Innlent Ferðamaður féll í hver í Reykjadal Um hálf fjögur leytið var tilkynnt um að erlendur ferðamaður hefði fallið í heitan hver í Reykjadal ofan við Hveragerði. Björgunarsveitir á Selfossi, Eyrabakka, og í Hveragerði voru kallaðar til að bera manninn til byggða, ef með þyrfti, en um fimm kílómetra leið er að veginum. Þær komu á staðinn rétt fyrir hálf fimm og hlúðu að manninum. Innlent 13.10.2005 19:33 Íslendingar á Bok og Bibliotek Ísland tekur þátt í evrópsku bókaráðstefnunni, Bok og Bibliotek, sem haldin verður í Gautaborg í haust. Rithöfundar frá 25 löndum koma að ráðstefnunni. Sjón verður meðal þeirra sem fara fyrir Íslands hönd en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í vetur fyrir bók sína Skugga-Baldur. Innlent 13.10.2005 19:33 Segir aðför hlægilega Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann. Innlent 13.10.2005 19:33 Próflaus á 176 kílómetra hraða Tvítugur ökuréttindalaus piltur, ók bifreið á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Smáralind í nótt. Lögreglan í Reykjavík var látin vita og mældi hraða bifreiðarinnar skömmu síðar á Sæbraut. Innlent 13.10.2005 19:33 Árni vissi ekki betur Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spáir nýrri holskeflu af uppgreiðslum hjá Íbúðalánasjóði þar sem líklegt sé að vextir lækki innan tveggja ára. Hann segir umhugsunarefni af hverju Íbúðalánasjóður hafi einungis kosið að sýna félagsmálanefnd Alþingis einn af þeim lánasamningum sem gerðir voru. Innlent 13.10.2005 19:33 Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33 Borgin selur hlut í Vélamiðstöð Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33 Strætó akreinar Nýtt leiðakerfi strætó verður tekið í gagnið í fyrramálið og hafa strætisvagnarnir fengið þrjár nýjar sérakreinar til að aka á. Þannig er vonast til að strætó verði vinsælli ferðamáti þegar vagnarnir hafa eitthvað fram yfir almenna umferð. Innlent 13.10.2005 19:33 Slys í Hvalvatnsfirði Maður slasaðist alvarlega þegar hann hrapaði á annað hundrað metra í skriðum við Hvalvatnsfjörð. Björgunarsveitir frá Grenivík, Húsavík og Akureyri voru kallaðar á svæðið sem og sérþjálfaðir fjallabjörgunarmenn og er læknir og björgunarmenn komnir til mannsins en beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni er slæmt þar sem töluverð þoka er á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:33 Gangstéttarakstur Sjónarvottar héldu að það stefndi í stórslys þegar maður ók á bíl á gangstéttinni við skemmtistaðina Torvaldsen og Kaffi París við Austurvöll í gærkvöldi. Maður sem sótt hafði tvo gesti á Kaffi Austurstæti færði til útiborð og stóla með bíl sínum á gangstétt við Austurvöll sem ekki er ætluð umferð. Innlent 13.10.2005 19:33 Skylda að sinna landbúnaði Þeir sem bjóða í Lánasjóð landbúnaðarins verða að lofa að sinna landbúnaðinum sérstaklega. Einkavæðingarnefnd annast söluna á eignum sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33 Aðeins heillaóskir ennþá "Það hefur enginn haft samband við mig af þessu óánægða fólki," segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, nýr skólastjóri í Landakotsskóla um deilurnar sem þar hafa verið. "Enn sem komið er hef ég ekkert annað fengið en hamingjuóskir." Hún segist ekki taka þeirri gagnrýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum persónulega. Innlent 13.10.2005 19:33 Vörubílstjórar mótmæla hækkun Atvinnubílstjórar hóta því að valda algeru umferðaröngþveiti á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar fyrir verslunarmannahelgina. Þeir krefjast þess að verð á dísilolíuverði lækkað og þungaskattur afnuminn. Gatnamótunum verður lokað seinnipartinn á fimmtudag eða föstudag í næstu viku. Forsvarsmaður hópsins segir það ólíðandi hvernig atvinnubílstjórar skuli hafa látið hækkun olíugjaldsins yfir sig ganga, en ofan á