Innlent

Fréttamynd

Næstir á eftir finnska ríkinu

Eignarhlutur Straums - Burðaráss í finnska flugfélaginu Finnair er kominn upp í tæp ellefu prósent. Straumur, sem er næststærsti hluthafinn í flugfélaginu á eftir finnska ríkinu, hefur verið að bæta við sig hlutum jafnt og þétt á árinu.

Innlent
Fréttamynd

Endursýningar á gömlu íslensku efni

Rætt hefur verið um hlutverk Ríkis­útvarpsins hvað varðar varðveislu og aðgengi að gömlu íslensku sjónvarpsefni. Þykir mörgum sem vinna að heimildamyndum Ríkisútvarpið selja gamalt myndefni of háu verði.

Innlent
Fréttamynd

Stefna gefin út á Nýgifs

Búið er að gefa út stefnu fyrir hönd Brasilíumannanna fimm sem störfuðu hjá Nýgifs og verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. Einnig hefur verið óskað kyrrsetningar á fjármunum Nýgifs til tryggingar kröfu Brasilíumannanna.

Innlent
Fréttamynd

Hálfur milljarður í rekstrarafgang

Samkvæmt drögum að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að tekjur umfram gjöld nemi um hálfum milljarði króna. Áætlunin miðast við að íbúar sveitarfélgsins verði um 5.300 í árslok og er þá ekki tekið tillit til íbúafjölgunar samhliða sameiningu Fjarðabyggðar, Austur­byggðar, Mjóafjarðarhrepps og Fáskrúðsfjarðarhrepps í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Fótbrotnaði eftir árás fíkils

Íbúar við Laugaveg segja að sóðaskapurinn þar sé yfirgengilegur eftir nætur um helgar. Fólk noti lóðirnar sem salerni og skilji eftir sig tómar flöskur, dósir, sprautur og annan óþverra. Nýlega varð einn íbúinn fyrir árás fíkniefnaneytanda um hábjartan dag og fótbrotnaði í viðureigninni.

Innlent
Fréttamynd

Laun hækka um 25 prósent

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Efling hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Meðaltalshækkun launa er um 25 prósent auk þess sem 26 þúsund króna eingreiðsla er innifalin í samkomulaginu.

Innlent
Fréttamynd

Samtök efna til meðmæla­göngu

Efnt hefur verið til svo­kall­að­rar með­mæla­göngu og úti­hátíð­ar í Reykjavík á föstudaginn í tilefni af því að þá verður væntan­lega síðasti starfsdagur Alþingis fyrir jól. Átakshópur öryrkja, Öryrkja­­banda­lag Íslands og Félag eldri ­borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni skipu­leggja uppá­komu­na.

Innlent
Fréttamynd

Bráðamóttaka opnuð við Vog

Ný bráðamóttaka fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga við Sjúkrahúsið Vog verður opnuð í dag. Slík bráðamóttaka var starfrækt þangað til í byrjun þessa árs en þá reyndist óhjákvæmilegt að loka henni vegna fjárskorts.

Innlent
Fréttamynd

Skref í átt að þriðju kynslóð

Tekin hefur verin upp EDGE-tækni í far­síma­­kerf­um Og Vodafone, en hún eykur hraða gagnaflutninga til muna. Síminn vinnur að innleiðingu sömu tækni. EDGE-tæknin er skref í átt að þriðju kynslóðar farsímaþjónustu, en skammstöfunin stendur fyrir En­hanced Data Rates for Global Evo­lution.

Innlent
Fréttamynd

Risna hækkar en ferðir ekki

Ferða-, risnu- og aksturs­kostnaður forsætisráðuneytisins jókst um fjörutíu prósent frá árinu 2003 til ársins 2004. Risnukostnaðurinn einn og sér jókst úr tæpum 13 í liðlega 23 milljónir króna hjá forsætisráðuneytinu, um rúm áttatíu prósent, og er það hlutfallslega langmesta hækkunin á einum lið milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Skynsamleg ákvörðun

Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, telur að stýrivaxtahækkun Seðlabankans á föstudaginn hafi verið skynsamleg ákvörðun miðað við aðstæður. Hann segir að í henni felist skilaboð um að ekki verði gengið lengra á þeirri braut sem verið hefur.

Innlent
Fréttamynd

Landhelgisgæslan að þrotum komin

Helgi Hjörvar segir fjárhagsstöðu Landhelgisgæslunnar mjög veika. Georg Lárus-son, forstjóri Landhelgisgæslunnar, getur ekki tjáð sig um málið. Einar Oddur Kristjánsson telur þetta orðum aukið og gagnrýnir fjármálastjóra Gæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Enn þá vantar starfsfólk

Um fjörutíu börn bíða enn eftir leikskólavist í borginni og 63 starfsmenn vantar á leikskólana. Börnum á biðlista hefur fækkað úr 57 síðan í nóvember. Þetta kemur fram í könnun Menntasviðs Reykjavíkurborgar. Ómönnuðum stöðugildum hefur fjölgað um þrjú frá því í nóvember.

