Innlent

Áherslubreytingar hjá RÚV

Páll Magnússon, nýskipaður útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, segist þakklátur fyrir það að vera treyst fyrir svo mikilvægri og virðulegri stofnun og að hann hlakki til að takast á við starfið. Spurður hvort þettta hafi komið honum á óvart svarar Páll bæði neitandi og játandi: hann hafi búist við að eiga a.m.k. jafna möguleika og aðrir umsækjendur en þetta hafi getað fallið hvoru megin sem var. Páll segist ætla að hugleiða það sem við tekur næsta mánuðinn áður en hann tekur við embættinu, enda að mörgu að hyggja, auk þess sem hann hyggst eyða tíma með fjölskyldunni. „Það verða alveg örugglega áherslubreytingar en ég ætla að sýna þá hæversku að vera ekki að tala mikið um það fyrr en ég er búinn að kynna mér hluti þarna betur en ég þekki nú þegar og hafa samráð við þá sem þarna eru fyrir,“ segir Páll.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×