Lífið

Arna Schram formaður BÍ

Arna Schram blaðamaður á Morgunblaðinu tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á stjórnarfundi í dag eftir að Róbert Marshall hafði sagt af sér formennsku í félaginu  vegna nýs starfs sem hann hefur tekið við hjá 365 miðlum.  Stjórn BÍ féllst á afsögn Róberts og þakkaði honum vel unnin störf í þágu félagsins. Arna Schram hefur verið varaformaður BÍ síðastliðin rúm tvö ár.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.