Innlent Gámar fuku í sjóinn Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sinntu tugum hjálparbeiðna í gær. Margt lauslegt tókst á loft en skemmdir voru ekki miklar. Vindur mældist 43 metrar á sekúndu í sterkustu hviðunum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38 Tjaldvagn fauk á bíla í roki Það blæs hressilega í höfuðborginni, meira en 20 metra í sterkustu hviðunum. Tjaldvagn fauk á tvo kyrrstæða bíla, plötur losnuðu af Korpuskóla, bárujárnsplötur tókust á loft og ryðguð þakrenna sópaðist af húsi í Hafnarfirði. Bílstjórar verða að gæta sín á ýmsu sem fýkur út á götu, frauðplastkössum, plasttunnum, hríslum úr görðum og þvílíku. Innlent 13.10.2005 19:38 Uppgreftri í Eyjum lokið í ár Uppgreftri húsa í Vestmannaeyjum undir vinnuheitinu Pompei norðursins er lokið í ár. Fram undan er frágangur á uppgraftarsvæðinu fyrir veturinn í því skyni að varðveita það sem birst hefur og koma í veg fyrir vikurfok í vetur. Nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:38 Grænfriðungar herja á rækjuskip Grænfriðungar hafa undanfarna daga herjað á rækjuskipið Pétur Jónsson, sem er að veiðum á Flæmska hattinum. Skipstjórinn segist ekkert skilja í þeim. Innlent 13.10.2005 19:38 Hjólhýsum enn ekki óhætt Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður. Innlent 13.10.2005 19:38 Stefna að fiskútrás í Asíu Íslenskt fiskmeti hefur slegið í gegn í Malasíu undanfarnar vikur. Útflutningsfyrirtækið Triton stefnir að mikilli fiskútrás í Asíu þar sem gæði verða tekin fram yfir lágt verð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:38 Feministar segja viðhorf fornt Femínistafélag Íslands telur viðhorf KEA um að fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum vera fornlegt og þvert á allar jafnréttishugsjónir. Innlent 13.10.2005 19:38 Lögmæti atkvæðagreiðslu athugað Lögmenn álversins í Straumsvík kanna lögmæti hugsanlegrar atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi álversins segir að hálfum milljarði hafi verið varið í undirbúning stækkunarinnar og það sé vægast sagt sérkennilegt ætli bæjaryfirvöld að breyta leikreglunum eftir á. Innlent 13.10.2005 19:38 Kanna lögmæti innflutningsbanns Lögfræðingar kanna lögmæti þess að landbúnaðarráðuneytið bannar innflutning á nautakjöti frá Suður-Ameríku þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis sjái ekkert athugavert við að slíkt kjötmeti rati í íslenska maga. Innlent 13.10.2005 19:38 Stundvísi Icelandair minnst í vor Icelandair er neðst á blaði hvað varðar stundvísi í flugi innan Evrópu í nýútkominni skýrslu Alþjóðasamtaka evrópskra flugfélaga. Stundvísi 27 flugfélaga er þar borin saman og Icelandair er í 27. sæti. Innlent 13.10.2005 19:38 Steinhús úr Eyjagosi grafið upp Fyrsta áfanga að Pompei norðursins er lokið og hefur verið grafið ofan af hlöðnu steinhúsi sem stóð við Suðurveg 25 í Vestmannaeyjum. Húsið hafði hvílt undir öskufargi síðan í eldgosinu 1973. Innlent 13.10.2005 19:38 Fagna yfirlýsingu ráðherra Forysta Samtakanna 78 fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hann styðji aukinn rétt homma og lesbía til að stofna fjölskyldu. Innlent 13.10.2005 19:38 Þrír heimsmeistaratitlar Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistaratitil sinn í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Íslendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Sport 