Innlent
Fréttamynd

Verkalýðsbarátta hættuleg

Rúmlega hundrað manneskjur sem tóku þátt í starfi verkalýðsfélaga víðs vegar um heiminn voru myrtar á síðasta ári. Skráðum morðum fjölgaði um þrettán frá árinu áður og er talið að raunverulegar tölur séu mun hærri.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsdeildin vill stofna viðskiptahóp

Íslandsdeild Amnesty International hefur áhuga á að stofna viðskiptahóp til að skoða tengsl viðskipta og mannréttinda. Hugsanlega verða keypt hlutabréf til að hafa áhrif á mannréttindastefnu íslenskra fyrirtækja erlendis.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúð á Höfn

Slökkviliðið á Höfn í Hornafirði var kallað út um kaffileytið í gær eftir að tilkynnt var um bruna í íbúðarhúsi. Kviknað hafði í út frá kerti og voru skemmdir óverulegar en reykræsta þurfti. Einn íbúi var í húsinu þegar eldsins varð vart en það var vegfarandi sem tilkynnti um brunann.

Innlent
Fréttamynd

Nýrri bók fagnað

Haldið var sam­sæti í Listasal Mosfellsbæjar síð­deg­is á fimm­tudag til að fagna útkomu sögu Mos­fells­bæjar, en ákveðið var árið 2002 að ráðast í gerð verksins. Bókin heitir Mosfellsbær, saga byggðar í 1100 ár, en hana rita Bjarki Bjarnason og Magnús Guðmundsson.

Innlent
Fréttamynd

Refsilaus þjófnaður

24 ára gömlum manni var ekki gerð sérstök refsing fyrir að stela tvisvar með fimm mánaða millibili ein­ka­númer­inu "Ostur" af vörubíl sem lagt hafði verið við Samkaup á Dalvík.

Innlent
Fréttamynd

Ribbaldakapitalismi á matvörumarkaði?

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hér á landi ríki einhvers konar ribbaldakapitalismi eins og í Rússlandi á frumskeiði markaðsvæðingar. Þetta sagði hún í ljósi þess að hér ríkti einokun á matvörumarkaði þar sem Baugur hefði hér rúmlega 60 prósenta markaðshlutdeild. Spurði hún viðskiptaráðherra um það hvernig bregðast skyldi við.

Innlent
Fréttamynd

Steypa stífluvegg í skammdeginu

Einhverjir harðsnúnustu byggingaverkamenn landsins steypa þessa dagana tvöhundruð metra háan og snarbrattan stífluvegg Kárahnjúkastíflu í fimbulkulda og skammdegi. Þetta eru einkum Kínverjar sem vinna störf sem hraustir íslenskir karlmenn hafa hrökklast frá.

Innlent
Fréttamynd

Auglýsir eftir stefnu í loftlagsmálum

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, auglýsti eftir stefnu stjórnvalda í loftlagsmálum, það er, hvernig ríkisstjórnin ætlar að bregðast við hinni miklu vá sem af loftlagsbreytingum kann að hljótast. Umhverfisráðherra segir að stjórnvöld muni þrýsta á Bandaríkin og Ástralíu að taka þátt í Kyoto-bókuninni.

Innlent
Fréttamynd

Maður lést í eldsvoða á Ísafirði

Rúmlega fimmtugur maður lést í eldsvoða á heimili sínu á Ísafirði í dag. Slökkviliðið var enn að störfum við að ráða niðurlögum eldsins um kvöldmatarleiti. Tilkynnt var um eld í íbúð við Aðalstræti 25 í gegnum neyðarlínu rétt fyrir klukkan fjögur í dag.

Innlent
Fréttamynd

Utanríkisráðherra segir yfirlýsingu Condoleezzu Rice svara spurningum íslenskra stjórnvalda um ólögmæta fangaflutninga

Í yfirlýsingu sem Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sendi frá sér í dag segir hún leyfilegt samkvæmt alþjóðalögum að flytja fanga milli landa sem ekki hefur verið réttað yfir. Condoleezza sagði jafnframt að bandarísk stjórnvöld gangi úr skugga um að hvers lags yfirheyrsluaðferðir sé við lýði í þeim löndum sem taka á móti föngunum. Bandarísk yfirvöld líði ekki að fangar séu pyntaðir.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone margfaldar flutningsgetu GSM notenda:

Og Vodafone hefur tekið í notkun svokallaða EDGE tækni (Enhanced Data Rates for Global Evolution) sem margfaldar flutningsgetu í farsímum viðskiptavina fyrirtækisins. EDGE nær fyrst um sinn til viðskiptavina á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði.

Innlent
Fréttamynd

Skúli Helgason ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar

Skúli Helgason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar frá og með næstu áramótum. Hann hefur m.a. starfað sem útgáfustjóri tónlistar hjá Eddu-miðlun og útgáfu og framkvæmdastjóri innlendra verkefna hjá Reykjavík Menningarborg Evópu árið 2000.

Innlent