Erlent 2 háttsettir embættismenn skotnir Tveir háttsettir embættismenn innan bráðabirgðastjórnarinnar í Írak voru skotnir niður í suðvesturhluta Baghdad í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar byssumenn létu til skarar skríða og hófu skothríð á bifreið þeirra. Erlent 13.10.2005 15:09 Hermaður dæmdur í fangelsi í Írak Bandarískur hermaður var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skjóta á og myrða alvarlega særðan Íraka fyrr á þessu ári. Hermaðurinn játaði sig sekan, en sagðist hafa verið að lina þjáningar mannsins. Erlent 13.10.2005 15:09 Brottflutningurinn tryggður? Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið stærsta stjórnarandstöðuflokknum í Ísrael, Verkamannaflokknum, að mynda með sér þjóðstjórn. Takist það eru áætlanir Sharons um að brotthvarf Ísraelsmanna frá Gazasvæðinu taldar tryggðar. Erlent 13.10.2005 15:09 4 slasaðir eftir sprengingu Fjórir Ísraelsmenn slösuðust í morgun þegar palestínskir uppreisnarmenn skutu með sprengjuvörpu á fjölbýlishús á Gaza-ströndinni í morgun. Að minnsta kosti einn mannanna er í lífshættu. Erlent 13.10.2005 15:09 Hermaður fundinn sekur um morð Bandarískur hermaður var í herrétti í dag fundinn sekur um morð, fyrir að hafa skotið óvopnaðan íraskan borgara í í Bagdad í ágúst.Maðurinn sagðist hafa skotið hann til að lina þjáningar hans. Refsingin hefur ekki verið ákveðin, en lögmenn mannsins hafa samið um að hún verði ekki þyngri en tíu ára fangelsi. Annars hefði verið hægt að krefjast lífstíðardóms. Erlent 13.10.2005 15:09 Þorsti og hungur hlutskiptið 400 milljónir barna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og um 100 milljónir búa við alvarlega vannæringu. Á meðan við undirbúum gleðileg jól hafa yngstu íbúar fátækustu landanna fátt til að hlakka til. Erlent 13.10.2005 15:09 Þúsund deyja á hverjum degi Þúsund manns týna lífi á hverjum degi í Kongó. Ástæðan er borgarastyrjöld sem heldur áfram þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað fyrir einu og hálfu ári. Þrjár milljónir og 800 þúsund hið minnsta hafa látist í landinu undanfarin sex ár, sem þýðir að borgarastyrjöldin er mannskæðasta stríð frá Seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 13.10.2005 15:09 Wangari fær nóbelsverðlaun í dag Umhverfisverndarsinnin Wangari Maathai tekur við friðarverðlaunum Nóbels í Osló í dag. Maathai er frá Kenía og fyrsta konan frá Afríku sem hlýtur verðlaunin. Hún er forsvarsmaður hreyfingar sem kallast Græna beltið og hefur látið gróðursetja þrjátíu milljónir trjáa víðs vegar í Afríku. Erlent 13.10.2005 15:09 Samkynhneigðir í hjónaband Samkynhneigðir geta nú staðfest samvist sína á Nýja-Sjálandi eftir að þing landsins samþykkti lög þess efnis. Hundruð söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að fagna niðurstöðinni, en lögin gera þó ekki ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengi í hjónaband. Slíkt samband er á Nýja-Sjálandi aðeins á milli karls og konu. Erlent 13.10.2005 15:09 Fyrrverandi SS-foringi ákærður Dómstóll í Danmörku hefur gefið út ákæru á 83 ára gömlum fyrrverandi dönskum SS-foringja, sem nú býr í Þýskalandi. Manninum, sem einnig hefur þýskt ríkisfang, er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á dönskum blaðamanni árið 1943. Erlent 13.10.2005 15:09 Hvetur til aukinna matvælavarna Bandaríkjamenn eyða næstum tug milljarða á ári í að verja matvæli hryðjuverkaárásum. Hættan á slíkum árásum er hins vegar nær engin. Forstjóri Bandarísku lyfjamálastofnunarinnar (FDA) segir sömu rök gilda um viðbúnaðinn og um varnir gegn kúariðu. Erlent 13.10.2005 15:09 Krabbamein í börnum eykst Krabbamein í evrópskum börnum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og áratugum. