Innlent

Fréttamynd

Sekt fyrir að stefna ungmennum í hættu

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt forsvarsmann verktakafyrirtækis til að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum við uppsetningu vinnupalla vegna framkvæmda.

Innlent
Fréttamynd

Sóttu uppsagnarbréfin í dag

Íslenskir stafsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sóttu margir í dag uppsagnarbréf sín. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja vonast til að það skýrist sem fyrst hvaða starfsmenn halda störfum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sameinast í Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins verða sameinaðar í nýja miðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga. Tilgangur þessarra breytinga er að sögn iðnaðarráðherra að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings

Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag

Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip kaupir helming í Innovate

Eimskip eignast helming hlutafjár í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings fyrir lok apríl. Samkomulag er milli aðila um að Eimskip eignist félagið að fullu síðar en stjórnendur Innovate munu halda áfram störfum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

300 manns á biðlista

Þó að fylgikvillar offitu kosti samfélagið milljarða króna á ári er hún ekki eitt af forgangsverkefnum í heilbrigðisáætlun til ársins tvö þúsund og tíu. Þrjú hundruð manns bíða eftir meðferð vegna offitu á Reykjalundi. Biðlistinn lengist stöðugt og meira en tvö ár geta liðið þangað til fólk kemst að.

Erlent
Fréttamynd

Um tuttugu tegundir á hundasýningu Íshunds

Það var líf og fjör á alþjóðlegri hundasýningu hjá hundaræktunarfélaginu Íshundi nú um helgina. Þær voru ekki ófáar fyrirsæturnar og þær kunna svo sannarlega að meta athyglina.

Innlent
Fréttamynd

Sjálstæðismenn með vísan meirihluta

Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi.

Innlent
Fréttamynd

Flestar leiðir færar

Skafrenningur og þæfingur er víða á vegum um landið en þó eru flestar leiðir færar. Á Vestfjörðum er þæfingur á Dynjandisheiði og jeppaslóð er yfir Hrafnseyararheiði. Skafrenningur er á heiðum á Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víða éljagangur og skafrenningur en helstu leiðir eru færar.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnvöldum ber að fara sér hægt

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir íslensk stjórnvöld eiga að fara sér hægt í að opna fyrir frjálsa för fólks frá hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins. Ráðamenn þurfa að taka ákvörðun fyrir 1. maí um það hvernig verði að málunum staðið.

Innlent
Fréttamynd

Greiningardeild Glitnis spáir 6% verðbólgu í maí

Verðbólgan mun mælast sex prósent í maí gangi spáin greinindardeildar Glitnis eftir. Verðbólgan verður þá nokkuð yfir efri þolmörkum Seðlabankans, sem eru fjögur prósent, og hvergi nærri verðbólgumarkmiði bankans sem er tvö komma fimm prósent. Litlar líkur eru taldar á að verðbólgan fari undir efri þolmörk Seðlabankans í bráð.

Innlent
Fréttamynd

Kynjafræði eigi erindi inn í kennaramenntun

Taka ætti upp kynjafræði í kennaranám meðal annars til að takast á við jafnréttismálin og kynferðisofbeldi í samfélaginu, að mati lektors í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Könnun sýnir að kennaranemar sýna námsgreininni mikinn áhuga.

Innlent
Fréttamynd

Ráðamenn eiga að virða reglur rétt eins og stjórnsýslulög

Virði ráðamenn ekki reglur sem þeir sjálfir hafa sett, eins og stjórnsýslulög og álit Umboðsmanns Alþingis, er eins gott að leggja embættið niður segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður. Álit umboðsmanns Alþingis á vali fyrrum félagsmálaráðherra á ráðuneytsstjóra, er mjög harðort en samt ætlar núverandi félagsmálaráðherra ekkert að aðhafast.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn. Fréttavefurinn Horn greinir frá því að tvær heiðlóur ársins hafi sést utan við Ósland á Höfn í Hornafirði um klukkan níu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Vilja endurskoðun á samgönguáætlun

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar vill að Alþingi og samgönguyfirvöld endurskoði nú þegar samgönguáætlun og veiti meira fé til verkefna á höfuðborgarsvæðinu. Bæjarstjórinn segir að binda verði enda á kílómetra langar raðir sem myndist á álagstímum á aðalæðum bæjarins.