hækkun olíugjaldsins þurfa þeir einnig að greiða þungaskatt. Innlent 13.10.2005 19:33 Methagnaður hjá Burðarási Hagnaður Burðaráss var 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins en félagið hagnaðist um tæpa 20 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Aldrei fyrr hefur félag í Kauphöllinni hagnast um jafn mikið á þremur mánuðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33 Arna Schram formaður BÍ Arna Schram blaðamaður á Morgunblaðinu tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á stjórnarfundi í dag eftir að Róbert Marshall hafði sagt af sér formennsku í félaginu vegna nýs starfs sem hann hefur tekið við hjá 365 miðlum. Stjórn BÍ féllst á afsögn Róberts og þakkaði honum vel unnin störf í þágu félagsins. Arna Schram hefur verið varaformaður BÍ síðastliðin rúm tvö ár. Lífið 13.10.2005 19:33 Fjármálaeftirlit með athugasemdir Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við að stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins hafi ekki verið kunnugt um starfslokakjör Jóhannesar Siggeirssonar fyrrum framkvæmdastjóra og fellst ekki á þá skoðun stjórnarinnar að formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við samninginn. Innlent 13.10.2005 19:33 Umsækjendur orðnir 23 Umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra eru nú orðnir 23 en Kjartan "Vídó" Ólafsson, 23 ára verslunarmaður, bættist í hópinn í morgun þegar umsókn hans barst menntamálaráðuneytinu í pósti. Enn er möguleiki á að fleiri umsóknir berist í pósti seinna í dag eða eftir helgi. Innlent 13.10.2005 19:33 Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:33 Aflaverðmæti eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum hefur aukist um 1 milljarð króna eða 4,1% frá síðasta ári en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 nam aflaverðmætið 25,9 milljörðum króna samanborið við 24,9 milljarða á sama tímabili 2004. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33 Smáhveli strandaði á Siglufirði Um tveggja metra langur blettahnýðir, smáhveli af höfrungaætt, strandaði í tvígang á Siglufirði síðastliðinn miðvikudag. Í bæði skiptin losnaði hann af sjálfsdáðum en virtist vankaður eftir síðara strandið; synti í hringi og hvarf loks sjónum Siglfirðinga. Innlent 13.10.2005 19:33 Orkuveita Stykkishólms seld Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Stykkishólmsbæ um kaup á vatns- og hitaveitu bæjarins og hefur samningurinn í för með sér 35 prósenta verðlækkun á heitu vatni í bænum. Samningurinn var undirritaður í gær en Orkuveita Stykkishólms er metin á 615 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:33 Ökuníðingar á ofsahraða Þrír ökuníðingar mældust á ofsahraða í gærkvöldi og í nótt og þykir mildi að ekki hlutust stórslys af háttarlagi þeirra. Innlent 13.10.2005 19:33 Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Þrír piltar af þeim fimm sem lögreglan í Reykjavík handtók á mánudag, grunaða um ýmis afbrot, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. júlí. Hinum tveimur var sleppt eftir ítarlegar yfirheyrslur. Innlent 13.10.2005 19:33 22 sækja um stöðu útvarpsstjóra Umsóknarfrestur um embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins rann út í dag. Menntamálaráðuneytinu hafa borist tuttugu og tvær umsóknir um embættið en ekki er útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast í pósti. Á meðal þeirra sem sækja um eru Elín Hirst, Runólfur Ágústsson, Páll Magnússon, Sigrún Stefánsdóttir og Sigurjón Kjartansson. Innlent 13.10.2005 19:33 Eldur í bát á Ísafirði Eldur kom upp í sportbáti úr plasti á geymslusvæði við höfnina á Ísafirði á fjórða tímanum í dag. Slökkviliðið var fljótt á staðinn en mikill eldur logaði í bátnum. Innlent 13.10.2005 19:33 Yfirvofandi í töluverðan tíma Allri vinnslu í fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum var hætt í dag og öllum fjörutíu og fimm starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp. Stefánía Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir lokunina hafa verið yfirvofandi í töluverðan tíma. Reynt hafi verið að bjarga fyrirtækinu en það ekki gengið eftir. Innlent 13.10.2005 19:33 Tryggingabætur öryrkja skerðast Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað. Innlent 13.10.2005 19:33 Pólverjunum meinað að tjá sig Pólsku verkamennirnir fimm sem starfa fyrir fyrirtækið Sputnikbátar á Akranesi hefur verið bannað af leigumiðluninni í Póllandi að tjá sig um launamál sín að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness. Innlent 13.10.2005 19:33 Olíuverð hækkað um 30% Olíuverð til fiskiskipa hefur hækkað um þrjátíu prósent frá áramótum og nemur sú hækkun, umreiknuð á ársgrundvelli, þremur milljörðum króna miðað við þær 280 milljónir lítra sem flotinn notar á ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33 Þyrlan sótti skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út klukkan korter yfir tíu í morgun vegna tilkynningar um skipverja sem hafði fengið hjartaáfall um borð í skútu við mynni Dýrafjarðar. Innlent 13.10.2005 19:33 « ‹ ›
Ferðamaður féll í hver í Reykjadal Um hálf fjögur leytið var tilkynnt um að erlendur ferðamaður hefði fallið í heitan hver í Reykjadal ofan við Hveragerði. Björgunarsveitir á Selfossi, Eyrabakka, og í Hveragerði voru kallaðar til að bera manninn til byggða, ef með þyrfti, en um fimm kílómetra leið er að veginum. Þær komu á staðinn rétt fyrir hálf fimm og hlúðu að manninum. Innlent 13.10.2005 19:33
Íslendingar á Bok og Bibliotek Ísland tekur þátt í evrópsku bókaráðstefnunni, Bok og Bibliotek, sem haldin verður í Gautaborg í haust. Rithöfundar frá 25 löndum koma að ráðstefnunni. Sjón verður meðal þeirra sem fara fyrir Íslands hönd en hann hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í vetur fyrir bók sína Skugga-Baldur. Innlent 13.10.2005 19:33
Segir aðför hlægilega Heilbrigðiseftirlitið á Akranesi kannaði í gær húsakynni fimm pólskra verkamanna sem starfa hjá fyrirtækinu Sputnikbátum og samþykkti það án athugasemda að sögn Gunnars Leifs Stefánssonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins. "Enda er þetta fyrirtaks húsakostur," segir hann. Innlent 13.10.2005 19:33
Próflaus á 176 kílómetra hraða Tvítugur ökuréttindalaus piltur, ók bifreið á 176 kílómetra hraða á Reykjanesbraut við Smáralind í nótt. Lögreglan í Reykjavík var látin vita og mældi hraða bifreiðarinnar skömmu síðar á Sæbraut. Innlent 13.10.2005 19:33
Árni vissi ekki betur Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spáir nýrri holskeflu af uppgreiðslum hjá Íbúðalánasjóði þar sem líklegt sé að vextir lækki innan tveggja ára. Hann segir umhugsunarefni af hverju Íbúðalánasjóður hafi einungis kosið að sýna félagsmálanefnd Alþingis einn af þeim lánasamningum sem gerðir voru. Innlent 13.10.2005 19:33
Hækkun á ábyrgð Íbúðalánasjóðs Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði í þættinum Ísland í dag, á Stöð tvö í gærkvöldi, að hann teldi að Íbúðalánasjóður ætti að stöðva lánveitingar til bankanna á meðan á úttekt Ríkisendurskoðunar stæði. Það væri hins vegar ekki í hans valdi að taka þá ákvörðun. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33
Borgin selur hlut í Vélamiðstöð Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að ganga til viðræðna við Íslenska gámafélagið um kaup á hluta Reykjavíkurborgar í Vélamiðstöðinni ehf. Fundað verður næstu daga og takist samningar er stefnt er að því að ljúka viðræðum um mánaðarmótin. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33
