Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Arnar Skúli Atlason skrifar 18. desember 2025 21:00 vísir/Anton Tindastóll heldur áfram að raða inn stigum í Bónus deild karla í körfubolta. Liðið vann 130-117 sigur á KR í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Það voru gestirnir í KR sem byrjuðu betur í kvöld. Þórir Þorbjarnarson var vel tengdur í upphafi og var að reynast sínum gömlu félögum erfiður. Linards Jaunzems og Kenneth Doucet Jr voru einnig mjög öflugir. Tindastóll vöknuðu aðeins en undir lokin á fjórðungnum en KR leiddi eftir hann og staðan 25-31. Tindastóll byrjaði annan leikhlutan betur og fóru á sitt fræga rönn og allir voru að leggja inn vinnu. Taiwo Badmus og Davis Geks voru að setja skotin sín og Tindastóll komst yfir en það sló KR ekki út af laginu og þeir svöruðu. Linards og Kenneth tóku við keflinu af Þóri og kom þeim aftur yfir. Gestirnir leiddu í hálfleik 57-59. Tindastóll kom í fluggír út í seinni hálfleikinn og þá vaknaði Júlíus Orri. Hann tók gjörsamlega yfir í þriðja leikhlutann, skoraði körfur í öllum regnboganslitum og stjórnaði spilinu vel. Ivan Gavrilovic var einnig öflugur og setti mörg stig. Tindastóll skoraði 41 stig í leikhlutanum og sleit sig aðeins frá KR. Heimamenn leiddu með 13 stigum þegar seinasti leikhlutinn byrjaði en staðan var 98-85. Tindastóll gekk svo frá þessu í byrjun fjórða leikhluta þegar þeir komu muninum yfir 20 stig. Þar fór Taiwo Badmus mikinn og leikurinn fór svolítið frá KR í seinni hálfleiknum. Þetta var aldrei spennandi eftir það. Tindastóll sigldi þessu þægilega yfir línuna 130-117. Atvik leiksins Í þriðjaleikhluta sendi Júlíus Orri boltann yfir allan völlinn á Ivan sem skoraði. KR ætlaði að sækja hratt í bakið á þeim og Júlíus sótti svo sóknarvillu á Kenneth og endaði þetta á að setja þriggja stiga körfu. Þetta hóf þennan sprett sem skóp svo sigurinn hjá Tindastól Stjörnur Hjá Tindastól voru allir tengdir sóknarlega. Taiwo Badmus, Júlíus Orri og Ivan fóru mikið stigalega en allt þeirra lið var frábært í dag. Linards og Kenneth voru frábærir í liði KR í dag. Þórir var líka öflugur en þeir hefðu þurft meira framlag frá félögum sínum. Dómararnir Þeir voru flottir í dag. Stemming og umgjörð Gaman að sjá Tindastól heiðra þá leikmenn sem urðu Íslandsmeistarar fyrir 50 árum í hálfleik. Stemningin góð. Galdurinn að hitta ofan í körfuna Arnar Guðjónsson hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir góðan sigur.vísir/Anton Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með leik sinna manna í kvöld. „Bara flott. Vorum að klára núna törn eftir landsleikjahlé. Náðum að sigra alla þá fimm leiki. það var ágætt eftir brotlendinguna í Grindavík fyrir landsleikjahléið.“ Tindastóll hafa skorað svakalega mikið í seinustu leikjum og aðspurður hver galdurinn væri var svar Arnars: „Að hitta ofan í körfuna.“ Arnari fannst þetta ekki þægilegt í kvöld og þurfti að breyta varnarleiknum þeirra enda fengu þeir á sig 59 stig í fyrrihálfleik. „Þetta var ekki þægilegt. Við þurftum að breyta varnarlega. KR fóru illa með okkur í fyrri hálfleik sóknarlega. Þeir gerðu það sem þeir vildu við okkur. Sérstaklega í upphafi. Við þurfum að breyta okkar leikplani. Kredit á KR. Mjög vel þjálfað lið og erfitt að spila við þá.“ Fjaraði undan Jakob Sigurðarson vill sjá sína menn gera betur. vísir Jakob Sigurðarson þjálfari KR var svekktur eftir leikinn í kvöld. „Bara svekktur. Mjög svekktur klárlega með að tapa og hvernig leikurinn þróaðist. Við byrjuðum rosalega vel og mikill kraftur í okkur og góðir varnarlega. Svo fjaraði undan því og þeir hlupu í bakið á okkur og fengu mikið að auðveldum körfum. Sérstaklega í seinni hálfleik.“ KR missti Tindastól frá sér í seinni hálfleiknum þegar Tindastóll jók tempóið leiknum. „Þeir byrjuðu að auka hraðan og tempóið aðeins meira. Jafnvel þrátt við vorum að skora körfur sem við vorum að gera vel. Þá voru þeir að hlaupa í bakið á okkur og ráðast á okkur á öðru tempói. þeir voru að fá auðveldar körfur og opin skot. Við áttum bara í erfiðleikum með þá.“ Bónus-deild karla Tindastóll KR
