
KR

Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Ástbjörn Þórðarson verður frá í einhvern tíma eftir að verða fyrir meiðslum í leik KR og Vals í Bestu deild karla á dögunum. Fjölmargir leikmenn KR hafa verið frá vegna meiðsla en það ættu nokkrir að vera snúnir aftur fyrir leik liðsins gegn FH í miðri viku.

HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum
Fjöldi leikja í 32-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna fór fram í dag. HK vann Aftureldingu í Lengjudeildarslag og þá skoraði KR sex mörk í Laugardalnum.

KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina
Kvennalið KR í körfubolta er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bónus-deild kvenna á næstu leiktíð eftir sigur á Hamar/Þór.

Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR
FHL spilar í efstu deild í fyrsta sinn sem sameiginlegt lið en í þættunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi ræddi þjálfari liðsins fyrri reynslu sína af því að þjálfa í úrvalsdeild kvenna í fótbolta.

Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það hafi verið vandræðalegt fyrir Val að vinna ekki KR í Bestu deild karla á mánudaginn.

Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu
Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni.

Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“
Jóhannes Kristinn Bjarnason tryggði KR jafntefli á móti Val í Bestu deild karla í fótbolta í gærkvöldi með marki úr umdeildri vítaspyrnu á níundu mínútu í uppbótatíma. Gummi Ben og sérfræðingar hans Stúkunni ræddu þennan dóm.

„Við erum búnir að brenna skipin“
Óskar Hrafn Þorvaldsson og hans einstaklega skemmtilega tegund af fótbolta skilaði KR hádramatísku 3-3 jafntefli gegn Val. Hann segir mistök einu leiðina til að læra, liðið mætti missa boltann sjaldnar, en frá leikfræðinni mun hann aldrei hörfa. Líkt og Hernán Cortés árið 1519 er Óskar búinn að brenna öll sín skip.

„Þetta er fyrir utan teig“
Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum
Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi.

Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
KR-ingar eru ósáttir við tveggja leikja bannið sem Aron Sigurðarson var úrskurðaður í vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla um síðustu helgi og vinnubrögð aganefndar KSÍ.

Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið
Þrátt fyrir að hafa alist upp hjá ÍA var Bjarki Gunnlaugsson ekki vinsælasti maðurinn á Akranesi sumarið 1999.

Aron í tveggja leikja bann
Fyrirliði KR, Aron Sigurðarson, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd KSÍ vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn KA í 1. umferð Bestu deildar karla á sunnudaginn.

Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“
Skiptar skoðanir eru á rauðu spjaldi Arons Sigurðarsonar, fyrirliða KR, í 2-2 jafntefli við KA á Akureyri um liðna helgi. Atvikið náðist ekki í sjónvarpsútsendingu en var sýnt í Stúkunni í gær. Sérfræðingar þar virtust sammála um að Aron hefði ekki átt að fá reisupassann, við dræmar undirtektir Akureyringa sem létu í sér heyra á samfélagsmiðlum.

Hamar/Þór og KR í kjörstöðu
Hamar/Þór og KR eru í kjörstöðu til að mætast í úrslitum umspils 1. deildar kvenna í körfubolta um sæti í Bónus deild kvenna á næstu leiktíð. Bæði lið unnu leiki sína í kvöld gríðarlega sannfærandi og þurfa nú aðeins einn sigur til að tryggja að þau mætist í úrslitum.

Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda
Sjö mörk voru skoruð í þremur leikjum í Bestu deild karla í gær. Fjögur þeirra komu á Akureyri þar sem KA og KR skildu jöfn.

„Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“
KA og KR skildu jöfn, 2-2, í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Óskar Hrafn Þorvaldsson sagðist fara glaður upp í flugvélina til Reykjavíkur en hafði ýmislegt að segja um leikinn.

Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri
KA og KR gerðu 2-2 jafntefli í leik liðanna í fyrstu umferð Bestu deildar karla á Akureyri í dag. Öll mörkin komu í fyrri hálfleik en KR-ingar luku leik tveimur leikmönnum færri.

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Stefán Árni Geirsson fór í gær í fyrsta sinn út úr húsi eftir ökklaaðgerð á mánudaginn var. Hann líkir ökklanum við IKEA-húsgagn, enda þurfti að púsla honum saman með sjö skrúfum og plötu, auk þess að bora í gegnum hann.

Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus
Hamar/Þór og KR unnu bæði stórsigra í fyrsta leiknum í einvígum liðanna í úrslitakeppninni um eitt laust sæti í Bónus deild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð.

Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega
Nú styttist í að Besta deild karla í knattspyrnu fari af stað með pompi og prakt. Tímabilið er alltaf að verða lengra og að því tilefni ræddi Vísir við þrjá fitness þjálfara um stöðu þeirra og þróunina sem hefur orðið á þessum hluta fótboltans á gríðarlega stuttum tíma.

„Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að stuðningsmenn KR geti leyft sér að vera bjartsýnir fyrir komandi tímabil.

Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KR 4. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“
„Ég hef aldrei séð svona áður. Fóturinn var í alveg frekar mjög ljótri stöðu,“ segir KR-ingurinn Stefán Árni Geirsson sem verður frá keppni næstu 6-12 mánuðina eftir að hafa meiðst afar illa í ökkla í úrslitaleiknum við Víkinga í Bose-mótinu í gærkvöld.

Víkingar rúlluðu KR-ingum upp
Víkingar unnu öruggan 5-1 sigur á KR í kvöld í úrslitaleik Bose mótsins en leiknum var frestað um langa hríð vegna Evrópuleikja Víkings.

Frumraun Gylfa í beinni í kvöld
Víkingur og KR mætast í úrslitaleik Bose-bikarsins í fótbolta í kvöld. Töluverð eftirvænting er fyrir leiknum sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 5.

„Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur viðurkenndi að finna fyrir áhyggjum vegna frekar slaks leiks hans manna í sigrinum gegn KR í kvöld. Grindavík mætir Val í 8-liða úrslitum Bónus-deildarinnar.

Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val
Grindavík vann 86-83 gegn KR í lokaumferð Bónus deildar karla. Grindvíkingar enda í fimmta sæti deildarinnar og mæta Val í úrslitakeppninni. Tímabilinu er hins vegar lokið hjá KR, sem var að vonast til að Þór myndi vinna Keflavík.

Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt
KR birti myndskeið á samfélagsmiðlum félagsins í hádeginu þar sem keppnistreyjan fyrir komandi fótboltasumar var kynnt. Treyjan sækir innblástur til 100 ára afmælisárs félagsins, 1999, og fyrirliði þess tíma bregður fyrir.

Aftur hefur KR leik í Laugardalnum
Líkt og á síðustu leiktíð munu fyrstu heimaleikir KR í Bestu deild karla í knattspyrnu fara fram í Laugardal. Á síðustu leiktíð endaði KR sömuleiðis mótið í Laugardalnum en nýtt gervigras svarthvítra ætti að koma í veg fyrir það.