Innlent

Skref í átt að þriðju kynslóð

Farsímar nýtast til fleiri hluta en spjallsins eins, sérstaklega eftir að ný tækni eykur hraða gagnaflutninga.
Farsímar nýtast til fleiri hluta en spjallsins eins, sérstaklega eftir að ný tækni eykur hraða gagnaflutninga.

Tekin hefur verin upp EDGE-tækni í far­síma­­kerf­um Og Vodafone, en hún eykur hraða gagnaflutninga til muna. Síminn vinnur að innleiðingu sömu tækni. EDGE-tæknin er skref í átt að þriðju kynslóðar farsímaþjónustu, en skammstöfunin stendur fyrir En­hanced Data Rates for Global Evo­lution.

Stundum er talað um að aðra og hálfa kynslóð farsíma, en þar er átt við EDGE-tæknina. Í tilkynningu fyrirtækisins kem­ur fram að fyrst í stað nái EDGE-net­ið yfir höfuðborgarsvæðið og Eyjafjörð, en farsímanotendur þar með síma sem styður tæknina geta miðlað gögnum, ljósmyndum, hreyfi­myndum eða vafrað á internetinu á þrisvar til fjórum sinn­um meiri hraða en hingað til.

Flutningshraði í EDGE-kerfinu ræðst af fjarlægð frá sendum og getu einstakra farsíma, en í kerfi Og Vodafone býður tæknin upp á send­ing­ar á allt að því 240 kílóbita hraða á sekúndu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×