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist í fagtímaritinu The Lancet. Alþjóðleg mistöð fyrir krabbameinsrannsóknir skoðaði tíðni krabbameins í börnum í 19 Evrópulöndum. Í ljós kom að tíðnin jókst um eitt prósent á ári hjá börnum og eitt og hálft prósent hjá unglingum á síðustu þremur áratugum. Erlent 13.10.2005 15:09 Tillögur Sharon samþykktar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk vilja sínum framgengt á fundi Likud-flokksins í gærkvöldi en þar voru greidd atkvæði um hugmyndir hans um þjóðstjórn með Verkamannaflokknum. Tillagan hlaut afgerandi stuðning enda hafði Sharon hótað að boða annars til kosninga, sem hefði getað leitt til þess að Likud-flokkurinn missti völdin í landinu. Erlent 13.10.2005 15:09 7 létust í sprengingu í Pakistan Að minnsta kosti sjö eru látnir og nokkrir slasaðir eftir sprengingu við herjeppa í suð-vesturhluta Pakistan í morgun. Fjögurra kílógramma sprengju var komið fyrir á reiðhjóli og hún sprakk við herjeppann með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið samstundis og nokkrir til viðbótar létust eftir að þeir höfðu verið fluttir á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 15:09 Mikið óöryggi í Írak Vladimir Pútín segir ástandið í Írak enn of slæmt til þess að rússnesk fyrirtæki treysti sér til þess að halda úti starfsemi þar. Hann segir rússnesk fyrirtæki tilbúin til þess að halda til Írak á nýjan leik um leið og viðeigandi öryggisráðstafanir hafi verið teknar, en sem stendur sé ástandið of ótraust. Erlent 13.10.2005 15:09 Friður er forsenda uppbyggingar Hálft annað ár er liðið síðan ráðist var á Írak og ógnarstjórn Saddams steypt af stóli. Engu að síður er enn róstusamt í landinu og talsvert vantar upp á að þjóðlíf komist í eðlilegt horf. Erlent 13.10.2005 15:09 Hermaður féll í Írak í gær Bandarískur hermaður féll í gær í árás uppreisnarmanna í Írak, en talsmenn hersins vilja ekki greina frá kringumstæðunum. Nú liggur jafnframt fyrir að sjötíu hermenn fórust í áhlaupinu á Fallujah í síðasta mánuði, og átök standa þar enn á stöku stað. Í borginni Ramadi virðast uppreisnarmenn sækja í sig veðrið. Erlent 13.10.2005 15:09 Prozac hættulegt börnum Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins telur þunglyndislyfið Prozac hættulegt börnum, þvert á það sem forsvarsmenn lyfjaiðnaðarins í Bretlandi hafa haldið fram. Hátt í 200 þúsund börn og unglingar undir 18 ára aldri taka hin ýmsu þunglyndislyf að staðaldri í Bretlandi og að undanförnu hefur því verið haldið fram að Prozac sé öruggast slíkra lyfja fyrir börn. Erlent 13.10.2005 15:09 Niðurstaða rannsókna brátt ljós Forsetaframbjóðandinn úkraínski, Viktor Júsjenkó, fær væntanlega að vita það í dag hvort eitrað hafi verið fyrir honum í aðdraganda forsetakosninganna umdeildu í Úkraínu. Niðurstöður blóðrannsókna á Júsjenkó munu brátt liggja fyrir og kemur þá í ljós hvers vegna útlit stjórnarandstæðingsins hefur tekið stakkaskiptum á aðeins nokkrum vikum. Erlent 13.10.2005 15:09 Ný stjórn í Ísrael Ný stjórn er í fæðingu í Ísrael sem er sammála um að eftirláta Palestínumönnum Gazasvæðið, og flytja þaðan á brott alla Ísraelsmenn. Vonir um frið hafa glæðst. Erlent 13.10.2005 15:09 Olíuverð