Innlent

Ýsan í sjötta sæti á fiskmörkuðum

MYND/GVA

Ýsan, sem trónir lang efst á sölulista allra fiskbúða og endurspeglar þannig smekk flestra landsmanna á fisk, er hins vegar í sjötta sæti á fiskmörkuðum, sem endurspeglar frekar smekk útlendinga. Á fiskmörkuðunum í síðustu viku var skarkolinn í efsta sæti, seldist á 186 krónur kílóið, slægður þorskur næstur á 162, hlýri í þriðja sæti á 121, steinbítur á 110 og ýsan var á 98 krónur kílóið, eða 88 krónum ódýrari en skarkolinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×