Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Miðbærinn nánast mannlaus

Það var heldur lítið um að vera í miðbænum í nótt þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis var þar á ferð.

Lífið
Fréttamynd

Tilfellum fjölgar í fátækari ríkjum

Rúmlega tvær komma sjö milljónir hafa nú smitast af kórónuveirunni í heiminum. Hundrað og níutíu þúsund hafa látist. Á meðan það hægist á útbreiðslunni í Evrópu er búist við því að staðan versni í fátækari heimshlutum.

Erlent
Fréttamynd

Þeir sem veikjast mynda sterkara mótefni gagnvart veirunni

„Við munum hins vegar fara af stað og safna blóði og vera tilbúin þegar að besta rannsóknin, eða rannsóknaraðferðin. Það eru mjög merkilegar upplýsingar um þetta sem eru að koma í ljós núna hjá Íslenskri erfðagreiningu,“ segir sóttvarnalæknir. Þeir sem veikist meira myndi sterkara mótefni gagnvart veirunni.

Innlent
Fréttamynd

Takmarka sölu á niktótínvörum í Frakklandi

Eftir að athuganir vísindamanna bentu til þess að notkun nikótíns gæti dregið úr líkum á því að smitast af kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum hafa frönsk yfirvöld bannað sölu nikótínvara á netinu.

Erlent
Fréttamynd

Forvarnargildi fólgið í því að rannsaka líðan fólks

Í morgun var opnað fyrir þátttöku í rannsókn sem ber heitið „Líðan þjóðar á tímum Covid-19“. Arna Hauksdóttir, sem stýrir rannsókninni ásamt Unni Önnu Valdimarsdóttur prófessor við HÍ segir rannsóknina geta nýst til að betrumbæta viðbragðsáætlanir ef og þegar þjóðin stendur á ný frammi fyrir viðlíka vá og kórónuveirufaraldurinn er.

Innlent
Fréttamynd

Geislavarnir vara við útfjólublárri geislun gegn veirunni

Útfjólublá geislun gagnast ekki sem meðferð gegn kórónuveirunni eða Covid-19-sjúkdómnum sem hún veldur og vara Geislavarnir ríkisins eindregið við því að slíkt sé reynt. Hugmyndin að sólarljós drepi veirur í fólki byggi ekki á staðreyndum.

Innlent
Fréttamynd

N1 mótið enn á dagskrá en með gjörbreyttu sniði

Íþróttafélög víða um land leita nú allra leiða til að útfæra íþróttamót fyrir börn í sumar til að þau samræmist reglum almannavarna vegna heimsfaraldursins sem geisar. Mótin hafa gríðarlega þýðingu, bæði fyrir börnin sem vilja fá að sýna hvað í þeim býr og bæjarfélögin.

Innlent
Fréttamynd

Framleiðendur brýna fyrir fólki að neyta ekki hreinsiefnis eftir ummæli Trump

Fólk ætti undir engum kringumstæðum að innbyrða sótthreinsiefni eða sprauta sig með því, að sögn eins stærsta framleiðanda slíkra efna í heiminum. Fyrirtækið gaf út eindregna viðvörun þessa efnis eftir ummæli Donalds Trump Bandaríkjaforseta ýjaði að því að nota mætti sótthreinsiefni gegn kórónuveirunni.

Erlent
Fréttamynd

Ekkert nýtt smit í fyrsta skipti frá upphafi faraldursins

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru enn 1.789 talsins hér á landi og hefur þeim ekki fjölgað á milli daga, í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst. Tiltölulega fá ný sýni voru þó greind á milli daga.

Innlent