lækkar líklega Olíuverð mun að líkindum hækka á heimsmarkaði eftir fund olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna í dag, þar sem ræða á hvort að rétt sé að draga úr offramleiðslu með hliðsjón af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíufati undanfarið. Erlent 13.10.2005 15:09 Berlusconi sýknaður Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var síðdegis í dag sýknaður af ákæru um mútugreiðslur. Annar liður ákærunnar um mútugreiðslur var látinn niður falla þar sem of langt er liðið frá meintum brotum. Berlusconi var sakaður um að hafa mútað dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldi hans. Erlent 13.10.2005 15:09 Kostnaðurinn óeðlilegur? Fjarskiptayfirvöld Evrópusambandsins hafa hafið rannsókn á því hvort kostnaður símtala úr farsímum á milli landa sé óeðlilega hár. Sem stendur er kerfið þannig að farsímar finna sér samband í símakerfi þess lands sem hringt er í, en eigi að síður er kostnaður símtala úr farsímum á milli landa töluvert hærri en ef hringt er innanlands. Erlent 13.10.2005 15:09 Berlusconi dæmdur í dag? Búist er við að dómur verði kveðinn upp í dag yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna mútumála. Berlusconi, sem er margfaldur milljarðamæringur, er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldið hans. Erlent 13.10.2005 15:09 Vill ganga frá stjórnarmyndun Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hvatti flokksmenn sína í Líkúd-bandalaginu til þess í dag að greiða atkvæði með stjórnarsamvinnu Líkúd og Verkamannaflokksins. Ef þeir gera það ekki verður að efna til kosninga með hraði og það gæti gert að engu áætlanir hans um að flytja ísraelska landnema frá Gasasvæðinu. Erlent 13.10.2005 15:08 Evrópa axli sinn hlut í Írak Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fundi með utanríkisráðherrum bandalagsins í dag að tengslin við Bandaríkin væru undir því komin að Evrópuríki axli sinn hlut í öryggismálum í Írak og Afganistan. </font /></font /> Erlent 13.10.2005 15:08 Róttækar breytingar á CIA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að gera róttækar breytingar á leyniþjónustu landsins. Starfsemi leyniþjónustunnar hefur ekki verið breytt síðan á tímum kalda stríðsins en með tilliti til nýrrar heimsmyndar þótti rétt að nútímavæða leyniþjónustuna bandarísku. Erlent 13.10.2005 15:08 Nýtt friðarsamkomulag á N-Írlandi Endanlegt friðarsamkomulag á Norður-Írlandi liggur fyrir en ljósmyndir koma í veg fyrir að það sé undirritað. Talsmenn Írska lýðveldishersins segja ekki koma til greina að ljósmyndir verði teknar af því þegar vopn lýðveldishersins verða eyðilögð, og það geta mótmælendur ekki sætt sig við. Erlent 13.10.2005 15:08 Viðbúnaður WHO vegna fuglaflensu "Við sjáum vísbendingar um að yfirvofandi sé heimsfaraldur skæðrar inflúensu," sagði Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi sem haldinn var í byrjun fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík í gær og áréttaði að stofnuninni væri mjög umhugað um málið. Erlent 13.10.2005 15:08 OPEC-ríkin minnki olíuframleiðslu Sérfræðingar OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, kanna nú hvort að lækkun á olíufatinu á heimsmarkaði réttlæti að ríkin dragi úr framleiðslu sinni. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi á morgun til að komast að niðurstöðu og segir ráðherra Írans að ekki hafi náðst samkomulag um stefnuna enn sem komið er. Erlent 13.10.2005 15:08 « ‹ ›
