Innlent

Fréttamynd

Endurbætur á kostnað flokksins

Endurbætur á húsi Framsóknarflokksins, sem áður var í eigu Kers, voru að fullu á kostnað flokksins sjálfs, segir í tilkynningu frá Framsóknarflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Persónuvernd vill takmarka aðgang

Persónuvernd telur að rafræn sjúkraskrá Landspítalans og heilsugæslunnar sé komin fram úr lögum. Í vor fengu allir læknar Landspítalans aðgang að öllum sjúkraskrám, í svokölluðu Sögukerfi óháð því hvaða kvilla væri verið að meðhöndla.

Innlent
Fréttamynd

SÁÁ byggir við Efstaleiti

Skóflustunga að nýrri byggingu SÁÁ við Efstaleiti var tekin í fyrradag en stefnt er að því að byggingu hússins verði lokið haustið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Kona fær réttargæslumann

Hæstiréttur sneri í gær fyrri úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur og skipaði konu réttargæslumann vegna ætlaðs heimilisofbeldis.

Innlent
Fréttamynd

Vill ræða skrif Hér og nú

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Bubba Morthens, hefur sent þeim Gunnari Smára Egilssyni forstjóra 365 miðla, Garðari Erni Úlfarssyni ritstjóra Hér og nú og Eiríki Jónssyni blaðamanni tímaritsins bréf þar sem hann óskar eftir fundi til að ræða umfjöllun tímaritsins um Bubba.

Lífið
Fréttamynd

Minnkandi verðbólga í OECD ríkjum

Verðbólga í maí var að jafnaði 2,4% á ársgrundvelli í aðildarríkjum OECD samanborið við 2,8% í apríl síðastliðnum. Ástæðan fyrir minni verðbólgu var einkum að eldsneytisverð lækkaði lítillega. Mest var verðbólgan í Tyrklandi, eða 10%. Á Íslandi var verðbólgan 2,9% eins og í Bretlandi, 2,8% í Bandaríkjunum, 1,6% í Noregi, 1,5% í Danmörku, 0,8% í Finnlandi og 0,1% í Svíþjóð.

Innlent
Fréttamynd

Líkleitinni hætt án árangurs

Hætt hefur verið leit að líki sem tilkynnt var að hafi sést við Gullinbrú í Reykjavík. Fjölmennt lið úr röðum slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita leitaði líksins fram yfir miðnætti í fyrrinótt án árangurs. Að sögn lögreglu verður leitin ekki hafin að nýju nema eitthvað nýtt komi fram í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Líðan eftir atvikum góð

Fólkið sem lenti í gassprengingunni í Reykhólasveit um helgina liggur á lýtalækningadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss og verður þar áfram um óákveðinn tíma.

Innlent
Fréttamynd

Met í sölu nýrra bíla

Aldrei hafa selst jafn margir nýir bílar hér á landi og nú. Á fyrstu sex mánuðum ársins seldust 9687 nýir bílar. Eru það fleiri nýjar fólksbifreiðar en seldust allt árið 2001 og einnig árið 2002.

Innlent
Fréttamynd

Hrefnuveiði aukin

Hafrannsóknastofnun ætlar að láta veiða þrjátíu og níu hrefnur í sumar, en tuttugu og fimm voru veiddar í fyrra og þrjátíu og sex árið þar áður. Talsmenn hvalaskoðunarfyrirtækja segja að miklum hagsmunum sé stefnt í hættu með veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Níu mánaða fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann á þrítugsaldri í níu mánaða fangelsi fyrir ýmis afbrot, þar á meðal fyrir aðild að innflutningi á rúmum tveimur og hálfu kílói af kannabisefni til landsins. Með brotunum rauf maðurinn í þriðja sinn skilorð dóms sem hann hlaut árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir húsbrot og hasssmygl

Rúmlega tvítugur maður var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir að hafa í apríl og maí í fyrra staðið að innflutningi á rúmlega 2,5 kílóum af hassi frá Danmörku. Hassið var falið í leikfangatraktor sem sendur var í pósti.

Innlent
Fréttamynd

Efla þarf réttindagæslu

Meintur fjárdráttur konu sem stýrði sambýli fyrir fatlaða í Reykjavík er litinn mjög alvarlegum augum hjá svæðisskrifstofu fatlaðra, ekki síst þar sem um stjórnanda var að ræða. Þar mun nú hugað að endurskipulagi verkferla.

Innlent
Fréttamynd

Eiturlyfjamarkaðurinn

Götuverð á kókaíni hefur hríðfallið á einum mánuði úr tólf þúsund krónum grammið niður í sjö þúsund og fimm hundruð krónur, samkvæmt verðkönnun SÁÁ. Þessi verðlækkun getur verið vísbending um að einhverjum hafi nýverið tekist að smygla miklu af efninu til landsins. 

Innlent
Fréttamynd

Framboðsmál R listans óljós

Samfylkingin og Vinstri grænir eru óhress með þá tillögu Framsóknarmanna að þeir fái tvö örugg sæti á R-listanum þrátt fyrir að skoðanakönnun bendi til þess að Framsóknarflokkurinn fái engan borgarfulltrúa kjörinn í næstu sveitarstjórnarkosningum.

Innlent
Fréttamynd

Verðstríð enn í gangi

Hægt er að ganga út með tvo fulla innkaupapoka á verði eins eftir því hvar fólk verslar í matinn. Verðmunur á einstökum vörutegundum milli matvöruverslana getur numið meira en þúsund prósentum.  Þetta kemur fram í könnun sem verðlagseftirlits ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn laugardag.