Strætó akreinar Nýtt leiðakerfi strætó verður tekið í gagnið í fyrramálið og hafa strætisvagnarnir fengið þrjár nýjar sérakreinar til að aka á. Þannig er vonast til að strætó verði vinsælli ferðamáti þegar vagnarnir hafa eitthvað fram yfir almenna umferð. Innlent 13.10.2005 19:33
Slys í Hvalvatnsfirði Maður slasaðist alvarlega þegar hann hrapaði á annað hundrað metra í skriðum við Hvalvatnsfjörð. Björgunarsveitir frá Grenivík, Húsavík og Akureyri voru kallaðar á svæðið sem og sérþjálfaðir fjallabjörgunarmenn og er læknir og björgunarmenn komnir til mannsins en beðið er eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Skyggni er slæmt þar sem töluverð þoka er á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:33
Gangstéttarakstur Sjónarvottar héldu að það stefndi í stórslys þegar maður ók á bíl á gangstéttinni við skemmtistaðina Torvaldsen og Kaffi París við Austurvöll í gærkvöldi. Maður sem sótt hafði tvo gesti á Kaffi Austurstæti færði til útiborð og stóla með bíl sínum á gangstétt við Austurvöll sem ekki er ætluð umferð. Innlent 13.10.2005 19:33
Skylda að sinna landbúnaði Þeir sem bjóða í Lánasjóð landbúnaðarins verða að lofa að sinna landbúnaðinum sérstaklega. Einkavæðingarnefnd annast söluna á eignum sjóðsins og yfirtöku helstu skulda hans. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33
Aðeins heillaóskir ennþá "Það hefur enginn haft samband við mig af þessu óánægða fólki," segir Fríða Regína Höskuldsdóttir, nýr skólastjóri í Landakotsskóla um deilurnar sem þar hafa verið. "Enn sem komið er hef ég ekkert annað fengið en hamingjuóskir." Hún segist ekki taka þeirri gagnrýni sem komið hefur fram í fjölmiðlum persónulega. Innlent 13.10.2005 19:33
Vörubílstjórar mótmæla hækkun Atvinnubílstjórar hóta því að valda algeru umferðaröngþveiti á mótum Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar fyrir verslunarmannahelgina. Þeir krefjast þess að verð á dísilolíuverði lækkað og þungaskattur afnuminn. Gatnamótunum verður lokað seinnipartinn á fimmtudag eða föstudag í næstu viku. Forsvarsmaður hópsins segir það ólíðandi hvernig atvinnubílstjórar skuli hafa látið hækkun olíugjaldsins yfir sig ganga, en ofan á hækkun olíugjaldsins þurfa þeir einnig að greiða þungaskatt. Innlent 13.10.2005 19:33
Methagnaður hjá Burðarási Hagnaður Burðaráss var 24,5 milljarðar á fyrstu sex mánuðum ársins en félagið hagnaðist um tæpa 20 milljarða á öðrum ársfjórðungi. Aldrei fyrr hefur félag í Kauphöllinni hagnast um jafn mikið á þremur mánuðum. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33
Arna Schram formaður BÍ Arna Schram blaðamaður á Morgunblaðinu tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á stjórnarfundi í dag eftir að Róbert Marshall hafði sagt af sér formennsku í félaginu vegna nýs starfs sem hann hefur tekið við hjá 365 miðlum. Stjórn BÍ féllst á afsögn Róberts og þakkaði honum vel unnin störf í þágu félagsins. Arna Schram hefur verið varaformaður BÍ síðastliðin rúm tvö ár. Lífið 13.10.2005 19:33
Fjármálaeftirlit með athugasemdir Fjármálaeftirlitið gerir alvarlega athugasemd við að stjórn Sameinaða Lífeyrissjóðsins hafi ekki verið kunnugt um starfslokakjör Jóhannesar Siggeirssonar fyrrum framkvæmdastjóra og fellst ekki á þá skoðun stjórnarinnar að formaður og varaformaður hafi haft umboð til að gera viðauka við samninginn. Innlent 13.10.2005 19:33
Umsækjendur orðnir 23 Umsækjendur um stöðu útvarpsstjóra eru nú orðnir 23 en Kjartan "Vídó" Ólafsson, 23 ára verslunarmaður, bættist í hópinn í morgun þegar umsókn hans barst menntamálaráðuneytinu í pósti. Enn er möguleiki á að fleiri umsóknir berist í pósti seinna í dag eða eftir helgi. Innlent 13.10.2005 19:33
Afstaða ráðherra hefur ekki áhrif Ekki er áformað samkvæmt þeim hugmyndum sem Reykjavíkurborg kynnti Háskólanum í Reykjavík að byggja innan flugvallargirðingarinnar næstu tíu til fimmtán árin. Afstaða samgönguráðherra hefur því engin áhrif á framkvæmdir fram að þeim tíma. Þetta segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans. Innlent 13.10.2005 19:33
