Innlent

Fréttamynd

Menntamálaráðherra efins um framhaldið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, sagði á Alþingi í morgun, að samræmd próf í núverandi mynd, í framhaldsskólum heyri líklega sögunni til, hún var þó ekki reiðubúin að slá þau af fyrr en að höfðu samráði við fagaðila.

Innlent
Fréttamynd

Ráðherra gerir alvarlegar athugasemdir við öryrkjaskýrslu

Heilbrigðisráðherra mun í dag gera alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors um hag öryrkja á Íslandi í samanburði við hag öryrkja annars staðar á Norðurlöndum. Stefán hefur nú þegar gert lítið úr athugasemdum forsætisráðherra, sem sagði að niðurstöður Stefáns væru rangar í mörgum meginatriðum.

Innlent
Fréttamynd

Héraðsdómshús landsins plástruð í dag

Plástrar verða settir á héraðsdómshús landsins í dag í því augnamiði að vekja athygli á vanheilsu réttarkerfisins eins og það er orðað. Að plástruninni standa þau samtök og þær stofnanir sem standa að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi undir yfirskriftinni: Heilsa kvenna, heilsa mannskyns: stöðvum ofbeldið.

Innlent
Fréttamynd

Útskrifaður af gjörgæsludeild eftir bílslys

Maðurinn sem sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri jeppa og fólksbíls á mótum Akrafjallsvegar og Akranesvegar í fyrrakvöld, er enn á gjörgæsludeild en verður líklega útskrifaður þaðan síðar í dag og fluttur á almenna deild, að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild.

Innlent
Fréttamynd

Horfur í heimsbúskapnum góðar samkvæmt OECD

Horfur í heimsbúskapnum eru almennt góðar samkvæmt skýrslu OECD um alþjóðlega þróun efnahagsmála sem fjallað er um á vef fjármálaráðuneytisins. Þrátt fyrir umtalsverða hækkun olíuverðs á þessu ári hefur hagvöxtur í heiminum haldist stöðugur og gert er ráð fyrir að svo verði áfram á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Aukinn búðarþjófnaður um jólin

Búðarþjófnaður tvöfaldast í desembermánuði á ári hverju. Mikið af fólki eru þá í verslunum og nýta þjófarnir sér það, sem sumir hverjir eru mjög bíræfnir.

Innlent
Fréttamynd

Enn á gjörgæsludeild eftir bruna

Annar drengjanna sem brenndust illa þegar þeir voru fikta við eldfiman vökva í Grafarvogi fyrir rúmum tveimur vikum er enn á gjörgæslu, að sögn vakthafandi læknis. Ástand drengsins er stöðugt en óljóst er hvenær hann verður fluttur á almenna deild þar sem félagi hans dvelur nú, en hann brenndist ekki eins illa.

Innlent
Fréttamynd

Óvenjumikið um ótryggða og óskoðaða bíla

Óvenju mikið erum ótryggða og óskoðaða bíla í umferðinni um þessar mundir og hefur Umferðarstofa sent lögregluembættum þrjátíu og þrjár þéttskrifaðar blaðsíður með númerum þessara bíla.

Innlent
Fréttamynd

Ýsan í sjötta sæti á fiskmörkuðum

Ýsan, sem trónir lang efst á sölulista allra fiskbúða og endurspeglar þannig smekk flestra landsmanna á fisk, er hinsvegar í sjötta sæti á fiskmörkuðum, sem endurspeglar frekar smekk útlendinga.

Innlent
Fréttamynd

Sjúkraliðar semja við Launanefnd sveitarfélaga

Sjúkaraliðafélag Íslands og launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í gærkvöldi. Hann mun vera á sömu nótum og samningur sjúkraliða við Reykjavíkurborg og ríkið, sem nýverið voru gerðir. Nýi samningurinn verður borinn undir atkvæði félagsmanna á næstunni

Innlent
Fréttamynd

Svifryksmengun fimm sinnum yfir heilsuverndarmörk

Svifryksmengun hefur fimm sinnum farið yfir heilsuverndarmörk í Reykjavík upp á síðkastið, síðast á laugardaginn. Þetta er samkvæmt mælingum við Grensás, en dæmi eru um hið sama víðar í borginni, til dæmis í Húsdýragarðinum.

Innlent
Fréttamynd

Formannsskipti í Mosfellsbæ

Bjarki Bjarnason tók við formennsku í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði af Ólafi Gunnarssyni á aðalfundi félagsins í síðustu viku. Ólafur hafði gegnt formennsku frá stofnun félagsins árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Verðið lækkar mest í Nettó

Verð matvælakörfunnar hefur lækkað um þrettán prósent í Nettó frá í byrjun október samkvæmt verðkönnun ASÍ sem gerð var undir lok síðasta mánaðar.

