Innlent

Fyrsta útskriftin

Menntaskólinn Hraðbraut útskrifar fyrstu stúdentana á laugardag en skólinn hóf störf árið 2003 og býður upp á nám til stúdentsprófs á tveimur árum. Nemendur í fyrsta útskriftarárgangnum eru 36 en skólinn hefur vaxið hratt og munu 140 nemendur hefja nám í skólanum næsta haust. "Þetta hefur tekist frábærlega vel. Nemendur eru ánægðir, en námið er auðvitað erfitt, það er ekkert hægt að neita því," segir Ólafur Haukur Johnson skólastjóri Menntaskólans Hraðbraut.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×