2 háttsettir embættismenn skotnir Tveir háttsettir embættismenn innan bráðabirgðastjórnarinnar í Írak voru skotnir niður í suðvesturhluta Baghdad í morgun. Mennirnir voru á leið til vinnu þegar byssumenn létu til skarar skríða og hófu skothríð á bifreið þeirra. Erlent 13.10.2005 15:09
Hermaður dæmdur í fangelsi í Írak Bandarískur hermaður var í morgun dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir að skjóta á og myrða alvarlega særðan Íraka fyrr á þessu ári. Hermaðurinn játaði sig sekan, en sagðist hafa verið að lina þjáningar mannsins. Erlent 13.10.2005 15:09
Brottflutningurinn tryggður? Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hefur boðið stærsta stjórnarandstöðuflokknum í Ísrael, Verkamannaflokknum, að mynda með sér þjóðstjórn. Takist það eru áætlanir Sharons um að brotthvarf Ísraelsmanna frá Gazasvæðinu taldar tryggðar. Erlent 13.10.2005 15:09
4 slasaðir eftir sprengingu Fjórir Ísraelsmenn slösuðust í morgun þegar palestínskir uppreisnarmenn skutu með sprengjuvörpu á fjölbýlishús á Gaza-ströndinni í morgun. Að minnsta kosti einn mannanna er í lífshættu. Erlent 13.10.2005 15:09
Hermaður fundinn sekur um morð Bandarískur hermaður var í herrétti í dag fundinn sekur um morð, fyrir að hafa skotið óvopnaðan íraskan borgara í í Bagdad í ágúst.Maðurinn sagðist hafa skotið hann til að lina þjáningar hans. Refsingin hefur ekki verið ákveðin, en lögmenn mannsins hafa samið um að hún verði ekki þyngri en tíu ára fangelsi. Annars hefði verið hægt að krefjast lífstíðardóms. Erlent 13.10.2005 15:09
Þorsti og hungur hlutskiptið 400 milljónir barna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og um 100 milljónir búa við alvarlega vannæringu. Á meðan við undirbúum gleðileg jól hafa yngstu íbúar fátækustu landanna fátt til að hlakka til. Erlent 13.10.2005 15:09
Þúsund deyja á hverjum degi Þúsund manns týna lífi á hverjum degi í Kongó. Ástæðan er borgarastyrjöld sem heldur áfram þrátt fyrir að friðarsamkomulag hafi verið undirritað fyrir einu og hálfu ári. Þrjár milljónir og 800 þúsund hið minnsta hafa látist í landinu undanfarin sex ár, sem þýðir að borgarastyrjöldin er mannskæðasta stríð frá Seinni heimsstyrjöldinni. Erlent 13.10.2005 15:09
Wangari fær nóbelsverðlaun í dag Umhverfisverndarsinnin Wangari Maathai tekur við friðarverðlaunum Nóbels í Osló í dag. Maathai er frá Kenía og fyrsta konan frá Afríku sem hlýtur verðlaunin. Hún er forsvarsmaður hreyfingar sem kallast Græna beltið og hefur látið gróðursetja þrjátíu milljónir trjáa víðs vegar í Afríku. Erlent 13.10.2005 15:09
Samkynhneigðir í hjónaband Samkynhneigðir geta nú staðfest samvist sína á Nýja-Sjálandi eftir að þing landsins samþykkti lög þess efnis. Hundruð söfnuðust fyrir utan þinghúsið til að fagna niðurstöðinni, en lögin gera þó ekki ráð fyrir að samkynhneigðir geti gengi í hjónaband. Slíkt samband er á Nýja-Sjálandi aðeins á milli karls og konu. Erlent 13.10.2005 15:09
Fyrrverandi SS-foringi ákærður Dómstóll í Danmörku hefur gefið út ákæru á 83 ára gömlum fyrrverandi dönskum SS-foringja, sem nú býr í Þýskalandi. Manninum, sem einnig hefur þýskt ríkisfang, er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á dönskum blaðamanni árið 1943. Erlent 13.10.2005 15:09
Hvetur til aukinna matvælavarna Bandaríkjamenn eyða næstum tug milljarða á ári í að verja matvæli hryðjuverkaárásum. Hættan á slíkum árásum er hins vegar nær engin. Forstjóri Bandarísku lyfjamálastofnunarinnar (FDA) segir sömu rök gilda um viðbúnaðinn og um varnir gegn kúariðu. Erlent 13.10.2005 15:09
