Innlent

Fréttamynd

Hlaup hugsanlega hafið

Vísbendingar eru um að Skaftárhlaup hefjist á næstu dögum. Ríkissjónvarpið sagði hlaup hafið fyrir nokkrum mínútum en Veðurstofan vill ekki staðfesta það. Hún sagðist þó fyrr í dag vilja vara ferðalanga á þessum slóðum við.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmennasta hátíðin á Akureyri

Fjölmennasta hátíðin þessa helgina virðist vera Ein með öllu á Akureyri. Þar eru nú hátt í tólf þúsund manns. Sól og blíða er í bænum og 19 stigi hiti.

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið kyrrsett annars staðar

Hin sérstaka rannsóknarnefnd sem skoðað hefur alla þætti flugslyssins í Skerjafirði tekur undir margar athugasemdir aðstandenda þeirra sem fórust og gerir fjölmargar tillögur um bætta starfshætti Flugmálastjórnar og Rannsóknarnefndar flugslysa. Danski sérfræðingurinn í nefndinni telur að samkvæmt íslenskum lögum hefði ekki verið hægt að kyrrsetja vélina, en það hefði verið gert í mörgum öðrum löndum.

Innlent
Fréttamynd

Töluvert af fólki í Kringlunni

Um fimmtán þúsund manns komu á laugardeginum um síðustu verslunarmannahelgi í Kringluna en allar verslanir þar voru opnar í dag. Þar var töluvert af fólki og verslunarmenn almennt sáttir við að vera að vinna.

Lífið
Fréttamynd

Krani fór á hliðina á Sultartanga

Kranastjóri við Sultartanga á fótum sínum fjör að launa í gærkvöld þegar krani sem notaður var til að reisa stagmastur fór á hliðina. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli er verið að leggja nýja línu við Sultartanga og höfðu fjögur möstur verið reist daginn áður. Þegar vinna hófst í gærmorgun gáfu undirstöður hliðartjakka undan við fyrsta mastrið.

Innlent
Fréttamynd

Ógerlegt að taka RÚV af markaðinum

Markús Örn Antonsson telur nær ógerlegt að Ríkisútvarpið verði tekið af auglýsingamarkaði. Páll Magnússon, verðandi útvarpsstjóri, sagði í Íslandi í dag í gær og Kastljósi Ríkissjónvarpsins að hann teldi eðlilegt að skoða að stofnunin yrði ekki á þeim markaði. Markús hefur undirbúið áramótaávarpið fyrir arftaka sinn.

Innlent
Fréttamynd

Líklegt að Skaftárhlaup hefjist

Allt er með kyrrum kjörum við Skaftá en Matthew Robert á Veðurstofu Íslands segir þó vísbendingar um að Skaftárhlaup hefjist. Vart hefur orðið óróa á jarðskjálftamælum á Grímsfjalli og Skrokköldu sem þykja vísbendingar um að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæli töfðu umferð

Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg.

Innlent
Fréttamynd

Bílalestin hægir á ferðalöngum

Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust.

Innlent
Fréttamynd

Flestir á leið til Eyja

Landsmenn eru margir hverjir á ferðalagi þessa stundina, enda verslunarmannahelgin fram undan. Svo virðist sem umferðaþunginn sé mestur á leiðinni á milli Reykjavíkur og höfuðstaðar Norðurlands en að vanda má telja að fjölmennasta útihátíðin verði í Eyjum.

Lífið
Fréttamynd

Kaffi Austurstræti flytur

Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálfti á Skjálfandaflóa

Jarðskjálfti upp á 3,0 á Richter varð á Skjálfandaflóa um eittleytið í nótt. Upptökin voru 15 km norðvestur af Húsavík. Einn smærri jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Ekki hefur orðið vart við frekari virkni á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup að hefjast

Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Upplýsingar ekki fyrir alla?

Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild.

Innlent
Fréttamynd

Strollan af stað

Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er.

Innlent
Fréttamynd

Magnús skattakóngur í Eyjum

Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlan leitaði báts

Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja með lóðaúthlutun

Óánægja er með úthlutun lóða í nýju hverfi í Kópavogi. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra sem úthlutað fengu lóð eru þekktir eða efnaðir einstaklingar eða tengjast bæjarmálum eða bæjarfulltrúum í Kópavogi. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Greiðir 123 milljónir í skatt

Frosti Bergsson kaupsýslumaður er sá einstaklingur sem ber hæstu opinberu gjöldin árið 2005. Hann greiðir nærri 117 milljónir króna í tekjuskatt en liðlega þrjár milljónir króna í útsvar. Álagningin nemur alls tæpum 123 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Áherslubreytingar hjá RÚV

Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Hann segir áherslubreytingar örugglega munu eiga sér stað.

Innlent
Fréttamynd

Mótmælaakstrinum lokið

Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni.

Innlent
Fréttamynd

Losaralegt ráðningarferli

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal."

Innlent
Fréttamynd

Sameinast um löggæslu

Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum.

Innlent
Fréttamynd

Bíla- og flugumferð gengur vel

Búist er við að umferð frá höfuðborgarsvæðinu fari að þyngjast upp úr hádeginu en margir lögðu land undir fót síðdegis í gær. Ekki er vitað um slys eða teljandi óhöpp í umferðinni. Þá gengur innanlandsflug vel til allra áfangastaða og ætla flugfélögin að fljúga fjölmargar ferðir til Vestmannaeyja í dag.

Lífið
Fréttamynd

Páll skipaður útvarpsstjóri

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið.

Innlent
Fréttamynd

Hvorki slys né óhöpp

"Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær.

Innlent
Fréttamynd

Páll næsti útvarpsstjóri RÚV

Páll Magnússon hefur verið skipaður í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára, frá 1. september næstkomandi. Menntamálaráðuneytinu bárust alls 23 umsóknir um embættið.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglan sektar með posum

Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru.

Innlent
Fréttamynd

Kaupa breska verslanakeðju

Baugur og Kaupþing banki hafa keypt bresku tískuverslanakeðjuna Jane Norman fyrir 117 milljónir punda, eða rúmlega þrettán milljarða íslenskra króna. Fyrirtækið rekur þrjátíu og níu verslanir og fimmtíu og sex sérleyfisverslanir í Bretlandi og á Írlandi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Læstirðu dyrunum?

Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann.

Innlent