13.10.2005 19:38 Réðust þrír gegn einum Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt. Innlent 13.10.2005 19:38 Mjög hvasst undir Hafnarfjalli Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir. Innlent 13.10.2005 19:38 Fyrsti prófasturinn Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Innlent 13.10.2005 19:38 Varað við stormi suðvestanlands Það blæs hressilega í höfuðborginni, nóg til að velta um bárujárni og sópa ryðgaðri þakrennu af húsi í Hafnarfirði svo að dæmi sé tekið. Varar Veðurstofan við stormi suðvestanlands, suðaustanátt og austanátt, allt að 23 metrum á sekúndu. Spáin gerir ráð fyrir að það lægi talsvert um og eftir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:38 Ölvun í aðdraganda Fiskidagsins Talsverð ölvun var á Dalvík í nótt og þurfti lögreglan á Akureyri að hafa sig alla við að stöðva slagsmál og önnur leiðindi eins og hún orðaði það sjálf. Þrír gistu fangageymslur á Dalvík eftir nóttina en Fiskidagurinn mikli, sem er í dag, byrjaði í raun í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:38 RKÍ sendi fé og fulltrúa til Níger Hungursneyð vofir átta milljónum manns í Níger og nálægum löndum og hefur Rauði kross Íslands ákveðið að leggja fram þrjár milljónir króna til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á svæðinu. Fjölmörg börn þar þjást nú af næringarskorti og hefur Alþjóða Rauði krossinn hafið matvæladreifingu til barna undir fimm ára aldri, sem talin eru í mestri hættu. Innlent 13.10.2005 19:38 Vill auka réttindi samkynhneigðra Árni Magnússon félagsmálaráðherra styður heilshugar helsta baráttumál homma og lesbía um að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþáttttöku. Þetta kom fram í ræðu sem Árni hélt á "Hinsegin dögum", sem haldnir voru í miðborg Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 19:38 Samkynhneigðir öðlist sama rétt Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. Innlent 13.10.2005 19:38 Tuttugufaldur íbúafjöldi á Dalvík Fiskur, fjör og bongóblíða. Íbúafjöldinn á Dalvík er talinn hafa að minnsta kosti tuttugufaldast í dag þegar fleiri en þrjátíu þúsund manns sóttu Fiskidaginn mikla. Innlent 13.10.2005 19:38 Rauði kross Íslands til Níger Rauði kross Íslands ætlar að leggja þrjár milljónir í hjálparstarf vegna hungursneyðar sem nú ríkir í Afríkulandinu Níger og nálægum löndum. Innlent 13.10.2005 19:38 Ánægð með Árna "Mér þykir gríðarlega ánægjulegt að hann skuli ganga svona langt," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Samtakanna '78 um ræðu Árna Magnússonar félagsmálaráðherra á Hinsegin dögum í gær. Innlent 13.10.2005 19:38 Drykkjulæti á fiskihátíð Til stimpinga kom á Dalvík snemma í gærmorgun milli nokkurra manna og enduðu þær með því að einn nefbrotnaði og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Málsatvik eru talin ljós og að sögn lögreglu verður kært fyrir líkamsárás. