Innlent

Fréttamynd

Kjaranefnd ákvarði laun embættismanna

Stjórnarfrumvarp til laga um kjararáð verður lagt fram á Alþingi á næstu dögum. Í því er gert ráð fyrir að Kjaradómi og Kjaranefnd verði steypt saman í fimm manna kjararáð og mun það ákveða laun forseta, ráðherra, þingmanna og dómara. Nefnd allra þingflokka sem ríkistjórnin skipaði 30. janúar síðast, til að fara yfir lög um Kjaradóm og kjaranefnd skilaði inn niðustöðum sínum í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Skiptar skoðanir innan Samfylkingarinnar um flugvöll

Skiptar skoðanir eru um það innan þingflokks Samfylkingarinnar hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að víkja úr Vatnsmýrinni, en skoðanirnar grundvallast þó ekki á því hvort um er að ræða landsbyggðarþingmenn eða þingmenn á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram umræðum um staðsetningu sjúkraflugvéla í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Innlent
Fréttamynd

Pólverji áfram í gæsluvarðhaldi fyrir austan

Gæsluvarðhald yfir Pólverja, sem handtekinn var með fíkniefni á Seyðisfirði 7. mars síðastliðinn, hefur verið framlengt til 19. apríl. Þrjú kíló af hassi og nærri fimmtíu grömm af kókaíni fundust við tolleftirlit í bíl hans við komu Norrænu til Seyðifjarðar og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag.

Innlent
Fréttamynd

Umfjöllun um matvælaverð ósanngjörn

Ekki er sanngjarnt að segja að matvöruverslanir hriði gengishagnað af neytendum eins og Blaðið hélt fram í umfjöllun sinni um matvælaverð nú fyrir skömmu. Þetta segja Félag íslenskra stórkaupmanna og Samtök verslunar og þjónustu í yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Samfylkingarmenn hlynntastir aðild að Evrópusambandinu

Meirihluti Framsóknarmanna og Samfylkingarmanna vilja að Íslendingar taki upp aðildarviðræður við Evrópusambandið samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Eins við greindum frá í fréttum okkar fyrr í dag þá eru tæplega fjörtíu og eitt prósent landsmanna hlynntir aðild að Evrópusambandinu. Þegar við skoðum hins vegar hvernig hlutfallið skitpist eftir því hvaða flokk fólk ætlar að kjósa kemur í ljós að Samfylkingarmenn eru hlynntastir aðild að sambandinu.

Innlent
Fréttamynd

Samstaða á þingi gegn forgangsgreiðslum

Samhljómur var um það meðal þingflokka í utandagskrárumræðu á Alþingi í dag ekki skuli heimila efnameira fólki að kaupa sig fram fyrir á biðlistum í heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherra tilkynnti við umræðurnar að til stæði að leggja fram frumvarp um ný heilbrigðislög nú á vorþingi.

Innlent
Fréttamynd

Vill stuðning við baráttu gegn tollum

Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hvatti breska hagsmunaaðila í sjávarútvegi í gær til að styðja Íslendinga í baráttunnin fyrir það að Evrópusambandið aflétti þeim tollum sem eru nú lagðir á íslenskar sjávarafurðir við innflutning til landa Evrópusambandsins.

Innlent
Fréttamynd

Áfrýjað í Baugsmálinu

Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, hefur ákveðið að áfrýja sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í síðustu viku. Hann áfrýjar sýknun í sex af átta ákæruliðum.

Innlent
Fréttamynd

Fagna flutningi starfa út á land

Þingmenn úr öllum flokkum fögnuðu því á Alþingi í dag að starfsemi Fæðingarorlofssjóðs skuli flutt í Húnavatnssýslur. Þeir sögðu að með því væri stutt við atvinnulíf á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rafgeymar splundruðust yfir all stórt svæði

Ílát sem notað er til flutnings á notuðum rafgeymum valt af bíl frá Flytjanda í gærkvöldi. Við það splundruðust rafgeymar sem voru í ílátinu yfir all stórt svæði. Óhappið varð um klukkan sjö í gærkvöldi við rætur Öxnadalsheiðar. Hreinsunarstarf gekk vel en fimmtán manns frá Brunavörnum Skagafjarðar og Björgunarsveitinni í Varmahlíð stóðu að hreinsuninni fram undir miðnætti í gær.

Innlent
Fréttamynd

Dæmdur fyrir umferðarlagabrot

Rúmlega þrítugur Selfyssingur var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik og umferðarlagabrot.

Innlent
Fréttamynd

Áreitti tvær ungar stúlkur

Karlmaður var í dag dæmdur til tveggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að áreita tvær ungar stúlkur á heimili sínu í Kópavogi. Maðurinn hafði boðið stúlkunum heim til sín. Þar þótti sýnt að hann hefði kysst aðra stúlkuna á handlegg og háls og látið hina stúlkuna kyssa sig.

Innlent
Fréttamynd

Bílvelta nærri Varmahlíð

Ökumaður velti bíl sínum rétt fyrir utan Varmahlíð um klukkan þrjú. Að sögn lögreglunnar á Sauðarkróki er lögreglan á staðnum en bílstjórinn virðist hafa misst stjórn á bílnum í hálku með fyrrgreindum afleiðingum.

