Lífið

Flestir á leið til Eyja

Landsmenn eru margir hverjir á ferðalagi þessa stundina, enda verslunarmannahelgin fram undan. Svo virðist sem umferðaþunginn sé mestur á leiðinni á milli Reykjavíkur og höfuðstaðar Norðurlands, en að vanda má telja að fjölmennasta útihátíðin verði í Eyjum. Stemningin var góð hjá þjóðhátíðargestum sem fóru með Herjólfi í hádeginu en rúmlega 500 manns fóru með bátnum í dag. Á Reykjavíkurflugvelli var einnig mikið um að vera en alls fóru átján vélar til Vestmannaeyja í dag. Formaður Þjóðhátíðarnefndar telur að um 10 þúsund gestir verði komnir í dalinn í kvöld. Á Akureyri voru komnir um þrjú þúsund gestir um fimmleytið í dag en umferðin norður hefur þyngst með kvöldinu. Tjöldin sem voru komin upp í dag voru þó heldur færri en á sama tíma í fyrra. Á Unglinglandsmótinu í Vík í Mýrdal voru komnir um þrjú þúsund gestir í dag og í Galtalæk er gert ráð að um fjögur þúsund gestir verði komnir þangað í kvöld.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.