Innlent Iceland Express fjölgar flugleiðum Iceland Express hyggst fjölga áfangastöðum sínum í níu í stað þeirra þriggja sem nú er flogið til. Gert er ráð fyrir að frá og með maí árið 2006 muni flugfélagið hefja flug til Bergen í Noregi, Stokkhólms og Gautaborgar í Svíþjóð, Hamborgar, Berlínar og Friedrichshafen í Þýskalandi. En þeir áfangastaðir, sem félagið flýgur nú til, eru Kaupmannahöfn, London og Frankfurt-Hahn. Innlent 14.10.2005 06:40 Katrinu kennt um bensínhækkun Verð á öllum tegundum eldsneytis hækkaði umtalsvert í gær hjá olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu en bensínverð hækkaði þó sýnu mestu um heilar fjórar krónur. Innlent 14.10.2005 06:40 Eldsneytishækkanir og olíukreppa Áhrifa Katrínar gætir víða, meðal annars hér á landi. Öll stóru olíufélögin hækkuðu í dag verðið á bensínlítranum um fjórar krónur og báru fyrir sig hækkandi verði á heimsmarkaði af völdum fellibylsins. Innlent 14.10.2005 06:40 Játuðu þjófnað í tölvuverslun Þrír ungir menn, tveir tvítugir og einn 21 árs, játuðu við þingfestingu máls á hendur þeim í Héraðdómi Reykjavíkur í gær að hafa í aprílbyrjun brotist inn í tölvuverslun í Reykjavík og stolið þaðan vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Innlent 14.10.2005 06:40 Ná störfunum til baka á árinu "Þetta eru vissulega vonbrigði en við erum vongóðir um að ná öllum þessum störfum til baka áður en árið er liðið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkur, en átján starfsmenn þar í bæ misstu atvinnu sína í fyrradag þegar rækjuvinnslan Frosti hætti starfsemi. Innlent 14.10.2005 06:40 Enn bíða 480 eftir frístundaplássi Enn eru 480 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum skólabarna í Reykjavík. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, sem er með umsjón með frístundaheimilum skólabarna, segir að alls vanti 99 starfsmenn í stöður víðs vegar um borgina. Innlent 14.10.2005 06:40 Bóluefni gegn lifrarbólgu B búið Bóluefni gegn lifrarbólgu B er nú ófáanlegt hjá innflytjanda hér. Ný sending er komin til landsins og er í gæðaeftirliti. Bóluefnið verður aftur fáanlegt í næstu viku, að sögn Hjörleifs Þórarinssonar forstjóra Glaxo á Íslandi. Innlent 14.10.2005 06:40 Standa vörð um hagsmuni og réttind Starfsemi Neytendastofu og embætti talsmanns neytenda var kynnt fyrir fjölmiðlum íá föstudag en nú eru liðnir tveir mánuðir síðan viðkomandi embætti tóku formlega til starfa. Innlent 14.10.2005 06:40 37% munur á fartölvutryggingum Fartölvueigendur geta sparað sér allt að 37 prósent ef þeir leita eftir tilboðum í fartölvutryggingar. Þetta leiðir ný könnun ASÍ í ljóð. Þar kemur fram að dýrasta tryggingin fyrir 150 þúsund króna tölvu kostar 4.290 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni en sú ódýrasta 3.135 krónur hjá Íslandstryggingu. Innlent 14.10.2005 06:40 Tugir tilkynninga um aukaverkanir Tilkynningar frá læknum um aukaverkanir lyfja hafa streymt inn til Lyfjastofnunar það sem af er árinu. Þær eru nú orðnar 50-60 talsins, sem er meira en helmings aukning miðað við mörg undangengin ár, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:39 Vilhjálmur vill flugvöllinn burt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi vill Reykjavíkurflugvöll burt. Þar vill hann sjá rísa íbúða- og atvinnubyggð. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi gerði í Íslandi í dag í gær en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39 Stefnir í verkfall "Við eigum fund í dag með ríkissáttasemjara og ef ekki næst samkomulag þar er ég ansi smeykur um að það þurfi að koma til verkfalls," segir Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR sem í sex mánuði hefur reynt að ganga frá kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, en án árangurs. Innlent 14.10.2005 06:40 Hefði mátt sækja sýruna sína Ófullnægjandi rannsókn lögregluyfirvalda á Keflavíkurflugvelli er harðlega gagnrýnd í sýknudómi yfir Litháa sem ákærður var fyrir smygl á brennisteinssýru. Litháinn er farinn úr landi, en hefði í raun getað sótt efnið aftur til sýslumanns, því upptökukröfu var hafnað. Innlent 14.10.2005 06:40 Jórunn stefnir á fjórða sætið Jórunn Frímannsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Jórunn er varaorgarfulltrúi og hefur starfað í Hverfafélagi Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi síðan 1999. Innlent 17.10.2005 23:42 Árásarmaður í gæsluvarðhald Maður sem réðist á fyrrum sambýliskonu sína og sló ítrekað í höfuðið með felgulykli síðasta sunnudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. september. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands í gær, en manninum er einnig gert að sæta geðrannsókn. Innlent 14.10.2005 06:40 Gæsluvöllum borgarinnar lokað Gæsluvöllum Reykjavíkurborgar var lokað klukkan hálf fimm í dag. Þeir verða ekki opnaðir aftur fyrr en næsta sumar og þá í umsjón ÍTR. Fréttastofan kíkti í heimsókn á gæsluvöllinn við Malarás í Árbænum í dag en hann hefur verið starfandi síðan árið 1988. Innlent 14.10.2005 06:40 Veittist að lögreglu með hnífi Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 14.10.2005 06:40 Ánægja með Menningarnótt Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menningarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þerira sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera. Innlent 14.10.2005 06:40 Nánari tengsl Færeyja og Íslands Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja. Innlent 14.10.2005 06:40 Saltpéturssýra rann út Slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum eru nú að störfum við hús B&L í Grjóthálsi. 200 lítrar af saltpéturssýru láku úr geymi þar og var slökkvilið kallað á staðinn. Innlent 14.10.2005 06:40 Rækjuvinnslu hætt í Súðavík um sinn Fyrirtækið Frosti í Súðavík hefur sagt upp átján manns, vegna ákvörðunar um að hætta um sinn rækjuvinnslu í verksmiðju félagsins. Innlent 14.10.2005 06:39 Brotalöm á rannsókn að mati dómara Þrjátíu og sjö ára gamall Lithái var í dag sýknaður af að hafa flutt með sér tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins. Dómarinn taldi ósannað að um brennisteinssýru væri að ræða og taldi að rannsaka hefði átt málið betur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir dóminn vera vonbrigði. Innlent 14.10.2005 06:40 Verða sameiginlegt efnahagssvæði Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði. Innlent 14.10.2005 06:40 Á áttunda tug umsókna Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. Innlent 14.10.2005 06:40 Brennisteinssýrumaður sýknaður 37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. Innlent 14.10.2005 06:39 Vill grænt samstarf til vinstri Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. Innlent 14.10.2005 06:40 Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. Innlent 14.10.2005 06:40 Vaxandi óánægja starfsfólks "Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. Innlent 14.10.2005 06:40 Skjóta 7.000 máva ár hvert "Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. Innlent 14.10.2005 06:40 Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. Innlent 14.10.2005 06:40 « ‹ ›
Iceland Express fjölgar flugleiðum Iceland Express hyggst fjölga áfangastöðum sínum í níu í stað þeirra þriggja sem nú er flogið til. Gert er ráð fyrir að frá og með maí árið 2006 muni flugfélagið hefja flug til Bergen í Noregi, Stokkhólms og Gautaborgar í Svíþjóð, Hamborgar, Berlínar og Friedrichshafen í Þýskalandi. En þeir áfangastaðir, sem félagið flýgur nú til, eru Kaupmannahöfn, London og Frankfurt-Hahn. Innlent 14.10.2005 06:40
Katrinu kennt um bensínhækkun Verð á öllum tegundum eldsneytis hækkaði umtalsvert í gær hjá olíufélögunum Skeljungi, Olís og Olíufélaginu en bensínverð hækkaði þó sýnu mestu um heilar fjórar krónur. Innlent 14.10.2005 06:40
Eldsneytishækkanir og olíukreppa Áhrifa Katrínar gætir víða, meðal annars hér á landi. Öll stóru olíufélögin hækkuðu í dag verðið á bensínlítranum um fjórar krónur og báru fyrir sig hækkandi verði á heimsmarkaði af völdum fellibylsins. Innlent 14.10.2005 06:40
