Innlent Hugsanleg bótamál vegna Vioxx Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. Innlent 13.10.2005 19:43 Grænmetissnakk á markað Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:43 Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. Innlent 13.10.2005 19:43 Tugþúsundir í miðbænum Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum. Innlent 13.10.2005 19:43 Á flótta með fíkniefni Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. Innlent 13.10.2005 19:43 Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. Innlent 13.10.2005 19:43 Hélt upp á 108 ára afmælið Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43 Prestsmál rædd við biskup Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær. Innlent 13.10.2005 19:43 Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. Innlent 13.10.2005 19:43 Hlupu til styrktar sykursjúkum Yfir tvö hundruð Kanadamenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Fólkið var í líflegum búningum en hópurinn hleypur til styrktar rannsóknum á sykursýki í Kanada. Innlent 13.10.2005 19:43 Tvítugur maður stunginn til bana Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt. Innlent 13.10.2005 19:43 Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. Innlent 13.10.2005 19:43 Á þriðja hundrað viðburða Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan. Innlent 13.10.2005 19:43 Vegagerð í friðland kærð Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. Innlent 13.10.2005 19:43 Systkin í sviðsljósinu Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla. Innlent 13.10.2005 19:43 Tugþúsundir í miðbænum í dag Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:43 Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. Innlent 13.10.2005 19:43 Mannekla hefur slæm áhrif Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjórtán ára stöðvaður á bíl Fjórtán ára drengur var stöðvaður á bíl foreldra sinna í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglunni í Kópavogi að hann hefði séð óvenju smávaxinn og unglegan ökumann undir stýri. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjármálaráðuneyti hafnaði áskorun Fjármálaráðuneytið hafnaði áskorun Félags íslenskra bifreiðareigenda um lækkun skatta á bensíni fyrir bifreiðar. Á heimasíðu FÍB segir að félagið vænti þess að erindi um lækkun skatta á bensíni hafi verið tekið fyrir hjá ríkisstjórninni þó að á svarbréfinu virðist sem það hafi eingöngu verið tekið fyrir hjá fjármálaráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:43 Deilt um breytingar á leiðakerfi Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill. Innlent 13.10.2005 19:43 Harður árekstur Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild. Innlent 13.10.2005 19:43 Harma umferðaslys Stjórn og starfsmenn Strætó bs. sendu frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem þeir harma alvarlegt umferðarslys strætisvagns og vörubíls í Reykjavík í dag. Vagnstjórinn slasaðist alvarlega og er nú á gjörgæslu í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir. Fjórir af sex farþegum vagnsins voru útskrifaðir eftir skoðun en tveir eru enn undir eftirliti lækna þó meiðsl þeirra séu ekki talin alvarleg. Innlent 13.10.2005 19:43 Frjálslyndir ætla ekki í samstarf Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans. Innlent 13.10.2005 19:43 Skólastarf hefst í dag Skólahald í grunnskólum Reykjavíkurborgar hefst á mánudaginn. Rúmlega fimmtán þúsund nemendur koma til með að stunda nám við skólana í vetur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.