábærum fyrsta leikhluta. Það héldu honum engin bönd og Tindastóll náði ekki að komast inn í leikinn eftir það. Stjörnur og skúrkarCraig Moller átti frábæran fyrsta leikhluta sem lagði grunnin af þessu öllu. Hann var með 13 stig í fyrsta leikhluta og endaði með 19 stig.Egor Koulechov var funheitur í liði Keflavíkur og endaði stigahæstur með 29 stig.Hjá Tindastól var Dedrick Basile stigahæstur með 23 stig.DómararnirSigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu þennan leik. Heilt yfir var þetta fínt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var aðeins erfiðari viðreignar fyrir teymið. Auðvitað alltaf hægt að tína til einstaka atriði en ekkert sem hafði nein úrslitaáhrif hér í kvöld.Stemingin og umgjörðÞað var flott mæting í Blue höllina á þessu ágæta mánudagskvöldi. Stutt vel við bæði lið og það er erfitt að eiga við Keflvíkinga þegar þeir fá húsið með sér. Umgjörðin í Keflavík er alltaf upp á 10,5 enda mikill körfuboltabær.ViðtölArnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls.vísir/Anton„Þurfum bara sem heild að vera betri en við vorum í dag“„Við byrjuðum leikinn illa sóknarlega. Skutum boltanum ekkert sérstaklega vel, vorum svolítið staðir og skoruðum ekki nóg af stigum í dag“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls eftir tapið í kvöld.Tindastóll skoraði bara níu stig í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir það fannst Arnari það ekki endilega stinga mest.„Nei, eiginlega bara heilt yfir fannst mér við ekki alveg nógu beittir. Þetta er vond byrjun, það gefur auga leið og eftir það erum við að elta“Það er alltaf erfitt að mæta Keflavík en þegar Keflavík fær húsið með sér er nær ómögulegt að eiga við þá.„Þeir voru góðir í dag og við vorum ekki góðir. Við vorum ekki að finna góðar lausnir á móti vörninni hjá þeim og svo skutum við líka ekki vel þegar við bjuggum okkur til góð skot. Það voru tveir menn sem skutu ágætlega í dag og það flækir þetta en við þurfum líka bara að gera aðeins betur. Það var svolítið óðagot á tímum sóknarlega“Það vantaði framlag frá lykilmönnum í kvöld en Arnar sagði að liðið sem heild hafi ekki verið nógu gott í dag.„Við sem heild vorum ekki nógu góðir í dag. Það er ekkert einhver einn maður sem á sökina af því, við þurfum bara sem heild að vera betri en við vorum í dag“ sagði Arnar Guðjónsson. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tindastóll
Keflavík vann frábæran sautján stiga sigur á liði Tindastóls 98-81 þegar liðin mættust í frestuðum leik í Blue höllinni í Keflavík nú í kvöld. Leiknum hafði verið frestað sökum þáttöku Tindastóls í Evrópukeppni. Leikurinn fór fjörlega af stað og skoraði Keflavík fyrstu stig leiksins og setti ákveðin tón fyrir það sem koma skyldi í leikhlutanum. Heimamenn í Keflavík mættu mun grimmari til leiks og ber helst að nefna Craig Moller sem héldu enginn bönd en hann setti 13 stig í fyrsta leikhluta. Varnarleikur Keflavíkur var einnig öflugur en þeir héldu Tindastól í níu stigum í fyrsta leikhluta og leiddu 26-9 þegar fyrsta leikhluta lauk. Tindastóll mætti af miklu meiri krafti út í annan leikhluta eftir að hafa ekki verið sjón að sjá í fyrsta leikhluta. Stólarnir settu fyrstu átta stig leikhlutans og söxuðu á gott forskot Keflavíkur. Sóknarleikur Keflavíkur stóð svolítið á sér í byrjun leikhlutans en um leið og þeir komust í gang varð strax mun meira jafnræði á liðunum. Tindastóll vann leikhlutann með sjö stigum en það voru þó Keflvíkingar sem fóru með tíu stiga forskot inn í hálfleikinn 