Aflaverðmæti eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum hefur aukist um 1 milljarð króna eða 4,1% frá síðasta ári en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2005 nam aflaverðmætið 25,9 milljörðum króna samanborið við 24,9 milljarða á sama tímabili 2004. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33
Smáhveli strandaði á Siglufirði Um tveggja metra langur blettahnýðir, smáhveli af höfrungaætt, strandaði í tvígang á Siglufirði síðastliðinn miðvikudag. Í bæði skiptin losnaði hann af sjálfsdáðum en virtist vankaður eftir síðara strandið; synti í hringi og hvarf loks sjónum Siglfirðinga. Innlent 13.10.2005 19:33
Orkuveita Stykkishólms seld Orkuveita Reykjavíkur hefur samið við Stykkishólmsbæ um kaup á vatns- og hitaveitu bæjarins og hefur samningurinn í för með sér 35 prósenta verðlækkun á heitu vatni í bænum. Samningurinn var undirritaður í gær en Orkuveita Stykkishólms er metin á 615 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 19:33
Ökuníðingar á ofsahraða Þrír ökuníðingar mældust á ofsahraða í gærkvöldi og í nótt og þykir mildi að ekki hlutust stórslys af háttarlagi þeirra. Innlent 13.10.2005 19:33
Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald Þrír piltar af þeim fimm sem lögreglan í Reykjavík handtók á mánudag, grunaða um ýmis afbrot, hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 26. júlí. Hinum tveimur var sleppt eftir ítarlegar yfirheyrslur. Innlent 13.10.2005 19:33
22 sækja um stöðu útvarpsstjóra Umsóknarfrestur um embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins rann út í dag. Menntamálaráðuneytinu hafa borist tuttugu og tvær umsóknir um embættið en ekki er útilokað að fleiri umsóknir eigi eftir að berast í pósti. Á meðal þeirra sem sækja um eru Elín Hirst, Runólfur Ágústsson, Páll Magnússon, Sigrún Stefánsdóttir og Sigurjón Kjartansson. Innlent 13.10.2005 19:33
Eldur í bát á Ísafirði Eldur kom upp í sportbáti úr plasti á geymslusvæði við höfnina á Ísafirði á fjórða tímanum í dag. Slökkviliðið var fljótt á staðinn en mikill eldur logaði í bátnum. Innlent 13.10.2005 19:33
Yfirvofandi í töluverðan tíma Allri vinnslu í fiskvinnslufyrirtækinu Suðurnesjum var hætt í dag og öllum fjörutíu og fimm starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp. Stefánía Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir lokunina hafa verið yfirvofandi í töluverðan tíma. Reynt hafi verið að bjarga fyrirtækinu en það ekki gengið eftir. Innlent 13.10.2005 19:33
Tryggingabætur öryrkja skerðast Öryrkjar sem hafa lagt fyrir viðbótarlífeyrissparnað missa hluta af tryggingabótum sínum óski þeir eftir að fá hann útborgaðan. Þegar skatturinn hefur einnig tekið sinn toll er ávinningurinn af sparnaðinum nær enginn. Öryrki sem fréttastofan ræddi við segir þetta ekkert annað en þjófnað. Innlent 13.10.2005 19:33
Pólverjunum meinað að tjá sig Pólsku verkamennirnir fimm sem starfa fyrir fyrirtækið Sputnikbátar á Akranesi hefur verið bannað af leigumiðluninni í Póllandi að tjá sig um launamál sín að sögn Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness. Innlent 13.10.2005 19:33
Olíuverð hækkað um 30% Olíuverð til fiskiskipa hefur hækkað um þrjátíu prósent frá áramótum og nemur sú hækkun, umreiknuð á ársgrundvelli, þremur milljörðum króna miðað við þær 280 milljónir lítra sem flotinn notar á ári. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:33
Þyrlan sótti skipverja Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, og björgunarbáturinn Gunnar Friðriksson frá Ísafirði voru kölluð út klukkan korter yfir tíu í morgun vegna tilkynningar um skipverja sem hafði fengið hjartaáfall um borð í skútu við mynni Dýrafjarðar. Innlent 13.10.2005 19:33