Innlent

Aukinn búðarþjófnaður um jólin

MYND/Valli

Búðarþjófnaður tvöfaldast í desembermánuði á ári hverju. Mikið af fólki eru þá í verslunum og nýta þjófarnir sér það, sem sumir hverjir eru mjög bíræfnir.

Jólin nálgast og flestir eru í óða önn að undirbúa komu þeirra. Hluti af jólaundirbúningnum eru jólainnkaupin og fjölgar fólki í verslunum mikið á þessum tíma. Einn af miður skemmtilegum fylgifiski jólanna er búðaþjófnaður sem tvöfaldasta í desembermánuði á ári hverju.

Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að algengt sé að í kringum tveir til þrír séu teknir fyrir búðaþjófnað á degi hverjum hér á landi. Mikil aukning sé á þjófnaði úr verslunum í desember eða í kringum fimmtíu prósent. Fólk sé að ná sér í ódýrar jólagjafir á þennan hátt.

Algengast er um að fötum og bókum sé stolið en einnig er nokkuð um að matvörum sé stolið. Geir Jón segir suma þjófana mjög bíræfna. Lögreglan hefur tekið fólk fyrir búðaþjófnað og eftir að hafa fengið húsleit á heimili þeirra hefur komið í ljós að þar er þýfi úr verslunum fyrir hundruðir þúsunda. Það sé nánast um litla verslun að ræða heima hjá þessum einstaklingum þar sem verðmiðar eru enn á mörgum vörum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×