Tindastóll heldur áfram að raða inn stigum í Bónus deild karla í körfubolta. Liðið vann 130-117 sigur á KR í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Það voru gestirnir í KR sem byrjuðu betur í kvöld. Þórir Þorbjarnarson var vel tengdur í upphafi og var að reynast sínum gömlu félögum erfiður. Linards Jaunzems og Kenneth Doucet Jr voru einnig mjög öflugir. Tindastóll vöknuðu aðeins en undir lokin á fjórðungnum en KR leiddi eftir hann og staðan 25-31. Tindastóll byrjaði annan leikhlutan betur og fóru á sitt fræga rönn og allir voru að leggja inn vinnu. Taiwo Badmus og Davis Geks voru að setja skotin sín og Tindastóll komst yfir en það sló KR ekki út af laginu og þeir svöruðu. Linards og Kenneth tóku við keflinu af Þóri og kom þeim aftur yfir. Gestirnir leiddu í hálfleik 57-59. Tindastóll kom í fluggír út í seinni hálfleikinn og þá vaknaði Júlíus Orri. Hann tók gjörsamlega yfir í þriðja leikhlutann, skoraði körfur í öllum regnboganslitum og stjórnaði spilinu vel. Ivan Gavrilovic var einnig öflugur og setti mörg stig. Tindastóll skoraði 41 stig í leikhlutanum og sleit sig aðeins frá KR. Heimamenn leiddu með 13 stigum þegar seinasti leikhlutinn byrjaði en staðan var 98-85. Tindastóll gekk svo frá þessu í byrjun fjórða leikhluta þegar þeir komu muninum yfir 20 stig. Þar fór Taiwo Badmus mikinn og leikurinn fór svolítið frá KR í seinni hálfleiknum. Þetta var aldrei spennandi eftir það. Tindastóll sigldi þessu þægilega yfir línuna 130-117. Atvik leiksins Í þriðjaleikhluta sendi Júlíus Orri boltann yfir allan völlinn á Ivan sem skoraði. KR ætlaði að sækja hratt í bakið á þeim og Júlíus sótti svo sóknarvillu á Kenneth og endaði þetta á að setja þriggja stiga körfu. Þetta hóf þennan sprett sem skóp svo sigurinn hjá Tindastól Stjörnur Hjá Tindastól voru allir tengdir sóknarlega. Taiwo Badmus, Júlíus Orri og Ivan fóru mikið stigalega en allt þeirra lið var frábært í dag. Linards og Kenneth voru frábærir í liði KR í dag. Þórir var líka öflugur en þeir hefðu þurft meira framlag frá félögum sínum. Dómararnir Þeir voru flottir í dag. Stemming og umgjörð Gaman að sjá Tindastól heiðra þá leikmenn sem urðu Íslandsmeistarar fyrir 50 árum í hálfleik. Stemningin góð. Galdurinn að hitta ofan í körfuna Arnar Guðjónsson hafði ekki yfir miklu að kvarta eftir góðan sigur.vísir/Anton Arnar Guðjónsson, þjálfari Tindastóls var sáttur með leik sinna manna í kvöld. „Bara flott. Vorum að klára núna törn eftir landsleikjahlé. Náðum að sigra alla þá fimm leiki. það var ágætt eftir brotlendinguna í Grindavík fyrir landsleikjahléið.“ Tindastóll hafa skorað svakalega mikið í seinustu leikjum og aðspurður hver galdurinn væri var svar Arnars: „Að hitta ofan í körfuna.“ Arnari fannst þetta ekki þægilegt í kvöld og þurfti að breyta varnarleiknum þeirra enda fengu þeir á sig 59 stig í fyrrihálfleik. „Þetta var ekki þægilegt. Við þurftum að breyta varnarlega. KR fóru illa með okkur í fyrri hálfleik sóknarlega. Þeir gerðu það sem þeir vildu við okkur. Sérstaklega í upphafi. Við þurfum að breyta okkar leikplani. Kredit á KR. Mjög vel þjálfað lið og erfitt að spila við þá.“ Fjaraði undan Jakob Sigurðarson vill sjá sína menn gera betur. vísir Jakob Sigurðarson þjálfari KR var svekktur eftir leikinn í kvöld. „Bara svekktur. Mjög svekktur klárlega með að tapa og hvernig leikurinn þróaðist. Við byrjuðum rosalega vel og mikill kraftur í okkur og góðir varnarlega. Svo fjaraði undan því og þeir hlupu í bakið á okkur og fengu mikið að auðveldum körfum. Sérstaklega í seinni hálfleik.“ KR missti Tindastól frá sér í seinni hálfleiknum þegar Tindastóll jók tempóið leiknum. „Þeir byrjuðu að auka hraðan og tempóið aðeins meira. Jafnvel þrátt við vorum að skora körfur sem við vorum að gera vel. Þá voru þeir að hlaupa í bakið á okkur og ráðast á okkur á öðru tempói. þeir voru að fá auðveldar körfur og opin skot. Við áttum bara í erfiðleikum með þá.“