<font face="Helv"></font> Innlent 13.10.2005 19:43 Tildrög óljós Strætisvagnstjóri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að strætisvagn og vörubíll skullu saman á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar um klukkan níu í morgun. Innlent 13.10.2005 19:43 Vill ekki flugvöll á Löngusker "Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands. Innlent 13.10.2005 19:43 Fjöldi mála í rannsókn Átakið Einn réttur - ekkert svindl sem Alþýðusamband Íslands hleypti af stokkunum í vor gengur vel en fjölmörg mál hafa komið til kasta þeirra tveggja starfsmanna sem með þau fara. Innlent 13.10.2005 19:43 Atvinnuleysi á Þingeyri Á þriðja tug manna eru nú atvinnulausir á Þingeyri í kjölfar lokunar fiskvinnslufyrirtækisins Perlufisks, en eigandi fyrirtækisins gerði einnig út tvo báta sem lögðu upp á staðnum. Innlent 13.10.2005 19:43 Bíða álits forsætisnefndar Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst bíða með að birta upplýsingar um fjárhags- og hagsmunatengsl þingmanna sinna þar til forsætisnefnd hefur fjallað um málið og ákveðið hvort setja skuli almennar reglur fyrir þingmenn um slíkt. Framsóknarmenn gagnrýna þetta og kalla eftir efndum. Innlent 13.10.2005 19:43 « ‹ ›
Hugsanleg bótamál vegna Vioxx Íslenskir gigtarsjúklingar fara hugsanlega fram á skaðabætur vegna notkunar á gigtarlyfinu Vioxx, en í gær voru ekkju manns sem lést í kjölfar notkunar lyfsins dæmdir 16 milljarðar króna í bætur. Viðamikil rannsókn á áhrifum lyfsins á íslenska gigtarsjúklinga er að hefjast. Innlent 13.10.2005 19:43
Grænmetissnakk á markað Sælgætispökkunarvélar eru notaðar til að pakka nýjasta snakkinu á markaðnum inn í umbúðir. Það hljómar kannski ekki vel en staðreyndin er sú að innihaldið er eitt hollasta snakk sem fáanlegt er á markaðnum. Innlent 13.10.2005 19:43
Geta boðið ódýrari lán Innan Íbúðalánasjóðs er unnið að því að lækka vexti á íbúðalánum enn frekar. Nú eru vextir íbúðalána sjóðsins 4,15 prósent eins og hjá bönkum og sparisjóðum. Gangi breytingarnar eftir gætu vextirnir farið niður fyrir fjögur prósent. Innlent 13.10.2005 19:43
Tugþúsundir í miðbænum Gífurlegur mannfjöldi kom saman í miðbæ Reykjavíkur til að taka þátt í atburðum Menningarnætur í gærdag og fram eftir kvöldi. Hámarki náðu hátíðahöldin með tónleikum á Miðbakkanum og flugeldasýningu að þeim loknum. Innlent 13.10.2005 19:43
Á flótta með fíkniefni Til mikilla slagsmála kom í heimahúsi í Grindavík í fyrrinótt. Þegar lögregla kom á staðinn var hinsvegar annara árásarmanna á bak og burt en lögrelan á vettvangi kallaði á kollega sína sem höfðu upp á manninum á Reykjanesbraut þar sem hann var farþegi í bifreið ásamt tveimur öðrum. Innlent 13.10.2005 19:43
Menningarnótt að hefjast formlega Menningarnótt í Reykjavík er í dag. Vel á þriðja hundrað menningaratburðir eru á dagskránni víðs vegar um borgina. Borgarstjóri setur Menningarnóttina formlega klukkan ellefu þegar skemmtiskokki Reykjavíkurmaraþonsins verður hleypt af stað. Innlent 13.10.2005 19:43
Hélt upp á 108 ára afmælið Sólveig Pétursdóttir fyrrverandi húsfreyja í Svínafelli í Öræfum hélt upp á 108 ára afmæli sitt í gær á Heilbrigðisstofnun Suðausturlands þar sem hún dvelur. Hún er næstelst allra Íslendinga. Að sögn starfsfólks er Sólveig við nokkuð góða heilsu þótt sjón og heyrn séu farin að dvína. </font /> Innlent 13.10.2005 19:43
