Innlent

Rækjuvinnslu hætt í Súðavík um sinn

Fyrirtækið Frosti í Súðavík hefur sagt upp átján manns, vegna  ákvörðunar um að hætta um sinn rækjuvinnslu í verksmiðju félagsins. Í fréttatilkynningu frá Frosta segir að vegna þeirra alvarlegu aðstæðna sem skapast í atvinnulífi Súðvíkinga við þessar ohjákvæmilegu aðgerðir, hafi hraðfrystihúsið Gunnvör, annar eiganda Frosta, ákveðið að bjóða þeim sem missa vinnuna, störf við bolfiskvinnslu í Hnífsdal, og við störf sem skapast hafa vegna aukinna umsvifa í þorskeldi í Súðavík. Hraðfrystihúsið Gunnvör ætlar í samvinnu við Súðavíkurhepp að skoða möguleika á að taka þátt í kostnaði við akstur starfsfólksins á milli Súðavíkur og Hnífsdals.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×