Játuðu þjófnað í tölvuverslun Þrír ungir menn, tveir tvítugir og einn 21 árs, játuðu við þingfestingu máls á hendur þeim í Héraðdómi Reykjavíkur í gær að hafa í aprílbyrjun brotist inn í tölvuverslun í Reykjavík og stolið þaðan vörum fyrir tæpar 600 þúsund krónur. Innlent 14.10.2005 06:40
Ná störfunum til baka á árinu "Þetta eru vissulega vonbrigði en við erum vongóðir um að ná öllum þessum störfum til baka áður en árið er liðið," segir Ómar Már Jónsson, sveitarstjóri Súðavíkur, en átján starfsmenn þar í bæ misstu atvinnu sína í fyrradag þegar rækjuvinnslan Frosti hætti starfsemi. Innlent 14.10.2005 06:40
Enn bíða 480 eftir frístundaplássi Enn eru 480 börn á biðlista eftir plássi á frístundaheimilum skólabarna í Reykjavík. Soffía Pálsdóttir, æskulýðsfulltrúi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar, sem er með umsjón með frístundaheimilum skólabarna, segir að alls vanti 99 starfsmenn í stöður víðs vegar um borgina. Innlent 14.10.2005 06:40
Bóluefni gegn lifrarbólgu B búið Bóluefni gegn lifrarbólgu B er nú ófáanlegt hjá innflytjanda hér. Ný sending er komin til landsins og er í gæðaeftirliti. Bóluefnið verður aftur fáanlegt í næstu viku, að sögn Hjörleifs Þórarinssonar forstjóra Glaxo á Íslandi. Innlent 14.10.2005 06:40
Standa vörð um hagsmuni og réttind Starfsemi Neytendastofu og embætti talsmanns neytenda var kynnt fyrir fjölmiðlum íá föstudag en nú eru liðnir tveir mánuðir síðan viðkomandi embætti tóku formlega til starfa. Innlent 14.10.2005 06:40
37% munur á fartölvutryggingum Fartölvueigendur geta sparað sér allt að 37 prósent ef þeir leita eftir tilboðum í fartölvutryggingar. Þetta leiðir ný könnun ASÍ í ljóð. Þar kemur fram að dýrasta tryggingin fyrir 150 þúsund króna tölvu kostar 4.290 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni en sú ódýrasta 3.135 krónur hjá Íslandstryggingu. Innlent 14.10.2005 06:40
Tugir tilkynninga um aukaverkanir Tilkynningar frá læknum um aukaverkanir lyfja hafa streymt inn til Lyfjastofnunar það sem af er árinu. Þær eru nú orðnar 50-60 talsins, sem er meira en helmings aukning miðað við mörg undangengin ár, að sögn Magnúsar Jóhannssonar læknis. </font /></b /> Innlent 14.10.2005 06:39
Vilhjálmur vill flugvöllinn burt Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi vill Reykjavíkurflugvöll burt. Þar vill hann sjá rísa íbúða- og atvinnubyggð. Aldrei áður hefur forystumaður innan Sjálfstæðisflokksins tekið svo afdráttalausa afstöðu gegn flugvellinum og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi gerði í Íslandi í dag í gær en Vilhjálmur býður sig fram í fyrsta sæti lista Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. Innlent 14.10.2005 06:39
Stefnir í verkfall "Við eigum fund í dag með ríkissáttasemjara og ef ekki næst samkomulag þar er ég ansi smeykur um að það þurfi að koma til verkfalls," segir Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR sem í sex mánuði hefur reynt að ganga frá kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, en án árangurs. Innlent 14.10.2005 06:40
Hefði mátt sækja sýruna sína Ófullnægjandi rannsókn lögregluyfirvalda á Keflavíkurflugvelli er harðlega gagnrýnd í sýknudómi yfir Litháa sem ákærður var fyrir smygl á brennisteinssýru. Litháinn er farinn úr landi, en hefði í raun getað sótt efnið aftur til sýslumanns, því upptökukröfu var hafnað. Innlent 14.10.2005 06:40
Jórunn stefnir á fjórða sætið Jórunn Frímannsdóttir hefur ákveðið að gefa kost á sér í fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Jórunn er varaorgarfulltrúi og hefur starfað í Hverfafélagi Sjálfstæðismanna í Laugarneshverfi síðan 1999. Innlent 17.10.2005 23:42
Árásarmaður í gæsluvarðhald Maður sem réðist á fyrrum sambýliskonu sína og sló ítrekað í höfuðið með felgulykli síðasta sunnudag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 20. september. Úrskurðurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vesturlands í gær, en manninum er einnig gert að sæta geðrannsókn. Innlent 14.10.2005 06:40