Innlent
Fréttamynd

Kauptilboð í Somerfield í óvissu

Einhverjir hinna erlendu aðila sem standa að kauptilboði í stórverslanakeðjuna Somerfield ásamt Baugi hafa hótað að hætta við tilboð sín, ef Baugur dregur sig ekki út úr hópnum, að sögn Financial Times. Ástæðan er ákæran, sem Ríkislögreglustjóri hefur gefið út á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs, og fleirum.

Innlent
Fréttamynd

Þristinum flogið aftur til útlanda

DC-3 flugvélin Páll Sveinsson heldur í dag af stað í hringflug til Bretlands og Norðurlanda þaðan sem hann snýr aftur til Íslands. Flugið er farið til að minnast þess að í ár eru sextíu ár liðin síðan farþegaflug hófst milli Íslands og annarra landa.

Innlent
Fréttamynd

Niðurskurður hjá RÚV

Um síðustu mánaðamót var ákveðið að skera niður kostnað hjá Ríkisútvarpinu til að ná jafnvægi í rekstri stofnunarinnar á árinu. Um er að ræða flatan tveggja prósenta niðurskurð sem leggst jafnt á bæði útvarp og sjónvarp og á að spara fimmtíu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

Icelandic Group með afkomuviðvörun

Icelandic Group hefur sent frá sér afkomuviðvörun og lækkuðu hlutabréf fyrirtækisins lítillega í morgun. Samþætting rekstrar Icelandic Group hf. og Sjóvíkur ehf. stendur yfir og unnið er að heildarstefnumótun sameinaðs félags en áætlanir og framtíðarsýn sameinaðs fyritækis verða kynntar í lok ágúst.

Innlent
Fréttamynd

Uppstilling á R-lista

Framsóknarmenn og Vinstri grænir í samráðshópi R-listans segja boltann vera hjá Samfylkingunni hvað varðar framhald viðræðna um uppstillingu á framboðslista. Tillögur sem framsóknarmenn lögðu fram í gær fóru ekki vel í samfylkingarmenn.

Innlent
Fréttamynd

Möguleiki á að riða breiðist út

Brögð eru að því að hestamenn fari illa með fjárréttir og safngirðingar víða um land. Að sögn Ólafs Dýrmundssonar, landnýtingarráðunautar hjá Bændasamtökum Íslands, er þetta mjög áberandi í nágrenni við Reykjavík

Innlent
Fréttamynd

Hrefnur skoðaðar og svo skotnar

"Það er útlit fyrir að dýrin verði skoðuð á daginn og svo skotin að nóttu," segir Vignir Sigursveinsson skipstjóri á hvalaskoðunarbátnum Eldingunni en hann segist hafa orðið var við hrefnuveiðibáta strax í fyrradag á þeim slóðum þar sem hann er að sigla um með fólk í hvalaskoðun suðvestur af Akranesi og norður með Kjalarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Fyrsta útskriftin

Menntaskólinn Hraðbraut útskrifar fyrstu stúdentana á laugardag en skólinn hóf störf árið 2003 og býður upp á nám til stúdentsprófs á tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Gistinóttum fer fjölgandi

Gistinætur á hótelum á landinu í maí síðastliðnum voru fimm prósentum fleiri en í sama mánuði í fyrra. Þær voru nú tæplega 87 þúsund sem er fjölgun um rúmlega fjögur þúsund. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum nema á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sex mánuði fyrir eignaspjöll

Maður var í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld eignaspjöll Honum var meðal annars gefið að sök að hafa kveikt í íbúðarhúsinu að Kársnesbraut 7 í Kópavogi, eign eiginkonu sinnar, með þeim afleiðingum að húsið stórskemmdist að innan. Hálfs árs fangelsisvistin fellur niður ef ákærði heldur skilorð í tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Vændi á Íslandi

Menn frá Vestur-Afríku og Eystrasaltsríkjunum eru taldir hafa komið sér upp söluneti fíkniefna hér á landi. Í fíkniefnaheiminum er sagt að þeir svífist einskis og séu hluti af enn stærra neti sem teygi sig um allan heim. Óttast er að heróín berist hingað til lands innan tíðar.

Innlent
Fréttamynd

Dráttur afsalsins ekki útskýrður

Framkvæmd húsakaupa Framsóknarflokksins af Keri er óheppileg, en ekki óeðlileg, að mati framkvæmdastjóra flokksins. Fimm ár liðu frá því samið var um kaup á húsinu, sem nú hýsir höfuðstöðvar flokksins, og þar til afsal var gefið út, eða á sama tíma og Búnaðarbankinn var seldur.

Innlent
Fréttamynd

Málsgögnum var skilað í gær

Embætti Ríkislögreglustjóra lét í gær af hendi rannsóknargögn í Baugsmálinu svokallaða. Ákærur voru gefnar út á föstudag, en rannsókn lögreglu hefur staðið í tæp þrjú ár. Sex sæta ákæru, þar á meðal fyrrverandi og núverandi forstjóri Baugs, stjórnarmenn og tveir endurskoðendur.

Innlent
Fréttamynd

Díselolía dýrari en bensín

Díselolían er orðin dýrari en bensín á bensínstöðvum Essó eftir að félagið ákvað í gær að hækka lítrann af díselolíu upp í 110 krónur. Bensínlítrinn hjá sama félagi og hinum stóru olíufélögunum er hinsvegar á hundrað og níu og tuttugu. Díselolían er nú áttatíu aurum dýrari en bensín.

Innlent