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar vegna málsins. Innlent 13.10.2005 19:38 Þriggja bíla árekstur við Sæbraut Þriggja bíla árekstur varð við Sæbrautina í Reykjavík um fimmleytið í nótt. Þrír voru fluttir til skoðunar á slysadeild Landspítala en eru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur víðs vegar um borgina í nótt en lögreglan segir að öðru leyti hafi verið rólegt í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:38 Gleðigangan að leggja af stað Nú eru hátíðahöld Hinsegin daga í Reykjavík um það bil að ná hámarki sínu því klukkan þrjú hóf gleðigangan svokallaða ferð sína niður Laugaveginn og niður á Lækjargötu. Búast má við mikilli litadýrð og húllumhæi enda hafa skipulögð atriði í göngunni aldrei verið fleiri, eða alls 28. Innlent 13.10.2005 19:38 Í tilraunaflug hjá ESA Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Innlent 13.10.2005 19:38 Skorinn með glerflösku Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 19:38 Styttist í gleðigönguna Hápunktur Hinsegin daga hátíðahaldanna er í dag þegar gleðigangan fer niður Laugaveginn. Byrjað verður að stilla upp litríku vögnunum og skreyttu bílunum fyrir gönguna við Hlemm klukkan eitt en gleðigangan heldur niður Laugaveginn klukkan þrjú. Búast má við einhverjum umferðartöfum af þeim sökum næsta klukkutímann eða svo þannig að áhugasamir ættu að koma sér í bæinn fyrir þrjú til að lenda ekki í vandræðum. Innlent 13.10.2005 19:38 « ‹ ›
Gámar fuku í sjóinn Björgunarsveitarmenn á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum sinntu tugum hjálparbeiðna í gær. Margt lauslegt tókst á loft en skemmdir voru ekki miklar. Vindur mældist 43 metrar á sekúndu í sterkustu hviðunum. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 19:38
Tjaldvagn fauk á bíla í roki Það blæs hressilega í höfuðborginni, meira en 20 metra í sterkustu hviðunum. Tjaldvagn fauk á tvo kyrrstæða bíla, plötur losnuðu af Korpuskóla, bárujárnsplötur tókust á loft og ryðguð þakrenna sópaðist af húsi í Hafnarfirði. Bílstjórar verða að gæta sín á ýmsu sem fýkur út á götu, frauðplastkössum, plasttunnum, hríslum úr görðum og þvílíku. Innlent 13.10.2005 19:38
Uppgreftri í Eyjum lokið í ár Uppgreftri húsa í Vestmannaeyjum undir vinnuheitinu Pompei norðursins er lokið í ár. Fram undan er frágangur á uppgraftarsvæðinu fyrir veturinn í því skyni að varðveita það sem birst hefur og koma í veg fyrir vikurfok í vetur. Nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:38
Grænfriðungar herja á rækjuskip Grænfriðungar hafa undanfarna daga herjað á rækjuskipið Pétur Jónsson, sem er að veiðum á Flæmska hattinum. Skipstjórinn segist ekkert skilja í þeim. Innlent 13.10.2005 19:38
Hjólhýsum enn ekki óhætt Enn er nokkuð hvasst undir Hafnarfjalli þótt nokkuð hafi lægt frá því fyrr í dag. Þá mældust hviður allt upp í 43 metra á sekúndu en sterkustu hviður nú hafa mælst um 28 metrar á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi segir fólki með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum enn ekki óhætt að aka undir fjallinu og biður það að halda kyrru fyrir þar til veðrið gengur niður. Innlent 13.10.2005 19:38
Stefna að fiskútrás í Asíu Íslenskt fiskmeti hefur slegið í gegn í Malasíu undanfarnar vikur. Útflutningsfyrirtækið Triton stefnir að mikilli fiskútrás í Asíu þar sem gæði verða tekin fram yfir lágt verð. Viðskipti innlent 13.10.2005 19:38
Feministar segja viðhorf fornt Femínistafélag Íslands telur viðhorf KEA um að fæðingarorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum vera fornlegt og þvert á allar jafnréttishugsjónir. Innlent 13.10.2005 19:38
