Innlent

37% munur á fartölvutryggingum

Fartölvueigendur geta sparað sér allt að 37 prósent ef þeir leita eftir tilboðum í fartölvutryggingar. Þetta leiðir ný könnun ASÍ í ljóð. Þar kemur fram að dýrasta tryggingin fyrir 150 þúsund króna tölvu kostar 4.290 krónur hjá Tryggingamiðstöðinni en sú ódýrasta 3.135 krónur hjá Íslandstryggingu. ASÍ kannaði einnig mun á heildarkostnaði lána til tölvukaupa. Minnsti lántökukostnaðurinn var hjá S-24 sem bauð skuldabréfalán með 9,75 prósenta vöktum af yfirdráttarlánum og af yfirdráttarlánum námsmannaþjónusta KB banka og Landsbanka sem lækka mánaðarlega. VÍS býður upp á dýrustu tölvukaupalánin samkvæmt könnun ASÍ. Sjá nánar á vef ASÍ.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×