Innlent

Laun hækka um 25 prósent

Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar og Efling hafa skrifað undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg. Meðaltalshækkun launa er um 25 prósent auk þess sem 26 þúsund króna eingreiðsla er innifalin í samkomulaginu.

Að því er fram kemur á heimasíðu Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) verður nú hafist handa við að kynna samninginn fyrir félagsmönnum. Allsherjar atkvæðagreiðsla fer þannig fram að félagsmenn fá kjörgögnin send í pósti. Kjarasamningurinn er til þriggja ára eða til ársins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×