Wales

Að bugast undan álagi að sjá um óvænt Banksy-verk
Velski bílskúrseigandinn Ian Lewis er að bugast undan álaginu sem fylgir því að sjá til þess að ekkert komi fyrir listaverk sem listamaðurinn Banksy málaði óvænt utan á einn veggja bílskúrsins. Talið er að um 20 þúsund manns hafi skoðað listaverkið yfir hátíðirnar.

Dó þegar hjólhýsi fauk fram af kletti
Óveðrið Ali herjar nú á hluta Bretlandseyja með kröftugum vindum og rigningu.

Frumvarp um klofmyndatökur í óleyfi strandaði á einum Íhaldsmanni
Mótmæli eins þingmanns Íhaldsflokksins á breska þinginu í dag urðu til þess að bið verður á því að svokallaðar "upskirting“-myndatökur verði refsiverðar á Englandi og í Wales. Um er að ræða ljósmyndir sem teknar eru upp undir pils kvenna, og annarra sem kunna að klæðast þeim, án samþykkis.

Hjólreiðamaður kastaðist upp í loft við harðan árekstur
28 ára karlmaður hefur verið dæmdur 12 mánaða fangelsi fyrir að aka á hjólreiðamann í Wales á Bretlandseyjum, að því er fram kemur í frétt New York Post. Atvikið náðist á myndband og hefur vakið mikla athygli.

Jarðskjálfti að stærð 4,4 skók Bretland
Jarðskjálfti skók hluta Bretlands í dag en upptök hans voru 20 km norðaustur af Swansea.