Innlent

Þyrlan leitaði báts

Þyrla Landhelgisgæslunnar hóf leit að fiskibáti með fjögurra manna áhöfn undir kvöld í gærkvöldi eftir að sendingar frá honum hættu að berast inn í sjálfvirka tilkynningaskyldukerfið og farið var að óttast um sjómennina. Þyrlan flaug brátt fram á bátinn þar sem hann var um sextíu sjómílur suðvestur af Reykjanesi og var kominn út fyrir dragi tilkynningakerfisins. Allt var í lagi um borð en við svona aðstæður eiga skipstjórnarmenn að láta vita um ferðir sínar um talstöð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×