Innlent
Fréttamynd

Flugmálastjórnir settar undir einn hatt

Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli verður lögð niður í núverandi mynd og starfsemi hennar flutt undir Flugmálastjórn Íslands. Samgönguráðherra segir hægt að ná fram mikilli hagræðingu með þessum hætti en segir þetta ekki þurfa að hafa mikil áhrif á það fólk sem þar vinnur.

Innlent
Fréttamynd

Fylgi við aðild Íslands að ESB minnkar

Færri segjast hlynntir aðild Íslands að Evrópusambandinu en undanfarin ár, samkvæmt nýrri Gallup-könnun. Þeim sem vilja taka upp evruna fjölgar hins vegar töluvert frá síðustu könnun.

Innlent
Fréttamynd

Mátti ekki svara fyrir sig

Forsetinn átti ekki að svara fyrir sig þegar Morgunblaðið gagnrýndi Mónakóferð forsetans á síðasta segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og ritstjóri Fréttablaðsins. Hann segir að með því hafi forsetinn farið gegn stjórnskipulegri stöðu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Síminn selur líklega sinn hlut í Kögun

Skoðun, dótturfélag Dagsbrúnar, hefur keypt fimmtíu og eitt prósent hlutafjár í Kögun. Síminn, sem er stærsti hluthafinn í Kögun, hafði sýnt áhuga á að leiða fyrirtækið en mun nú líklega fara út úr fyrirtækinu.

Innlent
Fréttamynd

Aðstandendafélag aldraðra stofnað

Stofnfundur Aðstandendafélags aldraðra verður haldinn í Félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði á sunnudaginn. Félagið verður opið öllum sem láta sig hagsmunamál aldraðra varða.

Innlent
Fréttamynd

Stórt verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ

Smáratorg, sem rekur meðal annars Rúmfatalagerinn, hyggst reisa 26 þúsund fermetra verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ. Félagið hefur þegar fest kaup á lóð í bænum en áætlað er að framkvæmdir hefjist strax á næsta ári og að verslunarhúsnæðið verði tilbúið árið 2008. Landið sem Smáratorg hefur tryggt sér var áður var nýtt undir körtubraut við Reykjanesbrautina. Að sögn Agnesar Geirsdóttur, framkvæmdastjóra Smáratorgs, sem kynnti hugmyndina á framkvæmdaþingi Reykjanesbæjar fyrir tæpum tveimur vikum hyggst fyrirtækið reisa sams konar verslunarhúsnæði í Reykjanesbæ og á Selfossi. Vinna að teikningum á húsunum er á frumstigi en fyrstu teikninga er að vænta í maí. Á lóðinni í Reykjanesbæ verður gert ráð fyrir 23 þúsund og fimm hundruð fermetra verslunarhúsi þar sem Rúmfatalagerinn verður að finna, stóra matvöruverslun ásamt minni verslunum. Þá er gert ráð fyrir 1500 fermetrum undir bensínstöð á svæðinu og þúsund fermetrum undir veitingastað en ekki er ljóst hver það verður. Aðspurð segir Agnes að ef allt gangi að óskum verði ráðist í framkvæmdirnar í bæði Reykjanesbæ og á Selfossi á næsta ári og er áætlað að þeim ljúki haustið 2008. Eins og kunnugt er hafa menn töluverðar áhyggjur af atvinnumálum á Suðurnesjum eftir að bandarísk stjórnvöld tilkynntu að dregið yrði verulega úr starfsemi varnarliðsins á næstu mánuðum Agnes segist ekki geta spáð fyrir um hversu margir fái vinnu í hinum nýju verslunum í Reykjanesbæ enda vinna að verkefninu skammt á veg kominn. Þá bendir hún á að verslanirnar verði ekki opnaðar fyrr en á haustdögum 2008.

Innlent
Fréttamynd

Launavísitalan hækkar

Launavísitala hefur hækkað um 8,6% síðastliðnum tólf mánuði. Launavísitala febrúarmánðar er 284,4 stig og hækkaði um 0,6% frá fyrri mánuði. Launavísitala sem gildir við útreikning greiðslumarks fasteignaveðlána í apríl 2006 er 6222 stig að því fram kemur á vef Hagstofunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dagsbrún kaupir 51 prósent í Kögun

Skoðun ehf., sem er í 100 prósent eigu Dagsbrúnar hf., hefur eignast 51 prósent hlutafjár í Kögun hf. Félagið mun leggja fram yfirtökutilboð til hluthafa Kögunar hf. í samræmi við ákvæði um verðbréfaviðskipti, að því er fram kemur í tilkynningu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vill aðstoð Breta við að þrýsta á Evrópusambandið

Sjávarútvegsráðherra hvetur hagsmunaaðila í sjávarútvegi í Bretlandi til að leggja Íslendingum lið í að þrýsta á Evrópusambandið að aflétta tollum sem eru á nokkrum íslenskum sjávarafurðum. Ráðherrann er nú staddur í heimsókn í Bretlandi.

Innlent