Innlent

Héraðsdómshús landsins plástruð í dag

Plástrar verða settir á héraðsdómshús landsins í dag í því augnamiði að vekja athygli á vanheilsu réttarkerfisins eins og það er orðað. Að plástruninni standa þau samtök og þær stofnanir sem standa að 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi undir yfirskriftinni: Heilsa kvenna, heilsa mannskyns: stöðvum ofbeldið. Almenningi er boðið að taka þátt í gjörningnum og er hann hvattur til að mæta við þann héraðsdómstól sem næstur er klukkan fimm í dag.

Í tilkynningu frá aðstandendum gjörningsins segir að árlega leitihundruð kvenna til Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgunar og Kvennaathvarfsins, en athygli vekiað einungis fáar þeirra kæriofbeldisbrotin gegn þeim. Af þeim málum semhafi boristtil Stígamóta á síðasta árivitað að 6,2prósenthafi komist til opinberra aðila. Einungis 7-12prósentkvenna sem leititil Kvennaathvarfsins og tæpur helmingur þeirra sem komiá Neyðarmóttökuna leggifram kæru.

Í tilkynningunni segir að ástæðurnar séu margar: Málinséufyrnd, konur treystisér ekki í gegnum kæruferlið,þærtreystiþví ekki að þeim sé trúað eða hafienga trú á því að réttlætið nái fram að ganga. Því miðurséuallt of mörg dæmi sem benda til þess að réttarkerfið þjóni konum síður en körlum; ofbeldisbrot gegn konumséuekki sett í forgang við rannsókn og dómar yfir ofbeldismönnumséumildaðir sökum þess að konur eru taldar ögra karlmönnum á einhvern hátt og beri þannig sjálfar ábyrgð á ofbeldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×