Krabbamein í börnum eykst Krabbamein í evrópskum börnum hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum og áratugum. Þetta sýnir ný rannsókn sem birtist í fagtímaritinu The Lancet. Alþjóðleg mistöð fyrir krabbameinsrannsóknir skoðaði tíðni krabbameins í börnum í 19 Evrópulöndum. Í ljós kom að tíðnin jókst um eitt prósent á ári hjá börnum og eitt og hálft prósent hjá unglingum á síðustu þremur áratugum. Erlent 13.10.2005 15:09
Tillögur Sharon samþykktar Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, fékk vilja sínum framgengt á fundi Likud-flokksins í gærkvöldi en þar voru greidd atkvæði um hugmyndir hans um þjóðstjórn með Verkamannaflokknum. Tillagan hlaut afgerandi stuðning enda hafði Sharon hótað að boða annars til kosninga, sem hefði getað leitt til þess að Likud-flokkurinn missti völdin í landinu. Erlent 13.10.2005 15:09
7 létust í sprengingu í Pakistan Að minnsta kosti sjö eru látnir og nokkrir slasaðir eftir sprengingu við herjeppa í suð-vesturhluta Pakistan í morgun. Fjögurra kílógramma sprengju var komið fyrir á reiðhjóli og hún sprakk við herjeppann með þeim afleiðingum að nokkrir létu lífið samstundis og nokkrir til viðbótar létust eftir að þeir höfðu verið fluttir á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 15:09
Mikið óöryggi í Írak Vladimir Pútín segir ástandið í Írak enn of slæmt til þess að rússnesk fyrirtæki treysti sér til þess að halda úti starfsemi þar. Hann segir rússnesk fyrirtæki tilbúin til þess að halda til Írak á nýjan leik um leið og viðeigandi öryggisráðstafanir hafi verið teknar, en sem stendur sé ástandið of ótraust. Erlent 13.10.2005 15:09
Friður er forsenda uppbyggingar Hálft annað ár er liðið síðan ráðist var á Írak og ógnarstjórn Saddams steypt af stóli. Engu að síður er enn róstusamt í landinu og talsvert vantar upp á að þjóðlíf komist í eðlilegt horf. Erlent 13.10.2005 15:09
Hermaður féll í Írak í gær Bandarískur hermaður féll í gær í árás uppreisnarmanna í Írak, en talsmenn hersins vilja ekki greina frá kringumstæðunum. Nú liggur jafnframt fyrir að sjötíu hermenn fórust í áhlaupinu á Fallujah í síðasta mánuði, og átök standa þar enn á stöku stað. Í borginni Ramadi virðast uppreisnarmenn sækja í sig veðrið. Erlent 13.10.2005 15:09
Prozac hættulegt börnum Lyfjaeftirlit Evrópusambandsins telur þunglyndislyfið Prozac hættulegt börnum, þvert á það sem forsvarsmenn lyfjaiðnaðarins í Bretlandi hafa haldið fram. Hátt í 200 þúsund börn og unglingar undir 18 ára aldri taka hin ýmsu þunglyndislyf að staðaldri í Bretlandi og að undanförnu hefur því verið haldið fram að Prozac sé öruggast slíkra lyfja fyrir börn. Erlent 13.10.2005 15:09
Niðurstaða rannsókna brátt ljós Forsetaframbjóðandinn úkraínski, Viktor Júsjenkó, fær væntanlega að vita það í dag hvort eitrað hafi verið fyrir honum í aðdraganda forsetakosninganna umdeildu í Úkraínu. Niðurstöður blóðrannsókna á Júsjenkó munu brátt liggja fyrir og kemur þá í ljós hvers vegna útlit stjórnarandstæðingsins hefur tekið stakkaskiptum á aðeins nokkrum vikum. Erlent 13.10.2005 15:09
Ný stjórn í Ísrael Ný stjórn er í fæðingu í Ísrael sem er sammála um að eftirláta Palestínumönnum Gazasvæðið, og flytja þaðan á brott alla Ísraelsmenn. Vonir um frið hafa glæðst. Erlent 13.10.2005 15:09
