Innlent

Stefnir í verkfall

"Við eigum fund í dag með ríkissáttasemjara og ef ekki næst samkomulag þar er ég ansi smeykur um að það þurfi að koma til verkfalls," segir Árni Stefán Jónsson framkvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR sem í sex mánuði hefur reynt að ganga frá kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, en án árangurs. Starfsmenn samtakanna sem eru jafnframt félagsmenn hjá SFR vinna hjá meðferðar- og umönnunarstofnunum eins og Hrafnistu, Grund, SÁÁ og fjölda annara og því ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg ef til verkfalls kæmi. Í gær héldu stafsmennirnir fund og segir í ályktun hans að langlundargeð þeirra sé á þrotum og því krefjist þeir þess að forsvarsmenn SFH gangi frá kjarasamningum við SFR án tafa svo ekki þurfi að koma til alvarlegra átaka. Einnig var stjórn SFR falið að undirbúa atkvæðagreiðslu um verkfall hjá stofnunum innan samtakanna. "Í raun er það sárgrætilega lítið sem ber á milli og það er því alveg sorglegt að svo lítil þúfa ætli að velta svo stór hlassi," segir Árni Stefán.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×