Sport

Þrír heimsmeistaratitlar

Jóhann R. Skúlason krækti í þriðja heimsmeistaratitil sinn í tölti á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið var í Svíþjóð um helgina. Íslendingar hömpuðu þremur heimsmeistaratitlum á mótinu: í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Jóhann bar höfuð og herðar yfir aðra keppendur í töltinu og sigraði með miklum yfirburðum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á heimsmeistaramóti. Keppnin í fjórgangi var æsispennandi og munaði einungis 0,04 á einkunn Sigurðar Sigurðarsonar sem sigraði og Stians Pedersen frá Noregi sem varð annar. Íslendingar voru í tveimur efstu sætum í fimmgangi en Styrmir Árnson hreppti gullið nokkuð örugglega á stóðhestinum Hlyni frá Kjarnholtum. Íslendingum var veitt mikil keppni á mótinu enda geysisterk lið að koma frá löndum eins og Svíþjóð, Þýskalandi og Hollandi. Þó að Íslendingar séu enn sem fyrr í efstu sætum í hefðbundnum hringvallargreinum hafa þeir ekki staðið sig sem skyldi í skeiðinu. Má segja að Svíar hafi burstað Íslendinga og skipuðu þeir efstu sæti í öllum skeiðgreinum keppninnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×