Innlent
Fréttamynd

Skipulagsbreytingar hjá flugmálastjórn

Flugmálastjórn verður skipt upp í ársbyrjun 2007. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra segir breytingarnar muni gera flugmálastjórn mun samkeppnishæfari í baráttu við önnur flugumferðarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Rússar uppljóstruðu um herflutninga Bandaríkjamanna

Rússar gáfu Saddam Hússein upplýsingar um herflutninga Bandaríkjamanna í Írak, í byrjun Íraksstríðsins árið 2003. Þetta kemur fram í nýrri 210 síðna skýrslu varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna um innrásina í Írak.

Innlent
Fréttamynd

Hlíðarfjall opið í dag

Hlíðarfjall verður opið í dag til klukkan fimm. Flestar lyftur og skíðleiðir verða opnaren skíðafæri er mjög gott, púðursnjór og troðinn púðursnjór. Göngubrautin er einnig troðin. Aðstæður líta því vel út fyrir páska og Andrésar andarleikana sem verða í lok apríl.

Innlent
Fréttamynd

Tvenn fíkniefnamál á Akranesi

Lögreglan á Akranesi fann 15 grömm af amfetamíni á manni við venjubundið eftirlit í gærdag. Maðurinn var handtekinn og í framhaldi var gerð húsleit í húsi á Akranesi þar sem tveir menn voru handteknir. Fíkniefni fundust á öðrum þeirra og einnig tæki til neyslu fíkniefna sem gerð voru upptæk. Mönnunum var öllum sleppt að loknum yfirheyrslum og málið telst upplýst.

Innlent
Fréttamynd

Sér ekki fyrir kreppuástand

Í nýrri skýrslu greiningardeildar ameríska fjárfestingarbankans JP Morgan um íslensku bankana er undirstrikað að hvorki OECD né matsfyrirtæki geri ráð fyrir að í aðsigi sé djúp efnahagskreppa á Íslandi. Danske Bank gaf í vikunni út spá um slíkt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Børsen gagnrýnir Danske bank

Íslenskt efnahagslíf virðist vera að færast yfir í nýtt ferli þar sem jafnvægi kemur á útrás síðustu ára. Það verður hollt hvað varðar vöxtinn til lengri tíma litið, segir í leiðara danska viðskiptaritsins Børsen í gær.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

VÍS hagnast á hlutabréfum

VÍS hagnaðist um 8.444 milljónir króna í fyrra sem er 46 prósenta aukning frá árinu 2004. Arðsemi eiginfjár var 44 prósent samanborið við 65 prósent árið 2004.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Örlög heims og Toronto á hobbita herðum

Það eru ekki aðeins örlög alheimsins sem hvíla á herðum Fróða og hinna hobbitanna í Toronto því nú á söngleikur sem unninn er upp úr sögu Tolkiens, Hringadróttinssögu, að laða að sér ferðamenn til Toronto í Kanada. Flutningur verksins tekur þrjá og hálfa klukkustund og kostaði uppfærslan litlar 27 milljónir bandaríkjadala

Erlent
Fréttamynd

Segja ummæli Dags um Sundabraut óásættanleg

B-listinn í Reykjavík gagnrýnir harðlega yfirlýsingu Dags. B. Eggertssonar um að betra væri að leggja Sundabraut alla í einum áfanga en hafa hana einfalda og segja óásættanlegt að formaður skipulagsráðs skuli leggja slíkt til.

Innlent
Fréttamynd

Lækningamáttur lýsis ofmetinn

Blessað lýsið er bæði hollt og gott, eða því höfum við að minnsta kosti haldið fram til þessa. Niðurstöður nýrrar breskrar rannsóknar benda hins vegar til að lækningamáttur lýsisins sé stórlega ofmetinn.

Erlent
Fréttamynd

Burðarþolið kannað

Hún var ekki stór í sniðum brúin sem mældist með mesta burðarþolið í brúarkeppni véla- og iðnaðarverkfræðinema við Háskóla Íslands sem haldin var í dag. Fjöldi nema tók þátt í keppninni sem er hluti af námi þeirra.

Innlent