Innlent

Á áttunda tug umsókna

Á milli sjötíu og áttatíu umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra Kaupfélags Eyfirðinga en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn laugardag. Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA, segir að verið sé að vinna úr umsóknum og í kjölfarið verði rætt sérstaklega við nokkra aðila. "Stjórnin mun koma saman næstkomandi mánudag og ef vel gengur munum við ganga frá ráðningu nýs framkvæmdastjóra þann dag en annars fljótlega í næstu viku," segir Benedikt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×