Lögmæti atkvæðagreiðslu athugað Lögmenn álversins í Straumsvík kanna lögmæti hugsanlegrar atkvæðagreiðslu meðal bæjarbúa í Hafnarfirði um stækkun álversins. Upplýsingafulltrúi álversins segir að hálfum milljarði hafi verið varið í undirbúning stækkunarinnar og það sé vægast sagt sérkennilegt ætli bæjaryfirvöld að breyta leikreglunum eftir á. Innlent 13.10.2005 19:38
Kanna lögmæti innflutningsbanns Lögfræðingar kanna lögmæti þess að landbúnaðarráðuneytið bannar innflutning á nautakjöti frá Suður-Ameríku þrátt fyrir að embætti yfirdýralæknis sjái ekkert athugavert við að slíkt kjötmeti rati í íslenska maga. Innlent 13.10.2005 19:38
Stundvísi Icelandair minnst í vor Icelandair er neðst á blaði hvað varðar stundvísi í flugi innan Evrópu í nýútkominni skýrslu Alþjóðasamtaka evrópskra flugfélaga. Stundvísi 27 flugfélaga er þar borin saman og Icelandair er í 27. sæti. Innlent 13.10.2005 19:38
Steinhús úr Eyjagosi grafið upp Fyrsta áfanga að Pompei norðursins er lokið og hefur verið grafið ofan af hlöðnu steinhúsi sem stóð við Suðurveg 25 í Vestmannaeyjum. Húsið hafði hvílt undir öskufargi síðan í eldgosinu 1973. Innlent 13.10.2005 19:38
Fagna yfirlýsingu ráðherra Forysta Samtakanna 78 fagnar yfirlýsingu félagsmálaráðherra um að hann styðji aukinn rétt homma og lesbía til að stofna fjölskyldu. Innlent 13.10.2005 19:38
Þrír heimsmeistaratitlar Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistaratitil sinn í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Íslendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Sport 13.10.2005 19:38
Réðust þrír gegn einum Ráðist var á ungling á sautjánda aldursári í Sandgerði í fyrrinótt með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. Voru að verki þrír aðilar sem lögreglan í Keflavík kannaðist við og hefur þegar yfirheyrt. Innlent 13.10.2005 19:38
Mjög hvasst undir Hafnarfjalli Mjög hvasst er nú undir Hafnarfjalli en þar eru hviður allt upp í 43 metra á sekúndu. Lögreglan í Borgarnesi hvetur fólk með hjólhýsi í eftirdragi og á húsbílum að keyra ekki þar um fyrr en veðrið hefur gengið niður og hvetur hún aðra til að fara varlega þar um slóðir. Innlent 13.10.2005 19:38
Fyrsti prófasturinn Fyrsti prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis sem stofnað var 1. ágúst er séra Agnes Sigurðardóttir sem er sóknarprestur í Bolungarvíkurprestakalli og hefur verið prófastur Ísafjarðarprófastsdæmis. Innlent 13.10.2005 19:38
Varað við stormi suðvestanlands Það blæs hressilega í höfuðborginni, nóg til að velta um bárujárni og sópa ryðgaðri þakrennu af húsi í Hafnarfirði svo að dæmi sé tekið. Varar Veðurstofan við stormi suðvestanlands, suðaustanátt og austanátt, allt að 23 metrum á sekúndu. Spáin gerir ráð fyrir að það lægi talsvert um og eftir hádegi. Innlent 13.10.2005 19:38
Ölvun í aðdraganda Fiskidagsins Talsverð ölvun var á Dalvík í nótt og þurfti lögreglan á Akureyri að hafa sig alla við að stöðva slagsmál og önnur leiðindi eins og hún orðaði það sjálf. Þrír gistu fangageymslur á Dalvík eftir nóttina en Fiskidagurinn mikli, sem er í dag, byrjaði í raun í gærkvöld. Innlent 13.10.2005 19:38
RKÍ sendi fé og fulltrúa til Níger Hungursneyð vofir átta milljónum manns í Níger og nálægum löndum og hefur Rauði kross Íslands ákveðið að leggja fram þrjár milljónir króna til hjálparstarfs Alþjóða Rauða krossins á svæðinu. Fjölmörg börn þar þjást nú af næringarskorti og hefur Alþjóða Rauði krossinn hafið matvæladreifingu til barna undir fimm ára aldri, sem talin eru í mestri hættu. Innlent 13.10.2005 19:38