47-37. Keflavík opnaði seinni hálfleikinn með löngum þrist frá Egor Koulechov. Tindastóll svaraði því með litlu áhlaupi og skiptust liðin á því að keyra á hvort annað með litlum áhlaupum. Um miðjan leikhlutann sótti Taiwo Badmus sína fjórðu villu og var kominn í villuvandræði. Stólarnir voru ekki parsáttir með þessa villu og vildu meina að rangur maður væri að fá villuna en dómarar leiksins héldu sig við sína ákvörðun. Stóru skotin fóru að detta fyrir Keflavík og þeir fóru inn í fjórða leikhluta með fjórtán stiga forskot 75-61. Remy Martin er virkilega vinsæll meðal stuðningsmanna Keflavíkur en hann fékk mikil fagnaðarlæti við hvert stig sem hann skoraði í leiknum. Eftir að hafa verið einbeittur á stoðsendingar lungað úr leiknum fór hann að skjóta sjálfur meira í fjórða leikhluta. Tindastóll hótaði endurkomu og náði að saxa á forskot Keflavíkur niður í tíu stig en þá tók Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur leikhlé og fékk sína menn til þess að róa aðeins. Það fór svo að Keflavík fór að lokum með sautján stiga sigur 98-81 eftir flottan leik. Atvik leiksins Craig Moller lagði grunnin af þessum sigri með frábærum fyrsta leikhluta. Það héldu honum engin bönd og Tindastóll náði ekki að komast inn í leikinn eftir það. Stjörnur og skúrkarCraig Moller átti frábæran fyrsta leikhluta sem lagði grunnin af þessu öllu. Hann var með 13 stig í fyrsta leikhluta og endaði með 19 stig.Egor Koulechov var funheitur í liði Keflavíkur og endaði stigahæstur með 29 stig.Hjá Tindastól var Dedrick Basile stigahæstur með 23 stig.DómararnirSigmundur Már Herbertsson, Davíð Kristján Hreiðarsson og Bjarni Hlíðkvist Kristmarsson dæmdu þennan leik. Heilt yfir var þetta fínt í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var aðeins erfiðari viðreignar fyrir teymið. Auðvitað alltaf hægt að tína til einstaka atriði en ekkert sem hafði nein úrslitaáhrif hér í kvöld.Stemingin og umgjörðÞað var flott mæting í Blue höllina á þessu ágæta mánudagskvöldi. Stutt vel við bæði lið og það er erfitt að eiga við Keflvíkinga þegar þeir fá húsið með sér. Umgjörðin í Keflavík er alltaf upp á 10,5 enda mikill körfuboltabær.ViðtölArnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls.vísir/Anton„Þurfum bara sem heild að vera betri en við vorum í dag“„Við byrjuðum leikinn illa sóknarlega. Skutum boltanum ekkert sérstaklega vel, vorum svolítið staðir og skoruðum ekki nóg af stigum í dag“ sagði Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóls eftir tapið í kvöld.Tindastóll skoraði bara níu stig í fyrsta leikhluta. Þrátt fyrir það fannst Arnari það ekki endilega stinga mest.„Nei, eiginlega bara heilt yfir fannst mér við ekki alveg nógu beittir. Þetta er vond byrjun, það gefur auga leið og eftir það erum við að elta“Það er alltaf erfitt að mæta Keflavík en þegar Keflavík fær húsið með sér er nær ómögulegt að eiga við þá.„Þeir voru góðir í dag og við vorum ekki góðir. Við vorum ekki að finna góðar lausnir á móti vörninni hjá þeim og svo skutum við líka ekki vel þegar við bjuggum okkur til góð skot. Það voru tveir menn sem skutu ágætlega í dag og það flækir þetta en við þurfum líka bara að gera aðeins betur. Það var svolítið óðagot á tímum sóknarlega“Það vantaði framlag frá lykilmönnum í kvöld en Arnar sagði að liðið sem heild hafi ekki verið nógu gott í dag.„Við sem heild vorum ekki nógu góðir í dag. Það er ekkert einhver einn maður sem á sökina af því, við þurfum bara sem heild að vera betri en við vorum í dag“ sagði Arnar Guðjónsson.