Innlent
Fréttamynd

Mikil hálka á Austur- og Norðausturlandi

Veruleg hálka er á milli Raufarhafnar og Þórshafnar og um Brekknaheiði. Mjög mikil hálka er einnig frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar um Fagradal og þaðan um Hólmahálsinn til Eskifjarðar, þar er einnig þoka.

Innlent
Fréttamynd

Hrímþoka á Akureyri

Hrímþoka hefur verið á Akureyri í alla nótt og hefur hrímið meðal annars sest á allar trjágreinar og breitt eins konar flosteppi á jörðina. Stillt veður er í bænum og að sögn sjónarvotta var hann einna líkastur undraveröld í morgunsárið þegar birtan frá jólaljósunum brotnaði í ískristöllum út um allt.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert samráð við íbúa eins og samþykkt var

Samþykkt borgarstjórnar um samráð við íbúa um lagningu Sundabrautar eru virt að vettugi, að sögn stjórnarmanns hjá Íbúasamtökum Laugardals. Samtökin skora á alþingismenn að hafna frumvarpi um ráðstöfun á andvirði Landssímans, þar sem í því felist að við lagningu Sundabrautar verði farin svokölluð innri leið.

Innlent
Fréttamynd

Safnað á fölskum forsendum

Félagsmál Mæðrastyrksnefnd í Kópavogi er ósátt við hvernig Mæðrastyrksnefnd Reykavíkur kynn­ir sig þegar styrkjum er safnað fyrir jólin. "Það er óeðlilegt að hringja og kynna sig bara sem Mæðrastyrksnefnd. Á landinu starfa sjö slíkar," segir María Marta Einarsdóttir, gjaldkeri Mæð­ra­styrks­nefnd­ar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Kominn til meðvitundar eftir árás á Laugavegi

Maðurinn, sem ráðist var á á Laugaveginum aðfararnótt laugardags, komst til meðvitundar á gjörgæsludeild Landsspítalans í gær og er á hægum batavegi .Árásarmaðurinn játaði verknað sinn við yfirheyrslur í gær og var sleppt að því loknu, en hann hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Ikea flytur inn næsta haust

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu tæplega 21 þúsund fermetra stórverslunar Ikea í Urriðaholti í Garðabæ. Gert er ráð fyrir að Ikea flytji í nýja húsnæðið næsta haust og loki þá um leið versluninni í Klettagörðum. Gengið hefur verið frá því að Byko byggi tólf þúsund fermetra verslun í Urriðaholti og hefjast framkvæmd­ir eftir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Geir er sáttur við svörin

Geir H. Haarde utanríkisráðherra telur að með yfirlýsingu Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í gær hafi íslensk stjórnvöld fengið fullnægjandi svör við spurningum um meinta fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar um íslenska lofthelgi og flugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Ríkisútvarpið verður gert að hlutafélagi

Nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið var kynnt í stjórnarflokkunum í gær. Ekki verður heimiluð sala þótt Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag. Menntamálaráðherra segir nefskatt léttari fyrir heimilin en afnotagjöld.

Innlent
Fréttamynd

Háseti missti fót við ökkla

Skipstjóri á togveiði­­báti hefur verið dæmdur í mán­að­ar­fang­elsi og svipt­ur skips­stjórn­ar­rétt­indum í þrjá mánuði vegna slyss sem varð um borð vestur af Sandgerði 10. mars sl. Fang­els­isvistin var skilorðs­bund­inn í þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Árásarmaður játaði sök

Karlmanni á þrítugsaldri, sem sat í gæsluvarðhaldi vegna stórfelldrar líkamsárásar á rúmlega þrítugan mann um helgina, hefur verið sleppt eftir að hann játaði sök. Málið telst upplýst, að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Maður lét lífið í eldsvoða

Maður lést í eldsvoða á Ísafirði í gærdag. Tilkynnt var um eld í íbúð að Aðalstræti, sem er við miðbæinn, skömmu fyrir klukkan fjögur. Slökkvilið og lögregla komu fljótlega á vettvang og fór reykkafari inn í íbúðina og fann þar íbúa hennar látinn. Enginn annar var í íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Fávitar og örvitar teknir úr reglugerð

Stutt er síðan Íslendingar notuðu orðin fávitastofnanir, fávitar, vanvitar og örvitar í opinberum gögnum og manna á milli. Þessi orð heyrast ekki lengur um málefni þroskaheftra. Á árum áður var haldin spjaldskrá yfir fávita og örvita.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn vilja lægri sektir

Frestað hefur verið fram yfir áramót máli sem rekið er í Héraðs­dómi Reykja­vík­ur á hend­ur fram­­kvæmda­stjóra og stjórnar­manni­ flutn­inga­fyrirtækis sem sakað­ur er um að standa ekki skil á virðis­auka­skatti og opinberum gjöld­um árin 2000 til 2002. Í milli­tíð­inni gætu lög um brot manns­ins breyst.

Innlent