Prestsmál rædd við biskup Matthías G. Pétursson sóknarnefndarformaður Garðasóknar hittir séra Karl Sigurbjörnsson biskup í dag í kjölfar úrsskurðar um tilflutning séra Hans Markúsar Hafsteinssonar í starfi. Hans Markús er í leyfi og séra Friðrik Hjartar messaði í hans stað í gær. Innlent 13.10.2005 19:43
Teknir í Kópavogslaug í nótt Lögreglan í Kópavogi stöðvaði sundleikfimi tveggja rúmlega tvítugra pilta í Kópavogslauginni í nótt, en þeir höfðu brotist þar inn og farið í laugina. Sundferðin hjá piltunum verður þó nokkuð kostnaðarsöm því kalla þurfti sundlaugarvörðinn út sem þurfti að hreinsa til eftir piltana. Innlent 13.10.2005 19:43
Hlupu til styrktar sykursjúkum Yfir tvö hundruð Kanadamenn tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í morgun. Fólkið var í líflegum búningum en hópurinn hleypur til styrktar rannsóknum á sykursýki í Kanada. Innlent 13.10.2005 19:43
Tvítugur maður stunginn til bana Tvítugur Reykvíkingur var stunginn til bana í kjallaraíbúð við Hverfisgötu 58 í gærmorgun. 23 ára karlmaður var í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa stungið hinn látna í vinstra brjóstholið. Þeir voru saman í samkvæmi í húsinu ásamt húsráðendum, karli og konu á fimmtugsaldri, og karlmanni um tvítugt. Innlent 13.10.2005 19:43
Lést af völdum hnífsstungu Tvítugur karlmaður lést af völdum hnífsstungu í húsi í Hverfisgötu 58 í Reykjavík í morgun. Fernt er í haldi lögreglu vegna málsins og verður ákveðið síðar í dag hvort gæsluvarðhalds verður krafist yfir einhverjum fjórmenninganna. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar var maðurinn stunginn í hjartastað og er talið að hann hafi látist samstundis. Innlent 13.10.2005 19:43
Á þriðja hundrað viðburða Menningarnótt Reykjavíkur er haldin í dag, í tíunda sinn. Hátíðin hófst með maraþonhlaupi í morgun og síðan rekur hver atburðurinn annan. Innlent 13.10.2005 19:43
Vegagerð í friðland kærð Vegarslóði frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd upp á Dalsheiði hefur nú verið gerður jeppafær ofan í Leirufjörð í Jökulfjörðum. Innlent 13.10.2005 19:43
Systkin í sviðsljósinu Íslenskar systur unnu maraþon og hálfmaraþon kvenna í Reykjavíkur-maraþoninu meðan sænskir bræður voru jafn sigursælir í maraþoni og hálfmaraþoni karla. Innlent 13.10.2005 19:43
Tugþúsundir í miðbænum í dag Tugþúsundir manna arka nú um miðbæ Reykjavíkur og fylgjast með fjölbreyttri dagskrá Menningarnætur. Gert er ráð fyrir allt að hundrað þúsund manns í miðbænum í kvöld. Innlent 13.10.2005 19:43
Gripnir með marijúana Þrír menn voru handteknir í nótt á Reykjanesbraut þar sem lítilræði af marijúana fannst við leit í bíl þeirra. Mennirnir voru látnir lausir eftir yfirheyrslu. Þá var tilkynnt um minni háttar líkamsárás í heimahúsi í Grindavík í nótt, en hún hefur ekki verið kærð. Innlent 13.10.2005 19:43
Mannekla hefur slæm áhrif Leiðbeinandi á leikskólanum Sjónarhóli segir manneklu valda því að ekki sé hægt að stunda markvissa vinnu í leikskólanum. Launin verði að hækka til þess að fá hæft fólk til starfa. Foreldri er undrandi á því að vandamál vegna manneklu komi upp á hverju ári. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjórtán ára stöðvaður á bíl Fjórtán ára drengur var stöðvaður á bíl foreldra sinna í Kópavogi um klukkan hálf þrjú í nótt. Vegfarandi tilkynnti lögreglunni í Kópavogi að hann hefði séð óvenju smávaxinn og unglegan ökumann undir stýri. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjármálaráðuneyti hafnaði áskorun Fjármálaráðuneytið hafnaði áskorun Félags íslenskra bifreiðareigenda um lækkun skatta á bensíni fyrir bifreiðar. Á heimasíðu FÍB segir að félagið vænti þess að erindi um lækkun skatta á bensíni hafi verið tekið fyrir hjá ríkisstjórninni þó að á svarbréfinu virðist sem það hafi eingöngu verið tekið fyrir hjá fjármálaráðuneytinu. Innlent 13.10.2005 19:43