Gæsluvöllum borgarinnar lokað Gæsluvöllum Reykjavíkurborgar var lokað klukkan hálf fimm í dag. Þeir verða ekki opnaðir aftur fyrr en næsta sumar og þá í umsjón ÍTR. Fréttastofan kíkti í heimsókn á gæsluvöllinn við Malarás í Árbænum í dag en hann hefur verið starfandi síðan árið 1988. Innlent 14.10.2005 06:40
Veittist að lögreglu með hnífi Fertugum manni er gefin að sök sérlega hættuleg líkamsárás á lögreglumann, auk eignaspjalla og hótana í garð barnsmóður og fyrrum tengdafólki. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Innlent 14.10.2005 06:40
Ánægja með Menningarnótt Mikill meirihluti Reykvíkinga er sáttur við Menningarnótt eins og hún hefur verið haldin, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Rúm 74 prósent þerira sem tóku afstöðu til spurningarinnar sögðu að Menningarnótt ætti að halda að ári, með svipuðu sniði og nú var gert. Rúm 25 prósent töldu að einhverjar breytingar ætti að gera. Innlent 14.10.2005 06:40
Nánari tengsl Færeyja og Íslands Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í gær samning um að koma á fót sameiginlegu efnahagssvæði Íslands og Færeyja. Innlent 14.10.2005 06:40
Saltpéturssýra rann út Slökkviliðsmenn í hlífðarbúningum eru nú að störfum við hús B&L í Grjóthálsi. 200 lítrar af saltpéturssýru láku úr geymi þar og var slökkvilið kallað á staðinn. Innlent 14.10.2005 06:40
Rækjuvinnslu hætt í Súðavík um sinn Fyrirtækið Frosti í Súðavík hefur sagt upp átján manns, vegna ákvörðunar um að hætta um sinn rækjuvinnslu í verksmiðju félagsins. Innlent 14.10.2005 06:39
Brotalöm á rannsókn að mati dómara Þrjátíu og sjö ára gamall Lithái var í dag sýknaður af að hafa flutt með sér tvær flöskur af brennisteinssýru til landsins. Dómarinn taldi ósannað að um brennisteinssýru væri að ræða og taldi að rannsaka hefði átt málið betur. Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli segir dóminn vera vonbrigði. Innlent 14.10.2005 06:40
Verða sameiginlegt efnahagssvæði Davíð Oddsson utanríkisráðherra og Jóhannes Eidesgaard, lögmaður Færeyja, undirrituðu í dag samning um frelsi í fjárfestingum og viðskiptum með vörur og þjónustu. Þar með verður Ísland og Færeyjar sameiginlegt efnahagssvæði. Innlent 14.10.2005 06:40
Á áttunda tug umsókna Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. Innlent 14.10.2005 06:40
Brennisteinssýrumaður sýknaður 37 ára gamall Lithái sem ákærður var fyrir að flytja brennisteinssýru í tveimur áfengisflöskum til landsins í síðustu viku, var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var handtekinn fyrir rúmri viku á Keflavíkurflugvelli eftir að tollverðir fundu flöskurnar í bakpoka mannsins. Innlent 14.10.2005 06:39
Vill grænt samstarf til vinstri Svandís Svavarsdóttir framkvæmdastjóri Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. Innlent 14.10.2005 06:40
Nota hunda við fíkniefnaleit í miðborginni Dópistar og dópsölumenn eru ekki lengur óhultir í miðborginni. Lögreglumenn með fíkniefnaleitarhunda hefja á næstunni reglubundna leit að fólki sem er með fíkniefni á sér. Hundarnir finna lykt af fíkniefnum í tuga metra fjarlægð, hvort sem þau eru falin á fólki eða í bílum. Innlent 14.10.2005 06:40
Vaxandi óánægja starfsfólks "Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur," segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða í Hafnarfirði. Stöðugar breytingar á vaktatöflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. Innlent 14.10.2005 06:40
Skjóta 7.000 máva ár hvert "Við skjótum mest á urðunarstaðnum í Álfsnesi en þangað sækja mávarnir í leit að æti en við skjótum líka í eyjunum úti á sundunum," segir Guðmundur Friðriksson, skrifstofustjóri neyslu- og úrgangsmála hjá Reykjavíkurborg. Hann segir að alls séu skotnir um sjö þúsund mávar á hverju ári en það dugi ekki til því kvartanir berist í síauknum mæli inn á borð borgaryfirvalda. Innlent 14.10.2005 06:40
Lítil yfirsýn yfir hættuleg efni Ekkert eftirlit er með brennisteinssýru sem berst til landsins. Tugir einstaklinga og fyrirtækja flytja sýruna inn en hún er nauðsynleg við lokavinnslu amfetamíns. Deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun segir litla yfirsýn vera yfir notkun hættulegra efna í landinu. Innlent 14.10.2005 06:40