Innlent

Minnkandi verðbólga í OECD ríkjum

Verðbólga í maí var að jafnaði 2,4% á ársgrundvelli í aðildarríkjum OECD samanborið við 2,8% í apríl síðastliðnum. Ástæðan fyrir minni verðbólgu var einkum að eldsneytisverð lækkaði lítillega. Mest var verðbólgan í Tyrklandi, eða 10%. Á Íslandi var verðbólgan 2,9% eins og í Bretlandi, 2,8% í Bandaríkjunum, 1,6% í Noregi, 1,5% í Danmörku, 0,8% í Finnlandi og 0,1% í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×