Dagsbrún vill Wyndeham 25. mars 2006 00:01 Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Dagsbrún hefur gert tilboð í öll hlutabréf í breska prentfyrirtækið Wyndeham Press Group fyrir tíu milljarða króna. Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu. Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira
Dagsbrún hefur gert yfirtökutilboð í breska prent- og samskiptafyrirtækið Wyndeham Press Group, sem er skráð í kauphöllina í Lundúnum, og nemur verðmæti yfirtökunnar 80,6 milljónum punda eða tíu milljörðum króna. Það er dótturfélag Dagsbrúnar, Daybreak, sem stendur að yfirtökunni með aðstoð Landsbankans og Teather & Greenwood. Stjórn Wyndeham hefur lagt blessun sína yfir tilboðið sem hljóðar upp á 155 pens á hvern hlut. Í gærmorgun höfðu eigendur um 20 prósent hlutafjár gefið samþykki sitt fyrir kaupunum en tilboðið hljóðar upp á 1,55 pund á hvern hlut sem 21 prósent yfirverð frá lokagengi á miðvikudaginn. Wyndeham er eitt af stærstu prentfyrirtækjum á Bretlandseyjum, prentar yfir 600 tímarit í hverjum mánuði og býður upp á víðtækar lausnir fyrir útgefendur og auglýsendur á sviði prentunar. Félagið velti yfir 17,5 milljörðum króna á síðasta reikningsári og skilaði um 700 milljóna króna hagnaði fyrir skatta. "Þetta félag er á góðu verði og hefur mikla vaxtarmöguleika. Félagið er í rekstri sem er okkur ekki ókunnugur og það hefur reynst okkur vel að vera í prentun og dreifingu á sama tíma og við höfum verið í fjölmiðlum," segir Gunnar Smári Egilsson, forstjóri Dagsbrúnar. Wyndeham hefur byggst upp í gegnum fjölmörg fyrirtækjakaup og samruna á liðnum árum. "Við sjáum tækifæri annars vegar að láta þetta fyrirtæki vaxa eitt og sér, vegna stærðar þess, og hins vegar að það opnist möguleikar fyrir aðra þætti í starfsemi Dagsbrúnar." Hann segir að þessi kaup breytu engu um vaxtaráform félagsins á Norðurlöndunum. Deutsche Bank, sem hefur Orkla Media til sölu, opnar bækur fjölmiðlafélagsins í næstu viku og þá munu forsvarsmenn Dagsbrúnar ákveða í framhaldi af því hvort fyrirtækið taki þátt í tilboðsferlinu. Þá hefur félagið stofnað dótturfélag í Danmörku sem vinnur að stofnun fríblaðs. Frá áramótum hefur Dagsbrún fjárfest grimmt innan- sem utanlands. Félagið festi kaup á Securitas í janúar fyrir um 3,2 milljarða, á Senu fyrir 3,6 milljarða og stefnir að yfirtöku á Kögun eftir að hafa greitt 7,2 milljarða fyrir 51 prósenta hlut í þessari viku. Gangi yfirtakan á Kögun og Wyndeham eftir hefur Dagsbrún fjárfest fyrir 31 milljarða á árinu.
Innlent Viðskipti Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Sjá meira