Vill auka réttindi samkynhneigðra Árni Magnússon félagsmálaráðherra styður heilshugar helsta baráttumál homma og lesbía um að öðlast fullan rétt á við gagnkynhneigða til fjölskylduþáttttöku. Þetta kom fram í ræðu sem Árni hélt á "Hinsegin dögum", sem haldnir voru í miðborg Reykjavíkur í gær. Innlent 13.10.2005 19:38
Samkynhneigðir öðlist sama rétt Félagsmálaráðherra sagði í ávarpi á Hinsegin dögum í dag að hann myndi beita sér fyrir því að samkynhneigðir öðluðust fullan rétt á við gagnkynhneigða á sviði hjúskapar og ættleiðinga. Hann segist þó ekki vita hvaða álit aðrir ráðherrar hafi á málinu. Innlent 13.10.2005 19:38
Tuttugufaldur íbúafjöldi á Dalvík Fiskur, fjör og bongóblíða. Íbúafjöldinn á Dalvík er talinn hafa að minnsta kosti tuttugufaldast í dag þegar fleiri en þrjátíu þúsund manns sóttu Fiskidaginn mikla. Innlent 13.10.2005 19:38
Rauði kross Íslands til Níger Rauði kross Íslands ætlar að leggja þrjár milljónir í hjálparstarf vegna hungursneyðar sem nú ríkir í Afríkulandinu Níger og nálægum löndum. Innlent 13.10.2005 19:38
Ánægð með Árna "Mér þykir gríðarlega ánægjulegt að hann skuli ganga svona langt," segir Hrafnhildur Gunnarsdóttir formaður Samtakanna '78 um ræðu Árna Magnússonar félagsmálaráðherra á Hinsegin dögum í gær. Innlent 13.10.2005 19:38
Drykkjulæti á fiskihátíð Til stimpinga kom á Dalvík snemma í gærmorgun milli nokkurra manna og enduðu þær með því að einn nefbrotnaði og var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Málsatvik eru talin ljós og að sögn lögreglu verður kært fyrir líkamsárás. Tveir gistu fangageymslur lögreglunnar vegna málsins. Innlent 13.10.2005 19:38
Þriggja bíla árekstur við Sæbraut Þriggja bíla árekstur varð við Sæbrautina í Reykjavík um fimmleytið í nótt. Þrír voru fluttir til skoðunar á slysadeild Landspítala en eru þó ekki taldir alvarlega slasaðir. Þá voru sjö ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvun við akstur víðs vegar um borgina í nótt en lögreglan segir að öðru leyti hafi verið rólegt í miðbænum. Innlent 13.10.2005 19:38
Gleðigangan að leggja af stað Nú eru hátíðahöld Hinsegin daga í Reykjavík um það bil að ná hámarki sínu því klukkan þrjú hóf gleðigangan svokallaða ferð sína niður Laugaveginn og niður á Lækjargötu. Búast má við mikilli litadýrð og húllumhæi enda hafa skipulögð atriði í göngunni aldrei verið fleiri, eða alls 28. Innlent 13.10.2005 19:38
Í tilraunaflug hjá ESA Ágúst Örn Einarsson, nýútskrifaður vélaverkfræðingur í Danmörku, er fyrsti Íslendingurinn sem hefur farið í tilraunaflug hjá evrópsku geimferðastofnuninni. Tilgangur ferðarinnar var að prófa frumgerð af gervihnetti í þyngdarleysi. Innlent 13.10.2005 19:38
Skorinn með glerflösku Bandarískur hermaður hlaut skurði í hópslagsmálum utan við skemmtistaðinn Traffic við Hafnargötu í Reykjanesbæ á þriðja tímanum í fyrrinótt. Innlent 13.10.2005 19:38
Styttist í gleðigönguna Hápunktur Hinsegin daga hátíðahaldanna er í dag þegar gleðigangan fer niður Laugaveginn. Byrjað verður að stilla upp litríku vögnunum og skreyttu bílunum fyrir gönguna við Hlemm klukkan eitt en gleðigangan heldur niður Laugaveginn klukkan þrjú. Búast má við einhverjum umferðartöfum af þeim sökum næsta klukkutímann eða svo þannig að áhugasamir ættu að koma sér í bæinn fyrir þrjú til að lenda ekki í vandræðum. Innlent 13.10.2005 19:38