Olíuverð lækkar líklega Olíuverð mun að líkindum hækka á heimsmarkaði eftir fund olíumálaráðherra OPEC-ríkjanna í dag, þar sem ræða á hvort að rétt sé að draga úr offramleiðslu með hliðsjón af lækkun heimsmarkaðsverðs á olíufati undanfarið. Erlent 13.10.2005 15:09
Berlusconi sýknaður Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, var síðdegis í dag sýknaður af ákæru um mútugreiðslur. Annar liður ákærunnar um mútugreiðslur var látinn niður falla þar sem of langt er liðið frá meintum brotum. Berlusconi var sakaður um að hafa mútað dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldi hans. Erlent 13.10.2005 15:09
Kostnaðurinn óeðlilegur? Fjarskiptayfirvöld Evrópusambandsins hafa hafið rannsókn á því hvort kostnaður símtala úr farsímum á milli landa sé óeðlilega hár. Sem stendur er kerfið þannig að farsímar finna sér samband í símakerfi þess lands sem hringt er í, en eigi að síður er kostnaður símtala úr farsímum á milli landa töluvert hærri en ef hringt er innanlands. Erlent 13.10.2005 15:09
Berlusconi dæmdur í dag? Búist er við að dómur verði kveðinn upp í dag yfir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, vegna mútumála. Berlusconi, sem er margfaldur milljarðamæringur, er sakaður um að hafa mútað nokkrum dómurum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og þannig keypt sér hagstæðan úrskurð í málum sem snertu Fininvest-veldið hans. Erlent 13.10.2005 15:09
Vill ganga frá stjórnarmyndun Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, hvatti flokksmenn sína í Líkúd-bandalaginu til þess í dag að greiða atkvæði með stjórnarsamvinnu Líkúd og Verkamannaflokksins. Ef þeir gera það ekki verður að efna til kosninga með hraði og það gæti gert að engu áætlanir hans um að flytja ísraelska landnema frá Gasasvæðinu. Erlent 13.10.2005 15:08
Evrópa axli sinn hlut í Írak Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri NATO, sagði á fundi með utanríkisráðherrum bandalagsins í dag að tengslin við Bandaríkin væru undir því komin að Evrópuríki axli sinn hlut í öryggismálum í Írak og Afganistan. </font /></font /> Erlent 13.10.2005 15:08
Róttækar breytingar á CIA Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gær með yfirgnæfandi meirihluta að gera róttækar breytingar á leyniþjónustu landsins. Starfsemi leyniþjónustunnar hefur ekki verið breytt síðan á tímum kalda stríðsins en með tilliti til nýrrar heimsmyndar þótti rétt að nútímavæða leyniþjónustuna bandarísku. Erlent 13.10.2005 15:08
Nýtt friðarsamkomulag á N-Írlandi Endanlegt friðarsamkomulag á Norður-Írlandi liggur fyrir en ljósmyndir koma í veg fyrir að það sé undirritað. Talsmenn Írska lýðveldishersins segja ekki koma til greina að ljósmyndir verði teknar af því þegar vopn lýðveldishersins verða eyðilögð, og það geta mótmælendur ekki sætt sig við. Erlent 13.10.2005 15:08
Viðbúnaður WHO vegna fuglaflensu "Við sjáum vísbendingar um að yfirvofandi sé heimsfaraldur skæðrar inflúensu," sagði Lee Jong-wook, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), á blaðamannafundi sem haldinn var í byrjun fundar framkvæmdastjórnar stofnunarinnar í Reykjavík í gær og áréttaði að stofnuninni væri mjög umhugað um málið. Erlent 13.10.2005 15:08
OPEC-ríkin minnki olíuframleiðslu Sérfræðingar OPEC, Samtaka olíuframleiðsluríkja, kanna nú hvort að lækkun á olíufatinu á heimsmarkaði réttlæti að ríkin dragi úr framleiðslu sinni. Olíumálaráðherrar aðildarríkjanna hittast á fundi á morgun til að komast að niðurstöðu og segir ráðherra Írans að ekki hafi náðst samkomulag um stefnuna enn sem komið er. Erlent 13.10.2005 15:08