Deilt um breytingar á leiðakerfi Ágreiningur í stjórn Strætó bs. á fundi í gær varð til þess að Björk Vilhelmsdóttir stjórnarformaður dró til baka tvær tillögur sínar um breytingar á þjónustu strætisvagna. Meirihluti stjórnar telur að kostnaður við breytingar á þjónustutíma, leiðakerfi og tímatöflum verði of mikill. Innlent 13.10.2005 19:43
Harður árekstur Karlmaður er alvarlega slasaður eftir árekstur strætisvagns og vörubíls á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugvegar í morgun. Sex farþegar strætisvagnsins voru fluttir á slysadeild. Innlent 13.10.2005 19:43
Harma umferðaslys Stjórn og starfsmenn Strætó bs. sendu frá sér fyrir stundu yfirlýsingu þar sem þeir harma alvarlegt umferðarslys strætisvagns og vörubíls í Reykjavík í dag. Vagnstjórinn slasaðist alvarlega og er nú á gjörgæslu í kjölfar aðgerðar sem hann gekkst undir. Fjórir af sex farþegum vagnsins voru útskrifaðir eftir skoðun en tveir eru enn undir eftirliti lækna þó meiðsl þeirra séu ekki talin alvarleg. Innlent 13.10.2005 19:43
Frjálslyndir ætla ekki í samstarf Frjálslyndi flokkurinnn ætlar ekki í samstarf við Framsóknarflokkinn eða Samfylkinguna fyrir næstu borgarstjórnarkosningar, en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá borgarstjórnarflokki F-listans. Innlent 13.10.2005 19:43
Skólastarf hefst í dag Skólahald í grunnskólum Reykjavíkurborgar hefst á mánudaginn. Rúmlega fimmtán þúsund nemendur koma til með að stunda nám við skólana í vetur, sem er svipaður fjöldi og í fyrra.<font face="Helv"></font> Innlent 13.10.2005 19:43
Tildrög óljós Strætisvagnstjóri liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að strætisvagn og vörubíll skullu saman á gatnamótum Suðurlandsbrautar, Laugavegar og Kringlumýrarbrautar um klukkan níu í morgun. Innlent 13.10.2005 19:43
Vill ekki flugvöll á Löngusker "Þeir hugsa nú bara um sjálfa sig þessir kappar og hugsa ekki um aðra," segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, og líst ekkert á hugmyndir um byggingu nýs flugvallar á Lönguskerjum sem borgaryfirvöld hafa rætt um við fulltrúa FL Group og dótturfélags þess, Flugfélags Íslands. Innlent 13.10.2005 19:43
Fjöldi mála í rannsókn Átakið Einn réttur - ekkert svindl sem Alþýðusamband Íslands hleypti af stokkunum í vor gengur vel en fjölmörg mál hafa komið til kasta þeirra tveggja starfsmanna sem með þau fara. Innlent 13.10.2005 19:43
Atvinnuleysi á Þingeyri Á þriðja tug manna eru nú atvinnulausir á Þingeyri í kjölfar lokunar fiskvinnslufyrirtækisins Perlufisks, en eigandi fyrirtækisins gerði einnig út tvo báta sem lögðu upp á staðnum. Innlent 13.10.2005 19:43
Bíða álits forsætisnefndar Þingflokkur Samfylkingarinnar hyggst bíða með að birta upplýsingar um fjárhags- og hagsmunatengsl þingmanna sinna þar til forsætisnefnd hefur fjallað um málið og ákveðið hvort setja skuli almennar reglur fyrir þingmenn um slíkt. Framsóknarmenn gagnrýna þetta og kalla eftir efndum. Innlent 13.10.2005 19:43